Fimmtudagur, 23. apríl 2009
Þeir ætla að grilla í dag - arg!
Það er ekkert undarlegt við það að "sumar" og vetur frjósi saman.
Það veit það hvert mannsbarn að almanakssumarið er tveimur mánuðum á undan hinu eiginlega sumri.
Annars er ég hreinlega að drepast úr hlátri.
Hver er það sem er ímyndarsérfræðingur Sjálfstæðisflokksins spyr ég?
Annað hvort er það svarinn andstæðingur flokksins eða þá að hann er með sjúklegan húmor, sem ég perrinn fíla í botn.
Fjölskylduhátíð í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í dag kl. 16.30
Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík og í Suðvesturkjördæmi efnir til fjölskylduhátíðar í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Reykjavík á morgun, sumardaginn fyrsta, kl. 17.00-19.00.
Formaður flokksins, Bjarni Benediktsson, mun ávarpa gesti hátíðarinnar og ýmis skemmtiatriði verða í boði. Nefna má atriði úr Kardemommubænum, fimleikasýningu frá Ármanni, trúbadora, andlitsmálningu og ýmsa leiki. Fjölmörg leiktæki í garðinum verða í gangi og boðið verður upp á grillaðar pylsur og gos.
Svei mér þá ef vesalings Sjálfstæðisflokknum verður ekki allt að meini.
Nú eða þá að klúður þeirra nái yfir allt sem mögulega er hægt að láta sér detta í hug.
Í fyrsta lagi þá á Sjálfstæðisflokkurinn ekki að taka sér í munn orðið "grilla". Það kallar á hlátursgusur og krampaköst allra nema kannski þeirra sjálfra.
En í dag á að grilla. Hannes Hólmsteinn hlýtur að vera á grillinu.
Svo eru það ræningjarnir þrír. Bara þrír? Er verið að spara?
Ég get svona rétt ímyndað mér hvað er í pokanum þeirra.
Síðan er boðið upp á andlitsmálningu.
Ég velkist ekki í vafa um hverjir verða fremstir í þeirri röð. Sjóðurinn og Gulli koma sterkir inn. Að tala um þörfina fyrir dulagervi. Almáttugur.
Æi takk Sjálfstæðisflokkur, þið björguðuð sumardeginum fyrsta hér á kærleiks og eflaust víða.
ARG.
Sumar og vetur frusu saman | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 2986898
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Já fussum svei...kannski Soffía frænka bjargi okkur frá hinum raunverulegu ræningjum á laugardaginn
Gleðilegt almanaks sumar
Sigrún Jónsdóttir, 23.4.2009 kl. 12:55
snilld
Hólmdís Hjartardóttir, 23.4.2009 kl. 13:01
Vá hvað þú ert upptekin að gagnrýna Sjálfstæðisflokkinn fyrir sömu hluti og hinir flokkarnir eru að gera. Í síðasta pistli varstu að gagnrýna Guðlaug fyrir styrki og að ætla ekki að birta uppgjörið nema aðrir geri það líka. það sama á við um Björn Inga, Össur og Steinunni Valdísi svo þeir séu nú nefndir sem nú þegar hafa tekið í sama streng.
Samfylkingin er í dag með Kaffi, Vöfflur, Blöðrur, Íspinna, Gunna, Felix, Skoppu og Lucy ásamt Jóhönnu og Össur á Austurvelli. Hver er munurinn?
Steini Thorst, 23.4.2009 kl. 13:10
Jónína Dúadóttir, 23.4.2009 kl. 13:15
Þeir eru yndislegir! Hér sit ég í ausandi rigningu og skemmti mér konunglega á kostnað sjálfstæðisflokksins!
Þeir hafa náttúrulega komið svo víða við að maður skellir upp úr nánast í hvert sinn sem þeir opna munna......
Hrönn Sigurðardóttir, 23.4.2009 kl. 13:19
Það eru allir í kosningasmölun í dag. Samfylkingin ætlar að grilla á Akureyri í dag, VG ætla að grilla á Akureyri í dag, Sjálfstæðisflokkurinn bakar vöfflur á Akureyri í dag og Frjálslyndir bjóða upp á fiskisúpu á Akureyri í dag!
Húsmæður á Akureyri eiga frí frá eldamennsku í dag, þar á meðal"antikokkistin" ég, því ætla ég að drífa familíuna í bæinn, flakka á milli flokka og "gefa" liðinu mínu að borða, mætti vera kosningasmölun á hverjum degi mín vegna
Gleðilegt sumar Jenný
Huld S. Ringsted, 23.4.2009 kl. 13:24
Grilla, grilla, grilla.
Það er ekki sama hver grillar sko.
Jenný Anna Baldursdóttir, 23.4.2009 kl. 13:25
Axel Jóhann Hallgrímsson, 23.4.2009 kl. 17:23
Eru ekki þessar elskur steinhættar að græða á daginn þannig að íhaldið þarf að grilla allan sólarhringinn. Mér finnst það við hæfi að ræningjarnir aðstoði við það!
Ingibjörg Hinriksdóttir, 23.4.2009 kl. 22:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.