Leita í fréttum mbl.is

Slítum stjórnmálasambandi

Enn erum við að bjóða útlendingum upp á skemmtiatriði.

Nú í boði Seðlabankastjóra sem hunsuðu bréf forsætisráðherra þar til í dag að tveir þeirra lufsuðust til að svara.

Eiríkur og Ingimundur sendu forsætisráðherra, yfirmanni sínum bréf í dag.

Heimildir herma að amk. annar bankastjóranna hafi sagt í bréfinu að hann ætlaði sér að mæta á mánudaginn.

Hvað sem óskum forsætisráðherra íslensku þjóðarinnar líður.

Konungurinn á Seðlabankahóli svarar engu, hefur amk. ekki gert enn..

Hans hátign Davíð Oddson mun sennilega hvorki svara né fara.

Það er bara eitt að gera gagnvart þessu ríki á hólnum sem virðist vera til algjörlega á eigin forsendum.

Við slítum stjórnmálasambandi við Seðlabankann.

Einfalt mál.


mbl.is Eiríkur og Ingimundur hafa svarað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Já þarna komstu með það, slítum stjórnmálasambandi við Seðlabankahól og gröfum djúpan skurð í kringum ríkið. Þar má setja allskonar skrímsli og vopnaða verði svo Seðlabankahólsíbúar komist ekki lönd né strönd. En það verður að fá almennilegan gröfumann svo allir kaplar fari örugglega í sundur.

Ragnheiður , 6.2.2009 kl. 20:35

2 identicon

Sæl Jenný.

Að slíta sTJÓRNMÁLASAMBANDI,ÞAR ER KANNSKI LAUSNIN.

þETTA ER ÓTRÚLEGT.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 20:36

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

góð hugmynd.........

Hrönn Sigurðardóttir, 6.2.2009 kl. 21:30

4 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Mér líst vel á hugmynd mömmu hans Himma, gröfum skurð í kringum kastalann og látum svo "skríilinn" draga vindubrúna upp OKKAR MEGIN!

Ingibjörg Hinriksdóttir, 6.2.2009 kl. 22:23

5 Smámynd: Auður Proppé

Davíð vill sýna að hann stjórnar ennþá, hlustar ekkert á eitt stykki forsætisráðherra  Ætli hann fljúgi ekki yfir skurðinn líka.

Auður Proppé, 6.2.2009 kl. 23:29

6 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ferlega góð hugmynd  Þú er snillingur

Sigrún Jónsdóttir, 6.2.2009 kl. 23:29

7 identicon

Ertu ekki sjálf að bjóða upp á ágætis skemmtiatriði með svona þvælu?

Held að útlendingar myndu fyrst hlægja ef þeir myndu lesa svona vitleysu eins og þú ert að setja fram. Enginn sem vill láta taka sig alvarlega segir svona vitleysu. Af hverju er þessi heift út í seðlabankann. Var það hann sem fór á hausinn? Voru það ekki allir hinir bankarnir, sem voru að spreða og sukka um allan heim og sigldu með eigur almennings í strand?

Af hverju ættu þessir tveir seðlabankastjórar ekki að mæta á mánudag? Þeir væru ekki að gera það sem til þeirra er ætlast ef þeir mættu ekki. Var ekki gerður sjö ára samningur við þessa ágætu menn? Skrifaði ekki fólk á borð við Ingibjörgu Sólrúnu upp á ráðningarsamning við þessa náunga? Af hverju ættu þeir að skrópa í vinnuna?

Hvað nákvæmlega hafa þessir menn gert af sér? Nú hefur það komið fram loksins, að t.d. Davíð Oddsson hefur ítrekað varað við að þetta bankahrun gæti gerst ef stjórnvöld myndu ekkert aðhafast. Af hverju hlustaði samfylking ekki? Var hún of andskoti politísk að geta ekki hlustað á góð ráð, af því þau komu frá Davíð Oddssyni? Skiptir það einhverju máli?

Talandi um að það eigi að ráða fagmenn í Seðlabankann. Tveir seðlabankastjóranna eru hagfræðingar að mennt, og einn lögfræðingur. Er það ekki nógu faglegt? Hvað vilja menn meira? Geimfara þarna í þennan blessaða seðlabanka?

Koma svo, ekki lepja upp ruglið úr þessum  dagblöðumsem eru meðal annars mönnuð gömlum uppgjafa skipstjórum, sem eru varla skrifandi, geta helst aldrei sagt eitt orð satt eða rétt.

Það fer að koma tími á að fólk þurfi að leita sér réttra upplýsinga um málin eins og þau eru, en ekki eins og einhverjir slappir samfylkingarmenn vilja að þau séu. Jóhanna Sigurðardóttir veit ekkert í sinn haus þegar kemur að efnahagsmálum. Hún skrópaði á fundi í síðustu ríkisstjórn þegar átti að fara að spara. Fer henni kannski ekki?

joi (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 23:48

8 Smámynd: Karl Tómasson

Nú er bara að skipta um sílendir. Eða er það ekki rétta nafnið á læsingum? Jóga á ekki að hika við það.

Þvílíkt virðingarleysi er þetta hjá Dabba.

Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Mosó.

Karl Tómasson, 6.2.2009 kl. 23:51

9 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Kallinn hefur alltaf gert það sem hann vill, og aldrei það sem honum er sagt. Það þarf bara að senda hreingerningateymi með aceton (fyrir límið á stólsetunni) og kúbein til að fjarlægja meinið.

Guðmundur Ásgeirsson, 7.2.2009 kl. 00:04

10 Smámynd:

Þarna kemur lausnin. Og til viðbótar skiptum við um lás á seðlabankanum þegar þeir fara næst heim til sín

, 7.2.2009 kl. 00:26

11 identicon

Jói það sem þú segir er rangt varðandi seðlabankann til þess að segja alveg um staðreynd um seðlabankann þá skal ég vitna í lög. ,,Lög um seðlabanka Íslands 14grein: Seðlabanki Íslands annast hvers konar bankaþjónustu fyrir ríkissjóð aðra en lánafyrirgreiðslu, sbr. 16. gr. Innstæður ríkissjóðs skulu varðveittar á reikningum í Seðlabankanum nema sérstakar aðstæður gefi tilefni til annars. 16grein: Seðlabanka Íslands er óheimilt að veita ríkissjóði, sveitarfélögum og ríkisstofnunum öðrum en lánastofnunum lán.´´ Samanber þessu þá ætti seðlabankinn að segja af sér því að hann kom fjármálum banknanna einkavæddu sem nú er í ríkiseign og ríkissjóð í hyldýpið. Einnig vil ég nefna það að þegar lög um seðlabanka Íslands voru samin þá var Davíð seðlabankastjóri og geri ég sterklega ráð fyrir því að hann hafi breytt eitthvað lögum um seðlabanknanum sem hentaði honum árið 2001. Svo vil ég líka að segja að þessir bankamenn sem komu landinu á hausinn gátu það vegna lagabreytinga sem teljast til þess fallinn að hægt sé að svindla á lánakerfinu og þar með að hlutafélag á möguleika á komast undan öllu sem við kemur peningum til einstaklings sökum ömurlegra gæða í lögum um seðlabankann og hlutafé á almennum markaði.

http://www.sedlabanki.is/?PageID=39

Elli (IP-tala skráð) 7.2.2009 kl. 00:42

12 identicon

*Einnig vil ég nefna það að þegar lög um seðlabanka Íslands voru samin þá var Davíð forsætisráðherra* lagfæring

Elli (IP-tala skráð) 7.2.2009 kl. 01:40

13 Smámynd: Gísli Reynisson

þeir hafa náttúrulega svo helv... góð laun að þeir meiga ekkert við því að hætta.

www.aflafrettir.com

Gísli Reynisson, 7.2.2009 kl. 02:35

14 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Úúú á Dabba!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 7.2.2009 kl. 04:25

15 Smámynd: Einar Indriðason

Beita Dabba-meðölum á Dabba.  Leggja seðlabankann niður.  Málið leyst.  Bíða svo yfir helgi, og stofna nýjan seðlabanka, með nýju fólki.

Einar Indriðason, 7.2.2009 kl. 10:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 2986832

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband