Þriðjudagur, 21. apríl 2009
Upprisa holdsins, loftborar og fáviska
Ég er eiginlega búin að vera kjaftstopp í kvöld eftir borgarafundinn í Suðurkjördæmi.
Svo margt setti mig út af laginu.
Björgvin upprisinn!
Hvað á nú þetta að þýða? Upprisa holdsins og eilíft líf hjá Bjögga nýliðnum banka- og viðskiptamálaráðherra. Maðurinn sagði af sér korteri fyrir stjórnarslit íhalds og Samfylkingar, fer svo í andlegt meikóver og er bara mættur með attitjúd, Evrópuáráttu og saklaus af öllu eins og nýfætt lamb. Geislabaugurinn kingum hausinn á honum olli ofbirtu í augum mínum. Þetta er nú meiri leikaraskapurinn.
Grétar Mar!
Ég verð að viðurkenna að þeir eru eins og salt jarðar Guðjón Arnar og Grétar Mar. Dáldið krúttlegir og svona, en myndi ég hleypa Grétari Mar út í íslenska náttúru? Nei, hann myndi vaða í að rífa upp hvern runna, hvert lyng, bora og andskotast út í eitt til að leita að atvinnutækifærum. Maðurinn ber enga virðingu fyrir náttúrunni. Ég sé Grétar fyrir mér með hjálm og loftbor ef ég loka augunum. Ég á eftir að verða andvaka í nótt. Læsið manninn niðri í káetu, þar á hann heima.
Ragnheiður Elín!
Halló kona góð, "vændi elsta atvinnugreinin og svona". Í hvaða skóla gekkst þú? Atvinnugrein? Ég er ekki hissa á þið Sjálfstæðismenn viljið styðja við refsilaust vændi, sjálfur atvinnurekendaflokkurinn. Misskilinn stuðningur við "atvinnulífið"? Kannski mun einhver góðhjartaður maður eða kona leiðrétta þennan víðtæka misskilning hjá þingkonunni svo hún verði sér ekki aftur til skammar.
Vændi er ekki spurning um atvinnugrein. Vændi er spurning um kúgun, misbeitingu valds og flokkast undir kynbundið ofbeldi (já og drengir og karlar geta fallið undir þá skilgreiningu, að sjálfsögðu).
Að svona steypa skuli koma frá konu sem á að teljast upplýst er með ólíkindum.
Svo er eins og ekkert mál sé nógu merkilegt að Sjálfstæðisflokkurinn geti lagt sig niður við það nema að það heyri undir "fyrirtækin og heimilin í landinu" eins og það heitir svo fallega hjá íhaldinu þessa dagana. Var Sjálfstæðisflokkurinn með skilyrt framboð. Heimili og fyrirtæki og ekkert þar fyrir utan? Mar spyr sig.
Meira seinna.
Það læddist að mér illur grunur í kvöld, fannst eins og Samfó og Sjálfstæðis væru komnir á bullandi lóðarí. Getur það verið?
Vont að geta engum treyst.
Ég með aðsóknarkennd?
Ónei, gullin mín.
Algjörlega fokking kúl eins og agúrka.
Evrópustefnan verði á hreinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Fjármál, Sjónvarp, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:28 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 2986898
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Aðkenningarótti ? þú ? NOT ! (Aðsóknarkennd heitir þetta víst líka).
Þvermóðska ? JÁ !
Enda einkenni á öllum óþekkum konum í aldanna rás
(Einnig stundum kallað réttlætiskennd)
------------------------------------------------
e.s. Björgvin sagði þó af sér, þó að seint væri. Hvað gerðu hin ?
Hildur Helga Sigurðardóttir, 21.4.2009 kl. 00:51
HH: Takk ég var að meina aðsóknarkennd, hehe, svona get ég verið vitlaus. Breyti þessu.
Reyndar gerði Bjöggi það, hinir gerðu ekki afturenda, mér fannst hann bara aaaaðeins og borubrattur þarna.
Reyndar var það Ragnheiður Elín sem gerði mig alvarlega þunglynda í einar 10 mínútur.
Lalalalala
Jenný Anna Baldursdóttir, 21.4.2009 kl. 00:59
Jenný, Jenný ... fundurinn var ekki í Kraganum heldur í Suðurkjördæmi. Sammála flestu, en ekki öllu
- Ragnheiður Elín, ertu ekki að grínast með konuna!
Ingibjörg Hinriksdóttir, 21.4.2009 kl. 01:06
Takk Ingibjörg. Suðurkjördæmi it is.
