Leita í fréttum mbl.is

Í bullandi meirihluta

Ef það kæmi skoðanakönnun í dag um ofboðslega fylgisaukningu Sjálfstæðisflokksins þá myndi ég hefja mótmælaaðgerðir við húsnæði Capacent og vera þess fullviss um að það væru allir á blindafylleríi þar innan dyra.

Auðvitað treysti ég þeim, ég er bara að segja EF.

Stundum er ég algjörlega úr takt við þjóðarviljann svo ég átti ekki að verða hissa á því að meirihluti þjóðarinnar er hlynntur hvalveiðum, en ég ætla ekki að draga dul á að mér finnst það ógeðslega fúlt.

Hvað er að ykkur addna? (Ein dálítið tapsár - jájá).

En svona hefur líf mitt oftast verið.

Flokkarnir sem ég hef kosið hafa oftast verið í stjórnarandstöðu.

Málin sem ég hef stutt hafa oftast ekki náð fram að ganga.

Vitið þið hvað þetta gerir manni?

Maður verður hreinlega andfélagslegur - eða gæti orðið ef ég væri ekki svona vel af guði gerð.

Ég var að hugsa um það áðan þegar ég sá þessa asnalegu könnun (hohoho) að það væri nú gaman að vera í meirihluta til tilbreytingar.

En þá mundi ég allt í einu (og mikið gladdi það mig) að þessa dagana er ég í pjúra meirihluta.

Og honum ekki lítið frábærum.

Ég er mótmælandi, ég kýs ekki Sjálfstæðisflokkinn, ég vill Davíð burt og ég vill róttækar breytingar á stjórnarskrá og öllum samfélagsgrunninum eins og hann leggur sig.

Halló, ekki leiðinlegt að vera ég akkúrat núna.

Enda kominn friggings tími til.

Jabb og ég segi það satt.


mbl.is Meirihluti fylgjandi hvalveiðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Depill

Þeir sem kjósa hvaða flokk sem er "ekki" eru alltaf í meirihluta á Íslandi, það er enginn flokkur með meirihluta. Og svo með mótmæli þín við Gallup

 http://www.ruv.is/heim/frettir/stort/frett/store64/item248887/

 "Sjálfstæðisflokkurinn eykur fylgi sitt um 7 prósentustig í janúar en flokkurinn mældist með 23 prósent fyrstu vikurnar en rúmt 31 prósent í lok mánaðar"

 "Sjálfstæðisflokkurinn eykur fylgi sitt um 7 prósentustig í janúar en flokkurinn mældist með 23 prósent fyrstu vikurnar en rúmt 31 prósent í lok mánaðar"

Það er fljótt að breytast :) ( ég er b.t.w einn af 31% )

Depill, 3.2.2009 kl. 15:38

2 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Hmmm. Gott að þú ert kát mín kæra. En hvalveiðar eigum við að stunda. Það er vistvænt og hagkvæmt og eðliegur atvinnuvegur hjá eyþjóð sem er ekkert annað en veiðimannasamfélag og bændasamfélag. Nema að þú viljir frekar álið???

Hef stundað hvort tveggja hvalveiðar og hvalaskoðun.

þetta getur farið vel saman eins og í Noregi. Veiðar á langreyði fara fram á djúpslóð, meira en 100 sjómílur frá hvalaskoðunarsvæðum.

Hrefnuveiðar ættu að fara fram utan Faxaflóa, Skjálfanda og Eyjafjarðar. Þar ætti að ná sátt um griðarsvæði hvala.

Hnúfubakurinn verður tæpast veiddur í náinni framtíð trúi ég.

Einar Örn Einarsson, 3.2.2009 kl. 15:59

3 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Þetta er vanhugsuð þjóðremba sem þessar niðurstöður sýna fyrst og fremst. Hugsanlegt er að skoða hvalveiðar ef; a) Staðfest er að hægt sé að selja afurðirnar. Það er ekki nóg að Kristján Loftsson segi að hægt sé að selja b) Að eingöngu séu veiddar tegundir sem að alþjóðasamfélagið er sannfært um að séu ekki í útrýmingarhættu c) Veiðiheimildirnar verði settar á uppboð sem tryggi mannréttindi, það er jafnan rétt til veiða úr sameiginlegri auðlynd og opnar á möguleika verndunarsinna að kaupa veiðiheimildir.

Þetta er ekki einkamál eins hvalfangara, ráðherra eða flokks.

http://www.gbo.blog.is/blog/gbo/entry/792498/

Gunnlaugur B Ólafsson, 3.2.2009 kl. 15:59

4 Smámynd: Stefán Gunnlaugsson

A) það er hægt að selja afurðirnar, það var gert árið 2008

B) þessi tveir stofnar sem heimild var gefin út á eru stórlega vannýttir

C) Allir þeir sem hafa búnað og þekkingu geta veitt hvali, ef þú hefur það ekki, vertu þér þá út um slíkt.

