Leita í fréttum mbl.is

Hormónar og pólitík

 v

Það er fyrir svo löngu kominn tími á nýjan og betri hugsunarhátt í öllu kerfinu á Íslandi eins og það leggur sig.

Karhormónisminn á fyrir löngu að vera búinn að syngja sitt síðasta tón, digrum rómi.

Stundum er eins og allt gangi út á eilífar pisskeppnir, hver hefur lengstu bununa?

Hvað er það með suma karlmenn og keppnir?

Ég fagna því að núna eru konur jafnmargar körlum í ríkisstjórn Ísland.

En fyrst og fremst vona ég að þær ástundi nýja stjórnarhætti, noti nýjar aðferðir og skoði hlutina út frá fleiri sjónarmiðum en áður hefur verið gert.

Karlarnir líka.

Jakkafatapólitík á að heyra sögunni til, hún hefur gengið af sjálfri sér dauðri.

Vinavæðingin, flokkagreiðar, pólitískar ráðningar, og annar klíkuskapur á ekkert erindi við Nýja Ísland.

Til hamingju Ísland segi ég bara og áfram svona.

Við erum bara í startholunum.

Til að fyrirbyggja of háan blóðþrýsting sumra þá hafa karlæg og kvenlæg hugtök ekki með persónur að gera heldur hugsunarhátt og aðferðir.


mbl.is Öld testósterónsins lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

jupp skiptum út testósteróni fyrir "fyrirtíðarspennu" :)  mikið betra

Óskar Þorkelsson, 7.2.2009 kl. 17:27

2 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Mæðraveldi í stað feðraveldi...af hverju ekki að reyna?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 7.2.2009 kl. 22:57

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég get tekið undir þetta. Greddan í karlpeningnum bæði á Alþingi og í viðskiptalífinu er búin að koma þjóðinni á vonarvöl. Og er þá ekki venjan að þið konurnar þrífið upp eftir veisluna á meðan við karlarnir sofum úr okkur ölvímuna og byggjum upp hormónabúskapinn á ný?

Mig minnir það!

Árni Gunnarsson, 8.2.2009 kl. 00:35

4 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Jams - sagt er að konur hugsi frekar út fyrir kassann meðan karlar hamast innaní honum.  Konur vilji breyta og bæta meðan karlar vilji halda öllu í sama farinu (því sem virkaði í den). Konur sjái um búskapinn á hagkvæman hátt meðan karlar hugsi um skjótfenginn gróða. Konur hugsi fram í tímann og séu frekar áhættufælnar meðan karlar hugsi í núinu og stökkvi á agnið.

Svo er bara að sjá hvort þetta séu þjóðsagnir eða staðreyndir.......

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 8.2.2009 kl. 01:12

5 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Lifi fyrirtíðaspennan og búsáhöldin!

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 8.2.2009 kl. 01:13

6 Smámynd: Óskar Þorkelsson

gredda ?? nei þetta  var sko getuleysi eins og árangurinn hefur sýnt ;) 

Óskar Þorkelsson, 8.2.2009 kl. 01:42

7 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Ég þekki stelpu sem gat pissað lengra en flestir strákar.

Smá handavinna og þekking á því hvernig leiðslur liggja, ná langt og þá meina ég laaangt.

Sorry elsku dúllan mín EN ég bara mátti til

mibbó

Bjarni Kjartansson, 8.2.2009 kl. 01:52

8 Smámynd: Jón Arnar

vel mælt/skráð

Jón Arnar, 8.2.2009 kl. 01:54

9 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Sammála við þurfum að fara í mjúku viðhorfin. Vernda fjölskyldurnar.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 8.2.2009 kl. 03:05

10 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Vel mælt...tek undir þetta allt með þér....

Bergljót Hreinsdóttir, 8.2.2009 kl. 03:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 2985744

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband