Leita í fréttum mbl.is

Agú í boðinu

Mikið er ég þakklát fyrir að hafa fengið eitt barn í einu þrisvar sinnum í staðinn fyrir þrjú einu sinni.

Ég sver það, fleiri en eitt í einu með töluverðu millibili voru meira en nóg.

Sko, ekki vera með neinn æsing en ég er ekki ein af þessum konum sem ákvað að fara á eigin afli án hjálparefna í fæðingu og nei mér fannst aldrei tertubiti að eignast börn.

Mér fannst það helvíti vont og ég man það ennþá.

Ég er forstokkuð ég veit það en svoleiðis er það bara.

Sendi ákveðnum fæðingalækni fingurinn héðan, sko þessum sem sagði við mig þegar ég var að liðast í sundur í fjóra hluta fyrir framan hann;

Svona kona, slakaðu á þetta er ekkert vont!

Hann vissi það enda með margar fæðingar að baki eins og karlmenn yfirleitt.

En mikið rosalega vorkenni ég konunni sem eignaðist átta börn á bretti.

Reyndar vorkenni ég börnunum hennar meira og líka þeim sex sem fyrir voru.

Hvaða ábyrgðarleysi er það að hrúga svona mörgum börnum í heiminn?

Hvernig eiga foreldrarnir að sinna andlegum þörfum allra þessara barna svo vel sé?

Annars eru fréttir af þessu í dúllustíl.  Svo dætt að eignast átta stykki - agú.

Já krúttlegt fyrir alla nema starfsmenn á plani.

Svo segir móðir móðurinnar að hún sé með börn á heilanum.

Nákvæmlega.

Þegar þið farið í berjamó og týnið eins og brjálæðingar ákveðin dagpart þá vitið hvað þið sjáið þegar þið lokið augunum.

Jabb, ber, ber, ber.

Það er nákvæmlega það sem ég meina.

Annars er ég að fokkast í blogginu bara að gamni mínu, valdi það fram fyrir uppvaskið.  Tjuss.

Annars góð.

Agú.


mbl.is Áttburamóðir með börn á heilanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Börn eru besta fólk en allt er gott í hófi.

Fatta ekki alveg nýju litasamsetninguna hjá þér. Handahóf eða ástæða?

Lára Hanna Einarsdóttir, 31.1.2009 kl. 20:17

2 Smámynd:

Mér tókst nú að klikkja út með tveimur á einu bretti og þótti nóg um. Get ekki ímyndað mér að konan komi til með að geta annast öll þessi börn svo vel sé - sérstaklega ef hún er ein um þau. Klikkað fólk þessir kanar.

, 31.1.2009 kl. 20:39

3 Smámynd: Huld S. Ringsted

Allt er jú gott í hófi!! börn eru yndisleg en þetta er nú fullmikið hjá aumingjans konunni

Huld S. Ringsted, 31.1.2009 kl. 20:41

4 Smámynd: hilmar  jónsson

Liturinn já, gengin í Framsókn ?

hilmar jónsson, 31.1.2009 kl. 20:47

5 identicon

Ég veit mér verður slátrað fyrir þetta.... enginn mun hafa húmor fyrir þessu og ég verð hataður árum saman.... en stundum ræð ég ekki við mig...

..Ágúst Magnúson fékk líka eitt barn þrisvar sinnum, það kemur fram í dómsskjölum!

Vignir (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 20:49

6 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Æ Jenný takk fyrir að gleyma uppvaskinu smá stund.  Það er ekki margt sem gleður skemmtanavitund manns þessa daga.  Takk fyrir mín kæra.

Ía Jóhannsdóttir, 31.1.2009 kl. 21:25

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

LH: Var að skella þessu inn í dag til að flýta fyrir bráðabirgðastjórn og græni liturinn hefur EKKERT með Framsókn að gera.

Er bara að undirstrika löngun mína til að þeir sem halda um tauma fram að kosningum hafi umhverfismál í öndvegi og manneskjulega pólitík.

Hilmar: ARG Framsókn er með horgrænan lit.

Ía: Takk.

Dagný: Þú ert góð.

Huld: Ég vorkenni börnunum.

Vignir:Ég elti þig uppi og drep þig.

Jenný Anna Baldursdóttir, 31.1.2009 kl. 21:39

8 identicon

Kellingar eins og þú hlaupa ekki, þær hökta. Ótti minn er ekki átakanlegur.

En djókurinn var góðour, komm on!

Vignir (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 21:42

9 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Börn eru yndisleg en mér finnst ekkrt krúttlegt við að eignast átta börn á einu bretti og eiga svo sex fyrir... vesalings börnin segi ég nú bara.