D) Veri'ði ekki með þetta skítkast í 70% þjóðarinnar, þetta heitir lýðræði.

Stefán Gunnlaugsson, 3.2.2009 kl. 16:25

5 identicon

Hvað er það nákvæmlega við hvalveiðar sem þú ert á móti Jenný? Eitt er víst að nóg er af þeim og ekki eru þeir lengur (ef þeir hafa þá nokkurn tíma verið) í útrýmingarhættu. Þetta eru vistvænar veiðar sem skilar atvinnu (ekki veitir af).

Þórður Möller (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 16:44

6 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Maður fær martröð ef meirihluti þjóðarinnar fer aftur að sleikja afturendann á sjálfstæðismönnum.

Helga Magnúsdóttir, 3.2.2009 kl. 19:26

7 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Kveðja til þín, þótt ég viti að þú sért ekki heima. Vona að þér verði ekki kalt í mótmælastöðunni við húsnæði Capacent ... Jamm, Sjálfstæðisflokkurinn mældist stærstur skv. fréttum Stöðvar 2 áðan.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 3.2.2009 kl. 19:43

8 Smámynd: Flosi Kristjánsson

... það er vont, en það venst, Jenný!

Flosi Kristjánsson, 3.2.2009 kl. 19:54

9 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Þinn tími er kominn !

Jónína Dúadóttir, 3.2.2009 kl. 19:59

10 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Jenný viltu steinhætta að vera með svona hryllilegar getgátur..veistu ekki kraft þinn kona?

Sjáðu bara...samkvæmt fréttum mælist nú sjálfstæðisflokkurinn með meira fylgi en nokkur annar!!!! Ég bara trúi ekki mínum eigin augum eða eyrum...er þessari þjóð ekki viðbjargandi...argandi...andi??

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 3.2.2009 kl. 20:59

11 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég held Katrín, að þetta hafi eitthvað að gera með vorkunnsemi.... að svona margir vorkenni aumingja sjálfstæðisflokknum, sem var að gera ALLT sem í þeirra valdi stóð til að bjarga sjálfum sér..... svona má náttúrlega ekki segja.... því þeir voru að bjarga Þjóðinni!

Hrönn Sigurðardóttir, 3.2.2009 kl. 21:11

12 Smámynd: Himmalingur

Heyr, heyr og ekki orð um það meira. Eitthvað mikið að í þessum könnunum, eða er kannski eitthvað mikið að hjá okkur hinum?

Kveðja á þig Jenný mín!!

Himmalingur, 3.2.2009 kl. 21:30

13 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ekki nema helmingur af úrtaki tóku þátt krakkar mínir.

Óákveðnir voru fjörtíu prósent.  Það er stærsti flokkurinn.

Frusssss

Auðvitað er ég ekki uppi í Capacent Gurrí mín, nananabúbú, stöð 2 létu gera fyrir sig þessa könnun og skrifa sig fyrir henni.

Ég er stikkfrí enda eins gott það er ógeðslega kalt úti.

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.2.2009 kl. 21:41

14 identicon

Ég er bara býsna glöð með þetta allt saman   Vil endilega veiða hval - bara rétt eins og rjúpu, lax, hreindýr og allan þann villipakka. Þetta svamlar hér í sjónum í massavís og gerir ekkert gott  - étur fisk!

Svo er ég líka glöð með skoðanakönnunina! Ég er nefnilega ein af þessum gargandi vitlausu sem kýs Sjálfstæðisflokkinn og þessu hafði ég ekki reiknað með og geri það nú svo sem ekki enn.   Við erum nú ekki alveg veruleikafirrt þó við merkjum x við D!  Hollt fyrir flokkinn að þurfa í smá naflaskoðun og endurnýjun.

Soffía (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 21:48

15 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Sæl. Það var einmitt ákvörðun Alþingis með atkvæðagreiðslu þar um fyrir nokkrum árum síðan að sjávarútvegsráðherra ákvað að leyfa hvalveiðar í atvinnuskyni á ný fyrir þremur árum og svo aftur nú. Vilji Alþingis er að leyfa skuli hvalveiðar í atvinnuskyni. Það hefur ekki verið afturkallað. Sjálfstæðisflokkur, framsókn og hluti Samfylkingar mun greiða því atkvæði ef út í það færi.

Sjávarútvegsráðherra er með þessu að fara að yfirlýstum vilja ALþingis, enda Alþingi sem ræður þessu.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 4.2.2009 kl. 11:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 2986898

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband