Leita í fréttum mbl.is

Takk fyrir að minna mig á

Mér fannst fyndið að horfa á háborðið hjá Framsókn með frambjóðendunum til formanns á dögunum.

Þar voru saman komnir fimm karlar, hvítir, á besta aldri í jakkafötum.

Sama gamla, þreytta sviðsmyndin, sú sem enginn trúir á lengur.

Svo stökk Sigmundur Davíð fullskapaður og glænýr beint í formanninn.

Kosinn af fjögurhundruðfjötíuogníu Framsóknarmönnum.

Og nú á hann sitt korter og nýtir það út í ystu æsar.

En kæri maður, það verður einungis þetta korter sem þú færð ef svona heldur áfram.

Fólk bíður eftir að stjórnin verði til og aðgerðir geti hafist.

Framsóknarflokknum verður seint og illa fyrirgefið ef hann klúðrar þessu máli.

Kannski veit Framsókn eitthvað sem við vitum ekki.

Það má jafnvel vera að það liggi ekkert á að koma starfhæfri stjórn á koppinn.

Að það sé í raun alls ekki svo svakalega slæmt ástand á Íslandi eins og Geir vill t.d. vera láta.

Takið ykkur endilega tíma Framsóknarmenn, veljið orðalag, prófarkalesið, finnið ásættanlega leturgerð og línubil í verksamningi tilvonandi stórnar.

Því að fresta bara fram á mánudag meðan þið rúnkið ykkur yfir mikilvægi ykkar?

Frestið þessu fram að næstu helgi.

Að minnsta kosti.

Hugsið ykkur öll viðtölin og fjölmiðlaumfjöllunina sem þið fáið þá? Ókeypis PR rétt fyrir kosningar.

Ekkert liggur á!

En það er þessum töktum að kenna hjá Framsóknarflokknum sem gerir það að verkum að fólk er komið með ógeð á flokkakerfinu.

Takk fyrir að minna mig á.


mbl.is Telur forsendur fyrir stjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Huld S. Ringsted

Þetta er allt að verða hreint ótrúlegt leikrit hjá þeim en heyrðu mér dauðbrá þegar ég opnaði síðuna þína, flottir litir

Huld S. Ringsted, 31.1.2009 kl. 10:15

2 identicon

Ótrúlegt hreint út sagt.En korter er korter.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 10:36

3 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Framsóknarliturinn ríkjandi hér Tek annars undir þín skrif. 

Margrét St Hafsteinsdóttir, 31.1.2009 kl. 10:50

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Nei, nei, ekki framsóknarliturinn, hann er meira út í hor.

Þetta er vinstrigræn og krata stjórn.  Það eru litirnir.  Hehe.

Jenný Anna Baldursdóttir, 31.1.2009 kl. 10:52

5 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

frekar furðulegt, að flokkurinn sem ætlar að sitja utan stjórnarinnar sé farinn að segja til hvernig stjórnarsáttmálinn skuli líta út í smáatriðum.

en hey! erum við bara að verða samherjar í pólitíkinni Jenný?

Brjánn Guðjónsson, 31.1.2009 kl. 13:13

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Brjánn: Ég held að við séum öll samherjar í ákveðnum skilningi þessa dagana.

Ég er róttækur kvenfrelsissinni, vinstri kona og ég er alveg með umhverfinu án þess að það þvælist mikið fyrir mér.

En ég er þreytt á gamla flokkakerfinu og vill að þjóðin fái að breyta stjórnarskránni.

Ég vil kjósa fólk.

Ég vil breytingar og ég held að flestir séu sammála um það.

Jenný Anna Baldursdóttir, 31.1.2009 kl. 13:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 2987322

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.