Jenný Anna Baldursdóttir, 21.4.2009 kl. 01:28
Ef VG ætla að taka það frá þjóðinni að fá að ákveða hvort hún vill fara í EB eða ekki, þá eru þeir að gera stór mistök. Ég skora á alla sem vilja fara í ESB að kjósa Samfylkinguna, það er ekkert sem heitir annað en hreinn meirihluti. Þjóðin hefur ekki efni á því að fara eftir skussunum sem með ákvörðunum sínum eru að setja þjóðina í þá stöðu að geta orðið fyrir hruni nr. 2.
Skoðið þetta myndband og sannfærist, þeir sem ekki eru vissir=> http://vimeo.com/4189836Valsól (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 01:42
"Björgvin upprisinn!"
Eru páskar ekki nýliðnir?
Eygló, 21.4.2009 kl. 01:51
Komið þið sæl !
Jenný Anna !
Meðan; ég dreg lífsanda nokkurn (fer vonandi að drepast senn, enda stórreykinga maður - hálf öld, nægur tími, sögðu frændur mínir Rómverjar; forðum), mun ég taka þykkju þunga, fyrir vin minn, og sjóhund; Grétar Mar skipstjóra, kæra frú.
En; talandi um stráklinginn frá Skarði, í Eystri-hrepp, Björgvin G. Sigurðsson. VG ingar; virðast samt, geta gert sér að góðu, stjórnarsetu, með þessum dauðyflum.
Meira að segja; Haarde, og Ingibjörg Sólrún, voru líflegri, ef eitthvað er. Segi það satt - gott fólk !
Íslands óhamingju; verður flest að vopni - erum sjálfsagt sammála þar, Jenný mín, hygg ég vera.
Með beztu kveðjum /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 02:35
Upprisa holdsins?
Er því ekki reddað með Viagra í dag?
Jón Bragi (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 05:50
Eina atvinnuuppbyggingin sem Sjálfstæðisflokkurinn virðist vilja sjá er refsilaust og þá væntanlega mun aukið vændi og svo skítug álver, fleiri skítug álver og enn fleiri skítug álver. Með skítugum álverum segjast þeir vilja ganga ,, hreint til verks " ??? Ég man vel eftir því þegar Sigurður Kári barðist gegn því á Alþingi að fyrnigartími á barnaníðinga yrði lengdur. Þjóðin gleymir ekki afstöðu Sjálfstæðisflokksins gagnvart kynferðisafbrotum og vændi, sem þeir greinilega vilja vernda.
Stefán (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 08:33
Hrump! Þetta var dálítill BB litur á lýsingu á Björgvini. Maðurinn axlaði ábyrgð og fékk síðan stuðning að leiða listann. Mér sýnist að hann bæti við einum kjördæmakosnum. Viðhorf Atla er vægast sagt áhyggjuefni á okkar bæjum.
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 08:52
Gísli B. Axlaði ábyrgð!? Björgvin!?
Er það virkilega að axla ábyrgð að sigla þjóðarskútunni í strand sem stýrimaður og vera fyrstur til að stökkva í land til að bjarga eigin skinni?
Jón Bragi (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 09:30
Verð að viðurkenna að ég er komin með verulegar áhyggjur af sjálfri mér. Hlýt að hafa tekið ESB sóttina eða Samfylkingarsóttina á einhverjum tímapunkti, því mér fannst Björgvin standa sig prýðilega. Eins og ég hef áður sagt þá hrundi ónæmiskerfið hjá mér samhliða bankahruninu
Hef mestar áhyggjur af því að VG taki Sjallana uppí að loknum kosningum
Sigrún Jónsdóttir, 21.4.2009 kl. 10:01
Sko, ég verð að játa að gamla Samfó (fyrrv. stjórn) stóð ljóslifandi fyrir framan mig þegar ég hlustaði á Björgvin. Hann stóð sig prýðilega, enda er ég ekki að finna að því, en hann (ISG og fleiri) eru samasemmerkið á milli gömlu stjórnarinnar og mögulegrar útkomu úr kosningum.
Ég er einfaldlega dauðhrædd um að Samfó stökkvi á íhaldið eins og síðast.
Takk öll fyrir þátttökuna.
Jenný Anna Baldursdóttir, 21.4.2009 kl. 10:03
Sigrún: VG hefur lýst því yfir að þeir fari ekki í stjórn með Sjálfstæðisflokknum og ég hef enga ástæðu til að treysta því ekki.
Þeir einir flokka hafa lýst þessu yfir.
Jenný Anna Baldursdóttir, 21.4.2009 kl. 10:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.