Mánudagur, 2. febrúar 2009
Konungsríkisvonabíisminn
Mér hefur alltaf fundist tilgerðar- og rembulegt fyrir íslenska þjóð að vera með forseta.
(Reyndar bakkaði ég með þetta á meðan Vigdís var í embætti. En Vigdís mætti vera æviráðin sem talsmaður okkar, konan slær alls staðar í gegn, enda frábær).
Samt heldur það ekkert fyrir mér vöku, þetta með forsetann, fyrir mér er þetta svona hégómi sem mætti alveg missa sig.
Það sem fer hins vegar illa í taugarnar á mér er áhengingarstarf forseta. Það sem svoleiðis blikkdrasls afhendingarseremóníur geta lagst á viðkvæmt taugakerfi mitt er með hreinum ólíkindum.
Ef ég væri einhver annar en ég er, t.d. vinur minn, þá myndi ég ráðleggja þeim sama að leita sér hjálpar hið snarasta.
Það er einhvers konar konungsríkisvonabíismi sem þjáir stundum þessa þjóð og forsetinn uppfyllir þessa kröfu okkar (ykkar).
Ég man þegar ég norpaði út við Melaskóla 7 ára gömul, til að sjá Noregskonung eða þann sænska, man það ekki en kóngur var það.
Hefði betur sleppt því, stóð með íslenska fánann, í hnésokkum og kápu alveg að drepast úr kulda og kóngurinn reyndist vera venjulegur maður í jakkafötum.
Engin kóróna, engar orður, engir gylltir borðar.
Gott ef hann var ekki hattlaus.
Þá held ég að ég hafi orðið andkonungssinni og seremóníuhatari.
En að henni Dorrit.
Ég skil ekki hvað fólk er að pirra sig á þessari krúttlegu konu.
Hún er glaðsinna og áfram um að tala máli okkar.
En allt í einu má það ekki vegna þess að fólk er fúlt út í karlinn hennar.
Skilja á milli hérna.
Maður - kona tveir óskyldar einingar sem eru og verða það að eilífu amen.
Muna það!
Áfram Dorrit.
Dorrit: Ísland verði svalari útgáfa af Dubai | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Fjölmiðlar, Lífstíll, Menning og listir | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 1
- Sl. sólarhring: 12
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 2987256
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Já áfram Dorrit......
Res (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 17:23
Áfram Dorrit! Mér finnst alveg frábær hugmynd hennar um listaverkageymslur fyrir margbilljóntrilljónera, svo þeir geti geymt listaverkasafnið sitt hér, í öllum þessum ónýttu skotheldu byggingum á gamla Beisinum á Miðnesheiði. - Geggjuð hugmynd sem ég vona svo sannarlega að fari strax í vinnslu og framkvæmd. - Þetta mun skapa allmörg störf. - Og skapa slatta af störfum í kringum alla starfsemina sem þarf að vera í kringum svona svæði. -
Og svo mun það auka áhuga fólks á að koma og skoða sýningar á þessum verkum þá, og þegar, þær eru sýndar. - Sem getur verið allan ársins hring. - Og öll störfin sem skapast í kringum það, og svona mætti engi telja. -
Eins eru hugmyndir hennar um heilsulindir, hringinn í kringum landið spennandi.- Hún er eldklár Forsetafrúin okkar, það verður ekki frá henni tekið. - Hún er ekki bara sjarmerandi, falleg, glaðlynd og uppátektarsöm. Hún er líka gáfuð kona.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 2.2.2009 kl. 17:38
Dorrit er skemmtilegur oghugmyndaríkur fulltrúi landsins og dugleg að tala okkar máli. Alveg óþarfi að hnútukastast eitthvað út í hana.
, 2.2.2009 kl. 17:43
Eitt enn!!! Það hefur sýnt sig að það er nauðsynlegt í lýðræðisríki að hafa einhvern í forsvari fyrir "lýðinn", einhvern sem þjóðin getur treyst, til að vera málssvara sinn á erfiðum tímum, og á ögurstundum, sem upp getur komið.
T.d. þegar óstjórn er í landsmálunum eins og verið hefur, hér vel á annan áratug. - Ef að Forsetinn hefði ekki staðið vörð um lýðræðið með því að svara þegar þjóðin nýtti sér málskotsréttinn hér um árið, með því að áfrýja máli sínu til Forsetans, hefðum við verið verr sett nú, en við erum, og er þó varla á vont ástand bætandi..
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 2.2.2009 kl. 17:50
Lilja Guðrún: Þarna ertu með punkt. When you´r right you´r right.
Dagný: Sammála.
Jenný Anna Baldursdóttir, 2.2.2009 kl. 18:08
æ hún er bara yndisleg og meinar alltaf vel.
María Guðmundsdóttir, 2.2.2009 kl. 18:15
Já.... ég hef nú ekki verið þekkt fyrir að vera eldheitur aðdáandi Dorritar - en hún fær prik þarna hjá mér! Enda hef ég rétt til að skipta um skoðun jafnoft og ég skipti um eiginmenn
Hrönn Sigurðardóttir, 2.2.2009 kl. 19:17
....eða væri meira við hæfi þessa daga að segja jafnoft og ég skipti um yfirmenn
Hrönn Sigurðardóttir, 2.2.2009 kl. 19:18
já það er ekki hægt annað en þykja vænt um Dorrit!
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 2.2.2009 kl. 19:19
allt er gott á meðan kona gerir það... svona les ég þig stundum Jenní
Óskar Þorkelsson, 2.2.2009 kl. 20:21
Þú meinar Jenný að þau gætu þess vegna skipt um hlutverk ÓRG og hún.....? Hún er ekki Íslendingur en hún leggur sig 100% fram við að þóknast vorri þjóð og hjálpa til. Hennar sýn er bara kannski meira "erlendis" en við erum vön. Svona almennt. Mér finnst þessi hugmynd hennar ævintýralega flott. Enginn Íslendingur hefur svona hugmyndaflug. Og nýta úr sér gengin flugskýli, brilljant.
Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 21:25
Ætlar virkilega enginn í 'hallazkúlakórnum' að benda á hvað þezzi færzla var nú hrikalega aumlega þverzagnarkennd ?
Steingrímur Helgason, 2.2.2009 kl. 21:46
snilldarfyrirsögn
halkatla, 2.2.2009 kl. 22:04
Dorrit er vitanlega alveg frábær í alla staði. Og þau hjón reyndar bæði, stórglæsileg, vel gefin og eru miklu meira virt um allan heim en við gerum okkur grein fyrir.
Helga Magnúsdóttir, 2.2.2009 kl. 22:18
Óskar: Þetta er alrangt ályktað hjá þér en mér finnst Dorrit oft fá ósanngjarna umfjöllun, hún er svolítið öðruvísi en aðrar og fyrri forstetafrýr, en það breytir því ekki að hún á það sem hún á.
Zteini: Bíddu vaknaðir þú í morgun og ákvaðst að þetta yrði bjöggumjennýdjöfulsdagur? Hehe,
Hvaða, hvaða, smá þversagnir eru bara hollar.
Þið öll. Loveu
Jenný Anna Baldursdóttir, 2.2.2009 kl. 22:48
nei sjáðu til Jenný.. ég les þetta oft út úr skrifum þínum :) allt er gott ef kona gerir hlutinn ! hafði ekkert með Dorrit að gera enda finnst mér hún frábær.
Óskar Þorkelsson, 2.2.2009 kl. 23:18
....en Óskar! Það er líka yfirleitt allt gott sem konur gera ;)
Hrönn Sigurðardóttir, 3.2.2009 kl. 09:44
Hehe, já konur eru einfaldlega betri til allra verka. DJÓK!
Jenný Anna Baldursdóttir, 3.2.2009 kl. 15:27
Þeir segja það hér í Koninkrijk der Nederlanden að þegar helgislepjan fer að sliga fólk, sé gott að muna að drottningin kúkar líka. Eða var það prumpar? Skittirikki.
Líst vel á hugmyndir Dorrits. Sumar. Líst illa á öreyga með hor í nös skjóta hugmyndir hennar í kaf aþþí þeir eru fúlir út í eiginmanninn.
Villi Asgeirsson, 7.2.2009 kl. 16:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.