Leita í fréttum mbl.is

Lúserar gróðærisins

Í gróðærinu þar sem undirrituð kom frekar lítið nálægt neyslufylleríinu (átti þó ágæta takta nokkrum sinnum) slógu Íslendingar sig til kjána með kaupæði og ferðalögum.

Við vorum undrabörnin ósigrandi, ríkust, fallegust, sérstökust og vorum búin að finna upp hina fullkomnu leið til að græða peninga.

Það voru lúserar sem fóru til útlanda sjaldnar er þrisvar á ári.

London og Köben voru svona eins og sunnudagsbíltúrarnir í denn.

Við keyptum og hentum (ekki ég, tók endalaust við notuðu frá öðrum og er ánægð með það), enda hægt að mublera heilu einbýlishúsahverfin með því sem dregið var upp úr gámum bæjarins.

Ég er ekki að vera neikvæð, þvert á móti, því núna erum við að læra upp á nýtt svo margt sem við vorum búin að gleyma.

Það er auðvitað sárt að þurfa að missa allt, líka orðsporið, til að opna augun.

Hamingjan liggur ekki í hlutunum sem við kaupum, eða í ferðalögunum sem við förum í en hvorutveggja er ágætis bónus og gleðiauki í lífinu.

Heima hjá mér var sama sófasettið allan minn uppvöxt.

Síðan var það yfirdekkt þegar það var farið að láta á sjá.

Ég á hérna í stofunni hjá mér yfir hundrað ára gamalt borð, mér þykir mikið til þess koma af því það á sögu, tengist fólki sem stendur mér nærri hjarta og það verður ekki keypt í búðum.

Auðvitað er sorgleg að lesa um algjört hrun í sölu húsgagna, en hrunið mun slá niður alls staðar, bæði hjá heimilum og fyrirtækjum.

En auðvitað var ástand gróðærisisns óeðlilegt.

Við þurftum aldrei allt þetta dót, við bara héldum það.

Nú höfum við heldur betur fengið skilaboð um að svo er ekki.

Kannski er það gott að fara aftur til fortíðar með sumt.

Fara til dæmis í meiri samveru með þeim sem okkur þykir vænt um.

Skera niður gerviþarfirnar og það sem öllu máli skiptir, stoppa, draga andann og þakka fyrir að við erum þó hér.

P.s. Þetta blogg tók eigin stefnu.  Átti ekki að verða mærðarleg lofgjörð til einfaldleikans en varð það samt og það er sennilega vegna þess að ég er þessarar skoðunar.

Jabb, ég er það.


mbl.is Algjört hrun í sölu húsgagna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björgvin R. Leifsson

Hmm.

Ég á kommóðu, sem amma mín smíðaði úr rekavið, stól og koffort frá 19. öld. Ég held ég hafi ekkert húsgagn keypt meðan á gróðærinu stóð. Ég sé reyndar enga ástæðu til að kaupa húsgögn bara af því að þau sem fyrir eru eru orðin x ára.

Björgvin R. Leifsson, 8.4.2009 kl. 11:31

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég er algjörlega sannfærð um að hamingjan liggur í rúminu sem ég verslaði mér í vikunni!

Það verður bara að vera svoleiðis..... 

Hrönn Sigurðardóttir, 8.4.2009 kl. 12:32

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Okei Hrönnsla, það er ekki græðgi að kaupa sér rúm til að liggja undir.

Þú sleppur.

Björgvin: Sammála.

Jenný Anna Baldursdóttir, 8.4.2009 kl. 12:41

4 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

mér dauðlangar í sófasett

en ekki hef ég efni á því og mun ekki láta eftir mér visa rað. Þess í stað plana ég að mála öll mín húsgögn í hvítu (ekki samt sófasettið) því mig langar að lyfta aðeins ásýnd míns dökka umhverfis.

En burtséð frá þessu þá er ég ofsalega glöð að eiga einn gamlan en frábæran bíl sem var staðgreiddur fyrir margt löngu.

Jóna Á. Gísladóttir, 8.4.2009 kl. 19:14

5 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

...sefur Hrönnsla undir rúminu sínu? Nægir henni ekki að sofa með fæturnar á koddanum eins og Lína langsokkur?

Jóna Á. Gísladóttir, 8.4.2009 kl. 19:15

6 Smámynd: Steingrímur Helgason

Meint fyrrum góðæri er zumzé Hrönnzlu að kenna & líka nokkrum kaupóðum náfrænkum hennar!

Alliráana!

Steingrímur Helgason, 8.4.2009 kl. 22:22

7 Smámynd: Jón Arnar

Ertu að reyna að hvítvaska þig græna með þessu bloggi?

"Við keyptum og hentum (ekki ég, tók endalaust við notuðu frá öðrum og er ánægð með það)"

Jón Arnar, 8.4.2009 kl. 22:25

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jón Arnar: Vertu úti.

Zteini: Já og mér fyrir helvítis bruðlið í mér í Hagkaup, kjötborði.  Múha.
Þið eruð svo klikkuð öll nema ég.

Jón Arnar er hins vegar í stöðugri fýlu úti í Danmörku,

Jenný Anna Baldursdóttir, 8.4.2009 kl. 23:08

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jóna: Hvar hefurðu verið?  Hrönnslunni var einu sinni á að blogga um að hún væri farin undir rúm að sofa.  Síðan hefur hún sofið undir rúmi konan.  Múha.

Jenný Anna Baldursdóttir, 8.4.2009 kl. 23:10

10 Smámynd: Sigurjón

Ég fæ ekki betur séð en þú sért að upphefja sjálfa þig á kostnað annarra með þessari færzlu...

Sigurjón, 8.4.2009 kl. 23:26

11 identicon

Þetta er eins og talað úr mínum munni, hver einasta setning.  Bruðlið og óhófið var komið út í algerar öfgar og ég verð að viðurkenna að þrátt fyrir alla erfiðleika sem fylgja kreppunni þá er það þó til bóta að fólk sé komið aðeins niður á jörðina. Það er augljóst að slik neysla sem viðgengist hefur undanfarin ár stenst ekki.  Eða hvernig halda menn að verði umhorfs hér á jörðu eftir t.d. 100 ár ef allir ætluðu sér að lifa í sömu vellystingum og við gerðum.

Og af því að pólítíkin spilar oft stóra rullu hér á þessu bloggi þá vil ég taka fram að ég er hægri sinnaður og tel að frjálshyggja og umhverfisvernd geti mjög vel farið saman.

Jón (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 01:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 2987323

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 43
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband