Fimmtudagur, 2. apríl 2009
Búsáhaldabyltingunni er ekki lokið!
Ég sat og horfði á málfundaræfingar Sjálfstæðismanna þangað til að þeir gáfust upp um hálf þrjú leytið í nótt.
Þeir þæfðu og þæfðu, og það var grátlega sorglegt að fylgjast með þeim þæfa því sem þeir voru allir sammála.
Meira að segja Árni Johnsen var skáldlegur í þæfingunni.
Það er hægt að grípa til málþófs og hefur oft verið gert. En fyrr má nú aldeilis fyrr vera.
Allt undir merkjum lýðræðislegrar umræðu.
Ég veit núna um hvern einasta íslenskan kvikmyndaleikstjóra, hverja kvikmyndanefnu sem gerð hefur verið á Íslandi frá upphafi vega og alls kyns fyrirkomulag í kringum kvikmyndagerð.
Arnbjörg Sveinsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins fer fram eins og hryðjuverkamaður í þinglegum skilningi.
Svo gekk vitleysan og málþófið fram af henni sjálfri og hún hló eins og fífl í pontu.
Gaman, gaman hjá henni og félögum en við sem heima sitjum, stór hluti okkar Íslendinga erum ekki að grínast þegar við segjumst vilja sjá breytingar, og okkur finnst þetta ekkert fyndið.
Tilgangurinn með málþófinu er að koma í veg fyrir að haldið verði hér stjórnlagaþing og að gerðar verði breytingar á stjórnaskránni. Sjálfstæðismenn mega ekki til þess hugsa að fulltrúar almennings hafi um málið að segja.
Stjórnarskrármálið og stjórnlagaþingið í beinu framhaldi er ekki umsemjanlegt að mínu áliti og almenningur vill að það nái fram að ganga.
En gefist hinir flokkarnir upp, sem er ekki ólíklegt miðað við að íhaldið tekur hvert málið á fætur öðru í gíslingu, þá lofa ég, að ég og margir fleiri erum með búsáhöldin ný fægð og brýnd og alveg til í að mæta og láta í okkur heyra.
Mér var sagt af manni sem vel þekkir til hjá íhaldinu að þeir kunni ekki að vera í minnihluta, það gerist eitthvað.
Þetta eitthvað mátti sjá í sjónvarpinu í nótt.
Það var fróðlegt og eftirminnilegt.
Horfum og fylgjumst með.
Búsáhaldabyltingunni er ekki lokið - það ríkir einungis vopnahlé.
Bara svo það sé á hreinu gott fólk.
Vilja vísa stjórnarskrármáli frá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Mannréttindi, Menntun og skóli, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:04 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 2986898
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Viljum við ekki fyrst og fremst að þessi ríkisstjórn geri það sem hún sagðist ætla að gera, koma með aðgerðaplön fyrir heimilin og fyrirtækin?
Er of mikils til mælst að stjórnarskrárbreytingar séu ekki gerðar á handahlaupum? Kíktu endilega á þau fjölmörg sérfræðiálit sem hafa verið birt núna inn á xd.is um frumvarpið. Eitt mjög gott frá SA sem dæmi: „Eitt brýnasta verkefni okkar er að endurvekja traust umheimsins. Hringlandaháttur í lagasetningu er ekki skref í þá átt.“ Nánast allir þeir sem hafa lagt fram umsagnir sínar eiga það sameiginlegt að vera gagnrýnir á meðferð málsins, færa fram efnislegar athugasemdir og þunga gagnrýni á málsmeðferð og stuttan tíma sem er ætlaður til að keyra breytingarnar í gegn.
Greinin er hér: http://xd.is/?action=grein&id=18916
Erla Margrét Gunnarsdóttir, 2.4.2009 kl. 14:20
Sjálfstæðisflokkurinn í núverandi mynd er aumasta skrímslið á Íslandi í dag. Á Ítalíu væri Sjálfstæðisflokkurinn kallaður mafía vegna þess að valdaklíka flokksins samanstendur af mönnum sem tengjast saman í auðvaldi. Gamli Kolkrabbinn stjórnar nú flokknum sem aldrei fyrr. Frekja og valdahriki stjórna skrílslátum Sjálfstæðisflokksins á alþingi núna. Sjálfstæðisflokkurinn kaupir útbrunna íþróttamenn eins og Pétur Marteins og Fúsa handbolta á framboðslista sína, sem er bara hallærislegt. Sjálfstæðisflokkurinn er íhald sem tilheyrir fortíðinni. Elsta fólk þjóðarinnar mun enn um sinn kjósa Sjálfstæðisflokkinn af gömlum vana, en allt yngra og hugsandi fólk snýr sér annað í komandi kosningum.
Stefán (IP-tala skráð) 2.4.2009 kl. 14:47
þvílíkur horror!!!
halkatla, 2.4.2009 kl. 15:27
og Árni söng. Er ekki komið að lokakaflanum? Er Birgir ekki búinn með syngja loka aríuna ? Þjóðin býður í ofvæni eftir því að óperunni ljúki.
Finnur Bárðarson, 2.4.2009 kl. 16:00
Búsáhaldabyltingunni er sannarlega ekki lokið. Hún tók bara hlé á meðan móðurfélagið hélt sinn landsfund. Nú eru 17 þúsund manns atvinnulausir og fjöldi heimila og fyrirtækja riða til falls. Í stað þess að finna lausnir á þeim vanda er verið að skoða umræðuvettvang um breytingu á Stjórnarskránni. Á meðan eru vextir hækkaðir upp úr öllu valdi, til þess að gera vandamálið enn torleystara. Jenný og hin úr byltingarráðinu hóta að fara fyrir framan Alþingishúsið með pottana sína. Þá verður kallað: Vanhæf ríkisstjórn, vanhæf ríkisstjórn. Aðrir munu bera skilti sem á stendur sendum Seðlabankastjórann heim, og enn aðrir Aðgerðir fyrir atvinnulausa eða Aðgerðir fyrir heimilin. Þetta er auðvitað gott. Ég mætti niður á Austurvöll síðast, nú hittumst við niður á Austurvelli, ef ekki í dag, þá á laugardaginn.
Sigurður Þorsteinsson, 2.4.2009 kl. 16:40
Búsáhaldadeild vinstri flokkana var sett í geymslu þegar vinstri stjórnin tók við.
Ekki er hægt að segja að minni þörf sé á henni núna miðað við þörfina sem fólk sagði þá.
Meira að segja Hörður Torfa felldi niður laugardagsfundina sína sömu helgi og landsfundur Vinstri Grænna var haldinn, tilviljun ?
Ég rétt vona að þingmenn Sjálfstæðisflokksins haldi uppi almennilegu málþófi á Alþingi gegn þessu lýðskrumi sem þar fer fram í dag, tala um stjórnlagaþing og í sömu setningu vilja þau byrja að fikta í stjórnarskránni. Þvílík vitleysa þetta er orðin á Alþingi.
Það væri nær að þingmenn Íslands taki nú höndum saman og vinni á þeim málum sem brýnust eru fyrir land og þjóð (heimili og fyrirtæki) og hætti að bullast í svona vinsældarmálum.
Það jákvæða álit sem ég hafði á Jóhönnu Sigurðardóttur er algerlega horfið eftir hún fór að taka þátt í þessari vitleysu gegn eigin samvisku og gegn því sem hún hefur áður lagt til á þingi.
p.s. Ekki allir mótmælendur eru vinstra lið en öll megin uppistaða þeirra var það þó.
Carl Jóhann Granz, 2.4.2009 kl. 20:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.