Leita í fréttum mbl.is

Vogur og Tilræðið

Ég er ein af þessum 19.248 sem hafa lagst inn á Vog.

Þrisvar sinnum meira að segja þegar allt er talið.

Takk Vogur fyrir að hjálpa mér á lappir.

En hvað um það, nýliðnir páskar fóru ekki eins og ég ætlaði mér.

Af því ég var raddlaus með flensu sem sjálfur myrkrahöfðinginn(nei, fíbblin ykkar ég er ekki að vísa í Davíð Oddson) hlýtur að vera höfundur að.

Og af því að flensan rændi mig röddinni (sem enn lýsir með fjarveru) eyddi ég páskum í lestur. 

Lestur er minn lífselexír og núna bjargaði hann lífi mínu.

Ég las nokkrar bækur sem ekki verða nefndar hér.  Blogga yfirleitt ekki um bækur sem hugnast mér illa.

tilræðið

Ég treysti mér hins vegar til að mæla þúsundprósent með þessari hér, Tilræðinu.

Hún fjallar um Amin Jaafari, virtan skurðlækni í Tel Aviv.  Hann og kona hans, Sihem, eru palestínsk að uppruna en ísraelskir ríkisborgar.  Þau eru vel stæð, vinamörg í samfélagi gyðinga og hamingjusöm hjón, að því að Amin telur.

Shihem sprengir sig í loft upp á veitingastað þar sem fullt að fólki lætur lífið.

Bókin fjallar í raun um hvernig læknirinn reynir að ná utan um þá staðreynd að kona hans er fjöldamorðingi og örvæntingafulla viðleitni hans til að skilja hvað gerðist.

En fyrst og fremst og það sem situr eftir hjá mér er hvernig höfundi tekst að vekja samúð með málstað beggja, þ.e. Ísraela og Palestínumanna.

Reyndar hefur samúð mín með Palestínu verið heit og langvarandi en eftir lesturinn skil ég Ísraela (borgarana) ögn betur.

Í stríði er bara fólk sem raðast niður á landsvæði, svona tilviljanakennt og á það eitt sameiginlegt að vilja lifa í friði.

Svo eru það andskotans hernaðarmógúlarnir sem eyðileggja allt saman.

Lesið þessa bók.  Hún er fanta spennandi og í leiðinni ákaflega fróðlegt innlegg í umræðu sem alltaf er í ný

Ajö,

Alkinn ég.

 


mbl.is 9,4% karla hafa lagst inn á Vog
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Líst vel á þessa bók! Minna vel á Vog....

Hrönn Sigurðardóttir, 16.4.2009 kl. 10:32

2 Smámynd: ThoR-E

Ég ætla að kíkja á þessa bók, ekki spurning.

Hvað Vog varðar, ég hef sjálfur nýtt mér þjónustu þeirrar stofnunar, en ég náði ekki bata með þeirra hjálp. Þótt þeir eflaust gerðu sitt besta.

Ég náði bata með hjálp læknis frá Hollandi sem starfaði hér á landi í nokkur ár. Á ég honum líf mitt að launa.

Vogur hjálpar ekki öllum. En ánægður er ég að heyra að þú náðir bata þar.

Með bestu kveðju

ThoR-E, 16.4.2009 kl. 11:49

3 Smámynd: Laufey B Waage

Þessi fer á biðlistann hjá mér.

Laufey B Waage, 16.4.2009 kl. 13:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 2986898

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband