Leita í fréttum mbl.is

Nakin kona í Nókía stígvélum

Þegar ég var í rauðvíninu (hehemm og bjórnum og pillunum), vaknaði ég stundum á morgnana og langaði til að hverfa af jörðinni.

Fyrir utan svæsna timburmenn, þá hafði ég þessa skelfilegu tilfinningu að muna ekki og vita jafnframt að ég hefði getað gert eitt og annað án þess að hafa hugmynd um það.

Eins gott að minna sig á, bara tilhugsunin veldur mér þrefaldri gæsahúð.

Oftast hafði ég ekkert gert að mér.  En þegar það gerðist þá hafði ég í yfirleitt rifið kjaft í síma.

En ég var heppin, drakk á bak við byrgða glugga og hitti engan eða fáa.  Merkilegt hvað það koma fáir í heimsókn til fyllibyttna.  Hm.. ætli þær geti verið leiðinlegar í umgengni?  Kræst nei!

Ég get ímyndað mér að maðurinn sem vildi inn á Litla Hraun liggi í skelfilegri vanlíðan.

Fylleríið komið í blöðin!

Maðurinn verður ekki sakaður um skort á frumlegheitum í uppátækjaseminni.

Hugsið ykkur að detta í það og vakna, kíkja í blöðin og sjá t.d. forsíðufrétt af ykkur hálfnöktum í Mogganum.

"Nakin kona í Nokíastígvélum lét ófriðlega í Austurstræti í nótt!"

Nú eða þá skreppa til Köben eins og maður sem ég þekki (töluvert náið).

Vakna bara á hótelherbergi í gamla höfuðstaðnum og hafa ekki hugmynd um hvar maður er staddur en heyra óm af útlensku út um gluggann.

Halló, ef það er ekki kominn tími á meðferð eftir ferðalög á milli landa án þess að vita af því, þá aldrei.

Annars þekkti ég einu sinni mannveru sem átti til að vakna í ýmsum rúmum daginn eftir.

Mannveran lenti á annarri mannveru af gagnstæðu kyni og sú rétti hinni strætómiða um leið og augun voru upprifin og sagði köldum rómi: Strætó kemur eftir fimm.

Guð hvað ég er happí að vera á snúrunni.

Og þið líka, yfir að ég hangi þar en ég er algjört bómullarhöfuð undir áhrifum.

Og ég myndi ekki nenna blogga ef ég væri í byttunni. (Ætla ég rétt að vona).

Ég myndi einfaldlega svamla um í brennivínsfljótinu þangað til ég dræpist.

Ekki flóknara en það.

Farin.


mbl.is Óminnishegri við Litla-Hraun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég veit um einn sem vaknaði í útlöndum og hafði verið þar í nokkra daga er hann vaknaði.Hann fór í meðferðSuma vantar heilu árin í líf sitt og verða að lesa í lögregluskýrslum hvar þeir voru og með hverjum og hvers vegna hehehehehe.Ömurlegur sjúkdómuren fyndin á köflum

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 15:11

2 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Í góðri bók segir: "Hóflega drukkið vín gleður mannsins hjarta". Það er bara verst hvað hóflega er teygjanlegt hugtak!

Jú, edrú ER betra ástand!

Flosi Kristjánsson, 2.3.2009 kl. 15:17

3 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Hmmm...  ég er mikið að spekúlera í hvernig þreföld gæsahúð virki. Er hún í lögum eða er þetta kannski raðgæsahúð x 3. Gróf eða fín? Lóðrétt eða lárétt? Fylgir henni hrollur?

Þetta verður ráðgáta dagsins hjá mér. 

Lára Hanna Einarsdóttir, 2.3.2009 kl. 15:23

4 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Ég kannast eitthvað við kauða sem vaknaði upp á Hótelherberginu! En þetta er svosem ekkert einsdæmi - bara svona að því við þekktum einn svona.

Knús

edda

Edda Agnarsdóttir, 2.3.2009 kl. 18:22

5 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Er ekki best að drekka daglega faglega?

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 2.3.2009 kl. 19:10

6 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Ég er oft talin vera í glasi þegar ég er edrú, og við skulum ekki ræða það hvernig ég verð þegar ég finn á mér.  ..

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 2.3.2009 kl. 19:42

7 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Timburmenn og mórall eru versta ástand í heimi.

Helga Magnúsdóttir, 2.3.2009 kl. 20:10

8 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Minn fór einu sinni á barinn og vaknaði upp á hótelherbergi á Stykkishólmi með pönkara á gólfinu. Hafði tekið bílaleigubíl og allt og mundi ekki græna glóru. Það var skelfileg tilfinning að finna svo sterkt fyrir stjórnleysinu. Það var eins og jörðin opnaðist undir manni og maður féll oog féll...ískaldur að innan. Það var svona beyond fear. ona að enginn þurfi að upplifa slíkt.

Jón Steinar Ragnarsson, 2.3.2009 kl. 21:02

9 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

já það er skelfilegt að vakna með móral og vita ekki einu sinni afhverju. Bara vita að mórallinn á rétt á sér

Jóna Á. Gísladóttir, 2.3.2009 kl. 22:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 2987243

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.