Leita í fréttum mbl.is

Úthald - stærð og stífni

 frummaðurinn

Hvernig er hægt að komast eins langt frá vitrænni umræðu og mögulegt er?

Hvernig má gera laugardag í veikindum að jippói fyrir sjálfan sig heima í stofu?

Ég las auðvitað netmiðlana mér til skemmtunar og tímamorðs.

Á milli þess sem ég kúgaðist vegna ógleði af líffræðilegum toga svona til tilbreytingar.

Ég sagði við húsband þar sem hann sat og borðaði morgunmat:

Ég er alveg að æla!

Hann: Hvað varstu að lesa sem kom þér úr jafnvægi?

Ég: Arg, hvað er að þér, ég er með flensu, hita og ógleði, þetta er að ganga maður!

Hann; útúrkúl á því: Þér er nær að misnota svona "afsakið á meðan ég æli".

Ég skil við hann í bítið á mánudaginn, ekki spurning, hjartalausi mannfjandi!

En aftur að blaðaflakkinu.

Fjölnir fékk blóm fyrir hestabjörgun.

Hjá mér er hann maður vikunnar vegna þess að hann hefur náð hæðum í að koma sér á framfæri.  Enginn hrifnari af atvikinu en hann sjálfur.  Til hamingju Fjölnir.

En er ekki svolítið leim hjá kallinum að vera að tjá sig um hvað eldgömul kærasta segir um eigin kynorku?

Kommon, á maður að hlaupa til þegar fyrrverandi fara með úthald, stærð og stífni í viðtöl?

Mjög margir af mínum fyrrverandi hafa einmitt gert það.

Heilu viðtalsbálkarnir í heimspressunni um utanbókarkunnáttu þeirra í Kama Sútra fræðunum.

Ég steinheld alltaf kjafti - af því ég vill ekki vera að brjóta niður testósterónflipp manna.

Æi ég er að fokka í ykkur.

En Fjölnir var snöggur með hestana, það tók sig upp löngu dauð heilabylgja vegna kuldans í vatninu.

Og hann stökk á tækifærið.

Jájá, hann gerir sig sjálfur að skotmarki maðurinn.

Og ég nýti mér það til dundurs.


mbl.is Fjölnir segir Mel B líklega bara með alzheimer
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Við sem þekkjum hann persónulega vitum mun betur en fjölmiðlafárið gerir.

Þetta er yndislegur náungi, inn að beini.

Ragnheiður , 7.2.2009 kl. 16:42

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Mjög margir af þínum fyrrverandi.... hversu marga ertu eiginlega búin að eiga ?

Jónína Dúadóttir, 7.2.2009 kl. 16:44

3 identicon

Svo er hér einn góður.

Hvað gefur maður Tjéllingu á þínum aldri sem tekur á móti manni í bólinu með lappirnar út í loftið?

.... 9,5 fyrir þurrskreitingu!

(ef mér verður ekki slátrað núna)

Vignir (IP-tala skráð) 7.2.2009 kl. 17:14

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Vignir: Kommon, þú ert ekki í lagi mannandskoti og hefur aldrei verið við kvenmann kenndur.  Múha.

Ragna: Love u 2.

Jónína: Fjöldi verður ekki gefinn upp, það tekur fönnið úr dæminu.

Ragga: Eflaust rétt, hef ekkert á móti stráknum.

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.2.2009 kl. 17:20

5 identicon

Ekki verið við kenndan kvenmann, en það er þinn missir :)

En djókurinn var góður, óþarfi að glefsa í mann gerfitönnum þó maður hressi uppá kommentakerfið hjá þér. Alltaf skal yndisleiki manns og hjálpsemi misskiljast.

Vignir (IP-tala skráð) 7.2.2009 kl. 18:00

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Vignir: Aulinn þinn, bjóstu við að ég sendi þér blóm??

Strikum út þennan, bjóstu við að ég myndi senda þér konfekt?

Lem þig n.k. laugardag.

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.2.2009 kl. 18:13

7 identicon

Konfektið þitt lyktar eins og skemmt sushy.

Hví laugardag? Muntu fara víða á djamminu þá?

Vignir (IP-tala skráð) 7.2.2009 kl. 18:20

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Vignir: Við sjáum til.

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.2.2009 kl. 20:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.11.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 2986831

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband