Leita í fréttum mbl.is

Vafasamur boðskapur

Með allri virðingu fyrir þeim mæta manni Vilhjálmi Bjarnasyni, þá vil ég koma einu á framfæri.

Ég hef engum peningum hent út um gluggann.

Ég hef ekki tekið þátt í gróðærinu og búið til þetta ástand sem hefur sett þjóðina á höfuðið.

Ég og annað venjulegt fólk erum algjörlega blásaklaus af þessum stórglæp sem jaðrar við landráð.

Undirtitill boðskaps Vilhjálms er:

„Hvernig gat íslensk þjóð leiðst út í skuldir sem eru hærri en tölum tekur?“

Þessi spurning má eiga rétt á sér en hvað mig varðar þá heitir þetta að beina athyglinni annað en þar sem hún á að vera.

Að stjórnvöldum..

og græðgifurstunum.

Allt annað er rugl.


mbl.is Aldrei of blönk til að hugsa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Enda sé ég hvergi í þessari umfjöllun að hann sé að ásaka hinn almenna borgara um slíkt. Þvert á móti: "Að sögn Vilhjálms brugðust allir þegar kom að hruni stóru viðskiptabankanna þriggja, bæði stjórnendur, stjórnarmenn, innri endurskoðendur, Fjármálaeftirlitið og Seðlabanki Íslands svo einhverjir séu nefndir."

Hrönn Sigurðardóttir, 15.2.2009 kl. 17:06

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég er ekkert ósammála VB því sem hann segir í stórum dráttum en ég geri athugasemd við það sem ég bendi á í færslunni.

Jenný Anna Baldursdóttir, 15.2.2009 kl. 17:20

3 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Jenný, "við erum ekki þjóðin" manstu?

Sigrún Jónsdóttir, 15.2.2009 kl. 17:23

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Segðu Sigrún mín.  Bara alls ekki þjóðin.

Við erum ekkert annað en helvítis dráttarklárar sem borgum brúsann.

Jenný Anna Baldursdóttir, 15.2.2009 kl. 17:27

5 Smámynd: Ólöf de Bont

Við vitum að hinn íslenski almúgi átti ekki sök á hruninu, það voru þeir sem stýrðu, veittu ráðleggingar og eyddu almannaféi.

Ólöf de Bont, 15.2.2009 kl. 17:28

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Já! Er það ekki nákvæmlega það sem hann er að segja?

Hrönn Sigurðardóttir, 15.2.2009 kl. 17:57

7 identicon

Var Vilhjálmur ekki einn af þessum "fjárfestum" ?

Lítið heyrði ég frá honum á "fyrstu uppgangsárum" græðgisvæðingarinnar (á meðan loftbólan stækkaði). Það var ekki fyrr en "bólan fór að hjaðna" og menn komnir í alls konar "reddingar" (samb. FL-group o.fl. fyrirtæki) að á honum fór að kræla, enda séð fram á "minni hagnað". Að eigin sögn hafði hann fjárfest fyrir sig og sína í ýmsum fyritækjum. Vilhjálmur hlýtur að hafa verið "ánægður með hagnaðinn" af fjárfestingum sínum fyrstu árin, ég heyrði hann ekki gagnrýna á þeim árum. Hann hefur sennilega beðið of lengi með að "selja" eins og margir sem höfðu greinilega "tröllatrú" á "loftbólukenningunni" sem sprakk að lokum framan í þá. ;-)

Margir af þeim sem tóku þátt í þessari "græðgisvæðingu" sem kom þjóðinni að lokum í rúst "högnuðust vel á tímabili" en flest af þessu "venjulega fólki" fær það í hausinn með lækkandi eftirlaunum, hærri sköttum og fleira "góðgæti" og er örugglega ekki eins vel búið undir "kreppuna og fjárfestarnir ..... ;-)

Annars er margt ágætt sem Vilhjálmur segir, en hann er greinilega mjög "ósáttur" maður ;-)

Páll A. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 15.2.2009 kl. 18:13

8 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Jenný mín hver á þá þessa hauga af renblautum seðlum sem eru fyrir utan gluggann þinn?

Hættu að henda peningunum þínum út um gluggann..heyrirðu það?

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 15.2.2009 kl. 18:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 2987323

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 43
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband