Leita í fréttum mbl.is

Í hlekkjum til kosninga

Eftir að ég varð edrú vil ég ekki fara í kringum hluti eins og köttur í kringum heitan graut.

Ég reyni að gefa frá mér skýr skilaboð þegar á þarf að halda.

Jenný fyllibytta var hins vegar glórulaus vappari á brauðfótum, sagði hvorki af né á, kannski, örugglega og svo framvegis.

Varð alltaf að vera viss um að ég væri ekki að loka á möguleikann til að snúa seglum eftir vindi, breyta um skoðun, hætta við, enda var ég t.d. á leiðinni í meðferð í nokkur ár.

Ákvað að kvöldi að hringja upp á Vog þegar ég vaknaði.

Hehemm, gerðist ekki alveg þannig sko.

Þurfti að vera nær dauða en lífi áður en ég fór í málið og vera orðið ljóst að loku var skotið fyrir möguleikann á frekara fylleríi.

Haldið þið að það sé?

En..

að stjórnmálum dagsins.  Ég er ofboðslega ánægð með VG eftir daginn.

Ég var reyndar ánægð með þá í gær líka og undanfarnar vikur en þeir fengu þeir fullt hús stiga hjá mér í dag.

Þeir lokuðu nefnilega á möguleika á samstarfi við íhaldið eftir kosningar.

Svona vill ég sjá vinnubrögðin í pólitíkinni fyrir þessar kosningar.

Nú veit ég að ég þarf að minnsta kosti ekki að óttast að VG hendi prinsippunum fyrir róða til að komast að kjötkötlunum ef annað þrýtur í stöðunni.

Þetta vill ég sjá hina flokkana gera líka.

Segja beint út hvað þeir vilja.

Ekki ganga "óbundnir til kosninga" sem er pen leið til að segja að þeir muni ef á þarf að halda stökkva í stjórn bara til að komast í völd.

Arg, af hverju minnir þetta "óbundinn til kosninga" á Geir Haarde og að fá ekki alltaf sætustu stelpuna á ballinu?

Jú, það er í raun það sem flokkarnir hafa gert, þeir hafa farið heim með þeirri sem hefur verið laus við barinn klukkan korter í þrjú jafnvel þó búin sé að æla, brenna göt á dressið og sé með sokkabuxurnar í henglum á eftir sér.

Ég er komin með ógeð á þessu gamla happadrætti sem fylgir því að kjósa út í bláinn.

Eru ekki nýjir tímar?

Er þjóðfélagið ekki að kalla á ný vinnubrögð?

Ég hélt það og hættið þessu bölvaða vappi í kringum grautinn og leyfið köttunum að hanga þar.

Gangið í friggings hlekkjum til kosninga. 

Og ég meinaða.

Úje og súmítúðebón.


mbl.is VG bundin - á móti Sjálfstæðisflokknum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Sammála

Sigrún Jónsdóttir, 22.3.2009 kl. 22:40

2 Smámynd: Jens Guð

  Ójá,  þetta er rétta viðhorfið:  Höldum Ríkisflokknum frá völdum þangað til búið er að hreinsa upp skítinn eftir hann.  Það tekur nokkur ár.  Svo má hann byrja að sprikla aftur.  Kannski.  Eftir mörg mörg ár.  En ekki fyrir kolólegan neyðarstyrk frá Neyðarlínunni.

Jens Guð, 22.3.2009 kl. 23:07

3 identicon

Ég er ekki viss um að hvítþvottur nægi Sjálfstæðisflokknum - ég held hann þurfi hundahreinsun.

Kolla (IP-tala skráð) 23.3.2009 kl. 00:05

4 Smámynd: Steingrímur Helgason

Mér líkar nægjusamt fólk.

Þó þeir kjózi að kjóza VG.

Tröbblar mig lítt.

Steingrímur Helgason, 23.3.2009 kl. 00:38

5 identicon

Ríkisrekinn, betlandi Sjálfstæðisflokkur með ríkisrekinn Mogga sem málgagn. Neyðarlegt fyrir þá að upp komst með Neyðarlínu betlið. Ætli það verði næst upplýst að ríkisrekni flokkurinn hafi betlað fé hjá Barnaverndarnefnd,  Hjápræðishernum, Mæðrastyrksnefnd, Rauða Krossinum, eða hvað er í gangi ???  Man ekki betur en að stuttbuxnadeild Sjálfstæðisflokksins hafi gengið um betlandi fé til styrktar Hannesi Hólmsteini, he, he, he, he, he, he, he, he, he, he, he, he 

Stefán (IP-tala skráð) 23.3.2009 kl. 08:51

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Stefán; Þú ert einn af mínum uppáhalds kommenterum. 

Zteini: Takk sömuleiðis í þína átt.

Kolla: Hann þarf að losna við óværuna svo mikið er víst.

Jens: Þrjátíu ára frí að lágmarki.

Silla og Sigrún: Takk.

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.3.2009 kl. 09:59

7 Smámynd: Laufey B Waage

Gott að geta kosið flokk sem tekur skíra afstöðu.

Laufey B Waage, 23.3.2009 kl. 11:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.11.): 7
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 2986833

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband