Leita í fréttum mbl.is

Dansað í þinginu

tutu

Í mínu sjálfskipaða, borgaralega eftirliti, hékk ég fram á lappir mér þar til þingi lauk í nótt.

Þess vegna get ég miðlað til ykkar sofandi og ábyrgðarlausu sauða, að á þinginu gerast hlutir sem stilla mann af, hafi einhver verið að þjást af minnisleysi varðandi atburði undanfarinna mánaða.

Það sem Sjálfstæðismenn grenja sífellt yfir þessa dagana er skortur á aðgerðum til bjargar heimilunum í landinu og fyrirtækjum í sama landi (ef það er teljari á orðanotkun úr ræðustól Alþingis þá hlýtur hann að vera brunninn yfir, þegar þetta er skrifað).

En í gær héldu þingmenn Sjálfstæðisflokks, þessir sönnu mannvinir, frumvarpi til laga um séreignasparnað í gíslingu fram í nóttina.  Þessu frumvarpi sem mun gera fólki kleyft að leysa út hluta þessa sparnaðar sjálfu sér til bjargar.  Haldið þessu til haga.  Þeir ætla nefnilega að halda þessu áfram í dag!

En að öðru.  Ég er laumuskotin í Pétri Blöndal, þrátt fyrir að skoðanir hans séu að mínu mati eins og úldnar sardínur í tómassósu.

En hann er þó samkvæmur sjálfum sér og virðist ekki mikið fyrir leikaraskap. 

En hin raunverulega ástæða er sú að hann á það til (átti amk.) að vippa sér í kramhúsið og dansa afríska dansa við dynjandi bumbuslátt.  Halló, hvernig er hægt að láta sér líka illa við svona tátiljudansandi þingmann? (Oh, munið þið eftir tátiljunum krakkar?).

Og þar sem ég hangi yfir þinginu og er að deyja úr leiðindum þá hef ég óbrigðult ráð til að halda góða skapinu og úthaldinu í hámarki.

Ég set leiðindafauskinn Birgi Ármannsson og Sigurð Kára Kristjánsson (don´t get me started) í sokkabuxur og tátiljur (jafnvel balletpils) og læt þá dansa skemmtilega og flippaða dansa, funk eða hiphop, æi þið vitið.

Þá verður þetta þolanlegt.

Apúmm, apúmm, apúmm.

Og svona upp á framtíðina, þá eru hópdansar að koma sterkir inn.

Dæmi:

Þetta blogg fer undir menning og listir.

Ha? Þeir verða ánægðir með það strákarnir, ekki beinlínis það sem manni kemur í hug þegar maður horfir á þá.

Nema ef vera skyldi til að dást að handbragði klæðskeranna sem sauma utan á þá.

Jabb, klæðskerarnir rúla.


mbl.is Þingfundur til að verða eitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Eins gott að halda þessu til haga, og helst að endurtaka það fyrir kosningar Jenný mín.  Þeir eru alveg að brjálast sjallarnir yfir ráðleysi sínu. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.3.2009 kl. 10:31

2 identicon

Af þremur illum kostum held ég að Pétur Blöndal gæti komið sterkastur út í dansatriði. Hann hefur það þó langt umfram Birgi Ármanns og Sigurð Kára að geta verið skemmtilegur. Dansbúningar myndu heldur ekki klæða þessa tvo stuttbuxnadrengi. En mikið er nú annars gott að hafa þá tvo þarna á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn, því að þeir gera ekki annað en að hrekja unga fólkið frá flokknum. Svo er líka fínt að hafa Tryggva Þór Herbertsson á prófkjörslista Sjálfstæðisflokksins, sérstaklega núna þegar ljóst er orðið hvernig hann misnotaði aðstöðu sína til 150 milljóna lántöku í banka.    

Stefán (IP-tala skráð) 10.3.2009 kl. 10:35

3 identicon

Reyndar voru þetta víst 300 milljónir sem Tryggvi Þór mokaði út úr bönkunum í eigin vasa og gerðist svo ráðgjafi eða aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar og er nú í framboði fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Sumir kunna sko ekki að skammast sín !

Stefán (IP-tala skráð) 10.3.2009 kl. 11:30

4 identicon

Bloggaði um þetta! Skoðaðu málþófið hjá mér! Þvílíkt málþóf!!!!

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 10.3.2009 kl. 14:18

5 identicon

Tilvistarkreppuvísa.

Hátt hér glymur grátur sár og gnístran tanna.

Heyrist mjög í Heimdellingum,

heldur leiðist Íslendingum.

Hanna Kr. Hallgrímsdóttir (IP-tala skráð) 10.3.2009 kl. 16:12

6 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Jenný mín, gott þú hefur vakandi auga með tafsinu...

Eva Benjamínsdóttir, 11.3.2009 kl. 00:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 2986898

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband