Leita í fréttum mbl.is

Ein andskotans ráðgáta - ég sverða

 03_sunbathing

Ég er í flippstuði.

Sennilega af því að það er ekki þingfundur á morgun og þá get ég þrifið heimilið og hent út öllu draslinu sem hefur safnast fyrir á meðan ég sat með sjónvarpið í fanginu og horfði á Alþingi.

Ókei, ég er að ýkja en ég er búin að vera voða bissí að fylgjast með af því ég er ábyrgur borgari, kjósandi og dásamlegt atkvæði. 

Ég finn alltaf verulega til mín fyrir kosningar.

Er alveg að hugsa um að hringja í ákveðna pólitíkusa og læða að þeim að miði sé möguleiki.

Heyrðu stjórnmálamaður: Mig vantar almennilegt sumarhús með palli og potti, grilli og á það, rúm og meððí og bíl til að komast.

Ertu geim?

Halló, ég er ekki lúði.  Myndi aldrei biðja um sollis.  Bara alls ekki.

En er heimurinn ekki bilaður?

Kommon, hvers lags firrti heimur er það sem við búum í sem gerir hundategund í Hvíta húsinu að fréttaefni?

Ég meina heimurinn sveltur.  Börn eru að deyja úr hungri og sjúkdómum, það er heil veröld fyrir utan Evrópu og Bandaríkin og við skenkjum því ekki þanka.

Af hverju er enginn markaður fyrir mér, af hverju liggja ekki fréttamenn á línunni?

Jenný hverjar eru matarvenjur þínar?

Hvar kaupir þú í matinn?

Uppáhaldsilmvatn?

Syngur þú í baði?

Bíómynd?

Nei, nei, ekki nokkur áhugi.

Engin spyr mig einu sinni um alla mína fjölmörgu eiginmenn.  Hversu margir eru þeir, hvað varð um þá, eru þeir lifandi?

Enda segi ég ekki orð, varir mínar eru límdar saman.

Ég er ein andskotans ráðgáta, ég sverða.

Lífið er hundstík - í kreppunni.

Úje


mbl.is Hvíta húsið ákveður hundategundina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Þú ert yndi.

Sigrún Jónsdóttir, 27.2.2009 kl. 00:20

2 Smámynd: hilmar  jónsson

Glæsileg færsla Jenný.

hilmar jónsson, 27.2.2009 kl. 10:13

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jenný þó við verðum að varðveita síðustu leyndardómana vel!!! Þeir eru friðaðir. Þ.e. leyndardómarnir.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.2.2009 kl. 11:57

4 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Ekki gleyma að í gær var líka frétt um það að Ásdís Rán væri í ræktinni með Colin Farrell. Það var líka mikilvægt. Annars man ég ekki eftir því að frétt hafi komið um það í mogganum þegar ég var í ræktinni með bæði Björk og Tomma úr Tommaborgurum.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 28.2.2009 kl. 18:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 2987322

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband