Leita í fréttum mbl.is

Gamla Ísland lifir góðu lífi hjá Toyota

Gamla Ísland er á fullu blasti hjá Toyota umboðinu.

Þú skalt ekki hugsa, ekki gagnrýna og ekki hafa skoðun.

Þú skalt ekki blogga um hluti sem liggja þér á hjarta ef þeir snerta vinnuna þína.

Toyota umboðið vill hjakka áfram í sama gamla farinu.

Forstjórinn skal hafinn yfir gagnrýni og það sem mest er um vert, hann skal ekki deila kjörum með starfsmönnum sínum.

Iss, ekkert ganga á undan með góðu fordæmi, það er ekki nógu 2007.

Ég legg þessa hegðun í dóm Toyota eiganda.

Eru þeir æstir í að skipta við fyriræki sem sýnir svona kemur fram?

P.s. Reyndar hafði ég ekki tekið eftir þessari bloggfærslu, efast um að ég hefði séð hana, það er bloggað svo mikið.

En með brottrekstri starfsmannsins vöktu Toyotamenn almennilega athygli á þessu ljóta máli og kann ég þeim alveg sérstakar þakkir fyrir.

Halldóri Kristni Björnssyni óska ég velfarnaðar og ég vona af öllu hjarta að hann fái vinnu fljótlega - hjá fyrirtæki sem virðir tjáningarfrelsið.


mbl.is Bloggari rekinn fyrir skrif
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Jante loven í fullu gildi, ekki satt?!? Viðkvæmar tær finnast víða, Jenný, og stundum er blá hönd á hinum endanum og stundum rauð-græn, sannaðu til!

Flosi Kristjánsson, 5.2.2009 kl. 12:47

2 Smámynd: Sigurður Hrellir

Forstjóri: ulfar.steindorsson@toyota.is
Starfsmannastjóri: fanny.bjarnadottir@toyota.is
Aðaleigandi: magnus.kristinsson@toyota.is

Sigurður Hrellir, 5.2.2009 kl. 12:58

3 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Hef aldrei átt Toyota-bíl og mun örugglega eignast hann úr þessu. Þvílík framkoma við starfsmann.

Helga Magnúsdóttir, 5.2.2009 kl. 13:05

4 identicon

Svona mann, þ.e. áræðinn, með ríka réttlætiskennd á að ráða til starfa við að rannsaka bankahrunið, örugglega hægt að nota hann þar

Guðmundur Helgason (IP-tala skráð) 5.2.2009 kl. 13:16

5 Smámynd: Heidi Strand

Tek undir hvert einasta orð í færslunni þinni Jenný.


Forstjórinn lifir kannski  enn í 2007 eða  2008.

Heidi Strand, 5.2.2009 kl. 13:28

6 identicon

Það er eitthvað svo ömurlegt við Toyotur líka. Hver kaupir sér Tojjara? Ja, kannski menn sem klæðast jakkafötum úr Dressman og konur sem velja bíla sem lýkjast þvottavélum.

Ef fyrirtæki notuðu passleg slogan í auglýsingum þá myndi Toyota auglýsa "Svífðu á vængjum meðalmennskunnar í Toyota"

Enda flýgur eigandinn um í þyrlu, og hún er sko ekki Toyota.

Vignir (IP-tala skráð) 5.2.2009 kl. 13:33

7 identicon

Þetta er nú til þess að ég endurnýja alls ekki Toyotuna mína, heldur sný mér að öðru og mannlegra umboði.

Stefán (IP-tala skráð) 5.2.2009 kl. 13:34

8 identicon

Óþverraskapur !

Aldrei Toyota .

Kristín (IP-tala skráð) 5.2.2009 kl. 13:34

9 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Ömurlega hallærislegt. Mæli með því að við sendum fjöldapóst á þetta lið

Heiða B. Heiðars, 5.2.2009 kl. 13:36

10 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 5.2.2009 kl. 14:14

11 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Jenný Þú ert hér með REKIN!

 Ég gef þér kost á að draga þessa færslu til baka, og þá verður þú endurráðin á helmingi lægri kjörum, send á námskeið hjá Marteini Mosdal þar sem þú munt verða heilaþvegin með "ríkisskoðuninni".

Ha hvað segirðu er 2009??? hmmm jæja þá .... haltu þá bara áfram að blogga.

En án gríns þá bara trúir maður varla að svona frétt geti verið sönn, svo fáránlegt er þetta.

Einar Örn Einarsson, 5.2.2009 kl. 14:31

12 Smámynd: Þorsteinn Gunnarsson

Er OYTOTA kannski réttnefnið?

Kv. Steini

Þorsteinn Gunnarsson, 5.2.2009 kl. 15:09

13 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

Þeir hafa skipt um slagorð.

Toyota, tákn um bræði.

Brjánn Guðjónsson, 5.2.2009 kl. 15:30

14 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Þetta er ljótt mál  Líklega óska flest fyrirtæki eftir ákveðinni fyrirtækjahollustu starfsmanna sinna, en það er nú ennþá tjáningarfrelsi í landinu. Ég er viss  um að þetta viðgengst á fleiri stöðum en hjá Toyota, þ.e. að undirfólk sé látið taka á sig kjaraskerðingar og niðurskurð á meðan topparnir sigla áfram á sínum hraða.

Lilja G. Bolladóttir, 5.2.2009 kl. 15:34

15 Smámynd: Björn Birgisson

Á ekki eigandi Toyota á Íslandi litla sæta þyrlu? Eins gott að blogga ekki um það!

Björn Birgisson, 5.2.2009 kl. 16:53

16 identicon

Þessi jákór hérna inni er grátlegur.  Toyota er félag í einkaeigu og getur þessvegna gert það sem það vill:  Ef að Toyota vill afhenda forstjóranum bíl ókeypis þá hefur almenningur eða starfsmenn ekkert um það að segja.  Þessi umræddi starfsmaður hefði betur haldið munni sínum lokuðum ef að hann hefði viljað halda starfi sínu því að það er af nógu af taka fyrir Toyota þegar að kemur af því að ráða nýtt fólk inn. 

Ekki vera að rífa niður fyrirtækin í landinu.  Sem betur fer er til fólk sem þorir að taka áhættuna og skapa sér eigin vinnu í staðinn fyririr að vera hneppt í þrældóm launþegans.  Því miður er ég einn slíkur í dag en lít með aðdáun á menn sem að geta skapað sér aur með einkaframtakinu

Sigurdur (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 00:30

17 Smámynd: Björn Birgisson

Sigurður! Ég ætla að gefa Þroskahjálp allar tómu dósirnar mínar. Það kemur þér áreiðanlega vel.

Björn Birgisson, 6.2.2009 kl. 01:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.11.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 2986831

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.