Jónína Dúadóttir, 31.1.2009 kl. 22:01

10 Smámynd: Hlédís

Þrjú með góðu millibili - fullur kvóti - fínt og nóg,

Karlinn sem fræddi fæðandi konu um að þetta væri ekki vont, minnir mig á skynsemina í eldgömlu reglunum um sængurkvennafræðslu. Þær sem lærðu ljósmóður-fræði urðu þá að hafa fætt barn! Og hananú !

Hlédís, 31.1.2009 kl. 22:19

11 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Madur elskar jú sín börn ofar öllu en átta stykkji og ætla ad hafa tau öll á brjósti ....Tad væri mér ofraun.

Gudrún Hauksdótttir, 31.1.2009 kl. 23:06

12 Smámynd: Hlédís

Engin kona hefur átta börn á brjósti og nærir þau öll. Tilfinningalega er þetta, etv,  fínt.  Vel að merkja þurfa aðrir að sjá um börnin á meðan og vinna flestöll verk á heimilinu.  Þess er nú væntanlega þörf hvort eð er.

Hlédís, 31.1.2009 kl. 23:25

13 Smámynd: Steingrímur Helgason

Barnzfæðíngar eru kökubiti, ekkert sárt, en konudýr þurfa endalauzt að rifa upp fyrir okkur mannfólki eitthvað fórnarlambakjattæði um þezza einu óumdeildu gagnsemi þeirra við viðhald okkar mannkynz.

Þezzi framzóknarlitur er verrari en allt vinzdra grænt !

Steingrímur Helgason, 31.1.2009 kl. 23:53

14 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Púff...átta stykki plús sex...gera fjórtán....krúttlegar og krefjandi manverur....örugglega voða dæt og dúleg...en....það eru nú takmörk fyrir öllu...

Ég elska vinnuna mína...en ég nenni ekki að taka hana með mér heim!!!!!

Bergljót Hreinsdóttir, 31.1.2009 kl. 23:59

15 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Aldrei lenti ég í svona slæmum fæðingarlækni þegar ég átti börnin mín 6 sem betur fer.    Þetta er fjandi vont, en sem betur fer gleymist sársaukinn fljótt, þannig að hver kona eignast yfirleitt fleiri börn

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 1.2.2009 kl. 01:53

16 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

leiðréttu mig fari ég með tóma þvælu, en er ekki sársaukinn mestur þegar fyrsta (og yfirleitt eina) barnið treður sér út?

er ekki auðveldara (og sársaukaminna) að koma restinni út?

ég hef vitanlega aldrei gotið börnum, en er þetta ekki bara eins og klósetttörn með harðlífi?

spurning um útvíkkunina.

Brjánn Guðjónsson, 1.2.2009 kl. 02:26

17 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

annars var það æðislegt þegar elskuleg dóttir mín fæddist. fæðingarlæknirinn var kunningjakona móðurinnar og aðstoðarmaður hennar (læknisins) var gamall æskuvinur minn.

enda var fæðingin ógleymanleg og Birna mín, sem þarna fæddist, gullmoli hinn mesti.

Brjánn Guðjónsson, 1.2.2009 kl. 02:29

18 identicon

Barnsfæðingar eru ekki leggjandi á nokkurn mann.

Hörður Már Karlsson (IP-tala skráð) 1.2.2009 kl. 03:57

19 Smámynd: Sporðdrekinn

Ég vorkenni börnunum, einstæð móðir með 14 börn, ég held að þau geti ekki fengið næga ath þessar elskur. Ég ætla bara rétt að vona að konan sé mjög vel sett fjárhagslega, það kostar sitt að sjá fyrir 14 börnum, þótt að við séum bara að tala um að fæða þau og klæða.

Brjánn: Nei það þarf ekki að vera sársauka minna að eignast annað, þriðja eða fjórða barn. Ég hef aldrei verið með harðlífi sem líkist fæðingu.

Sporðdrekinn, 1.2.2009 kl. 04:21

20 Smámynd: Bertha Sigmundsdóttir

Thetta er svona med taeknina, madur veit aldrei hvad madur faer. Hun notadi vist oll eggin sin, og thau frjodgudust vist oll, thannig ad hun og laeknarnir hennar bjuggust nu ekki vid svona morgum bornum. Og fyrstu sex bornin hennar komu oll eitt i einu, held eg, thori samt ekki alveg ad fara med thad. En, greyid konan, hun gat nu ekki fyrirsed thetta, en mer finnst thetta nu frekar abyrgdarlaust thar sem hun a sex born fyrir, serstaklega thar sem hun er einstaed. Greyid mamma hennar er lika kvartandi yfir thessu, thvi ad hun er buin ad thurfa ad hjalpa dottur sinni thvilikt mikid med fyrstu sex bornin, og getur ekki imyndad ser ad halda afram med fjortan born, eg skil ommuna bara mjog vel, thvi ad thetta er abyrgdarleysi.

En, thar sem eg by i Bandarikjunum, tha eru svona frettir svo mikladar, og glamurandi, og thad ytir bara undir meira abyrgdarleysi, og svo fara allir ad vilja hjalpa og eiga eflaust eftir ad senda mommunni fullt af fotum og doti, og aetli hun endi ekki med sinn eigin sjonvarpsthatt, adeins i Ameriku er abyrgdarleysi breytt i glamur...

Bertha Sigmundsdóttir, 1.2.2009 kl. 08:38

21 Smámynd: Hlédís

Brjánn! þú spurðir um sársauka við barnsfæðingu. Breytileikinn er  mikill. Til eru konur sem fæða hratt og sársaukalítið, sbr. sannar sögur um börn sem fæðast inni á salerni, er blessuðar mæðurnar telja sig eiga þangað brýn erindi! Þetta er sjaldgæft og ég veit að það er, m a, ættgengt.  Messa ekki meir um fæðingar, nema til að nefna að sæla allflestra mæðra, flestra feðra að ógleymdum ömmum og öfum, þegar barn er fætt, vegur verulega á móti "óþægindunum"!

Hlédís, 1.2.2009 kl. 09:20

22 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

hahahaha já fyrir alla nema starfsmenn á plani.

annars voru einhverjar yfirlýsingar í fréttum á föstudag að maðurinn hennar væri verkfræðingur minnir mig, og væri á leið til Íraks þar sem hann starfar??? Kom síðan í ljós að það væri kjaftæði?

Hvernig í ósköpunum fær manneskja með sex börn leyfi fyrir tæknifrjóvgun??

Jóna Á. Gísladóttir, 1.2.2009 kl. 09:25

23 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þið eruð nottla öll meira og minna biluð sem kommentið hjá mér.

Enda sækir líkur líkan heim.

Ég er í kasti.

Vignir: Trúðu mér ég er ródrönner, þú ert "dead man walking".. múaha.

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.2.2009 kl. 09:56

24 Smámynd: Hlédís

Skil vel efasemdir átt-bura-ömmunnar! Ekki mikill tími til alsælu hjá henni, ef hún lætur gera sig aðal-þræl "á plani". Í þetta verk þarf nokkra manna teymi - ekkert minna.

Hlédís, 1.2.2009 kl. 10:18

25 identicon

Jenhró... þú ert sem sagt svo lítt hrifin af Gústa mörgæs að það má ekki minnast á hann?

...ótrúlegt hvað fólk er fljótt að dæma alltaf!

Vignir (IP-tala skráð) 1.2.2009 kl. 11:57

26 identicon

Samt Jenfo... feginn að þú sagði "Likur sækir líkið heim" Held nefnilega að Geiri á Goldfinger eigi einkarétt á sloganinu "Eftir höfðinu dansa limirnir" það er nafn á einhverri þjónustu hjá honum.

....en ætli þessi með stífa baklandið eigi einkarétt á "líkur sækið líkið heim" ?

Vignir (IP-tala skráð) 1.2.2009 kl. 13:38

27 identicon

Ég er búin að hlæja rosalega mikið að þessu - finnst þetta eitthvað svo ofboðslega fyndið! Ég á nú tvö stykki sem voru búin til með sömu aðferð en hér á Íslandi er árangurinn fínn, og það er í og með ástæðan fyrir því að menn eru með regluna að setja aldrei fleiri en 2 fósturvísa upp í hvert sinn. Úti er náttúrlega allur gangur á bæði reglum og árangri. En það að setja upp átta fósturvísa hjá konu sem á sex börn, og er þar að auki einstæð er svo frámunalega vitlaust að ég get ekki annað en hlegið mig máttlausa. Að vísu gætu einhver barnanna verið eineggja tvíburar - en samt! Já það er ekki öll vitleysan eins. Sé mig í anda nenna að eignast sex börn á þennan hátt - en fjórtán stykki 7 ára og yngri er náttúrlega verkefni sem er ... já ... úff bara! Ég svitna bara við tilhugsunina!

Hólmfríður Gestsdóttir (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 00:22

28 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Vignir: Garg.  Þú átt eftir að verða minn bani.

Var að sjá þetta fyrst núna.

Hólmfríður: Þetta er bilun.

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.2.2009 kl. 00:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 2986898

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.