Leita í fréttum mbl.is

Hjónaskilnaður á fullu blasti

Allir sem lesa síðuna mína vita að ég hef átt fjölmarga eiginmenn.  Jájá.

Þar sem ég hef skilið við einn til að giftast öðrum nokkuð reglulega þá þekki ég skilnaði alveg út í hörgul.  Ég er nú hrædd um það.  Vanir menn, vönduð ... þið vitið.

Áður en lengra er haldið þá er best að segja að ég ýki mjög sjaldan og aldrei í sambandi við hjónabönd mín sem hafa gert mig að eftirsóttum skilnaðarráðunaut víða um heim.

Enda bíð ég við síman í þessum rituðum orðum.

En aftur að skilnaði dagsins.

Nú haga stjórnarflokkarnir sér eins og hjón í skilnaði.

Reyndar hagar Sjálfstæðisflokkurinn sér eins og aðilinn sem vill ekki skilja og er ofboðslega ósáttur við makann sem er stokkinn á brott og kominn á glænýjar biðilsbuxur.

Makann sem jafnvel er kominn í hálfgildings hankípankí með öðrum.

Ásakanirnar koma á færibandi frá þingmönnum flokksins og ráðherrum.

Þeir nota þar sína uppáhalds ásökun á andstæðinga í pólitík sem er orðin svo þreytt og bitlaus að maður brosir bara og reynir að umbera þessi krútt.

Samfylkingin er ekki starfhæf, segja þeir.  Allt í glundroða á þeim bæ.  Þeir geta ekki hagað sér á meðan mamman bregður sér frá og þá gera þeir allt vitlaust.

Hún er svo tætt Samfylkingin klykkja þeir út með.  Svei og skamm.

Það er ekki til verri glæpur í pólitík í augum íhaldsins en óþekkt í flokki.

Að einhver segi skoðun sína áður en að slá fyrst á til formanns og fá leyfi.

Ein rödd einn flokkur er þeirra mottó.

Það er nú meira hvað það skilar miklu.

En.. nú veit ég ekkert hvað verður frekar en aðrir.

Það eina sem ég veit er að ég vill fá breytta stjórnarskrá, meira lýðræði og minni flokkavald.

Ég vil fá að kjósa fólk.

En ég verð að játa að þegar ég horfði á Ingibjörgu Sólrúnu á blaðamannafundinum í morgun þá sá ég glitta í gömlu góðu ISG, þessa konu sem mér finnst frábær.  Það kviknaði örlítill baráttublossi í hjartanu á mér sem ég tengi einkum við gamla bardaga sem voru eldheitir.

Það er greinilega stórhættulegt úteislun fólks að starfa með Sjálfstæðisflokknum.

Svo er eitt að lokum, en samt ekki að lokum, mikið ofboðslega fer í taugarnar á mér hvað veist er að honum Steingrími J. og honum ætlaðir alls kyns hlutir, eins og að skila láninu frá IMF.  Maðurinn sagðist vilja sjá skilmálana.  Andið róleg.

Djöfuls hræðsla er þetta.

VG bjuggu ekki til þetta hrun.  Voru algjörlega fjarverandi á meðan græðgisfurstarnir tóku okkur í görnina í stærsta bankaráni sögunnar.

logo

Skrifa undir hér


mbl.is Samfylkingin ekki starfhæf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Drífðu þig niður á þing og veittu þeim skilnaðarráðgjöf. Svo getur þú bent ISG á hvern hún á að deita.

Ævar Rafn Kjartansson, 26.1.2009 kl. 15:11

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ævar: Best ég geri það.  Þetta fólk leitar hvort sem er aldrei til réttu ráðgjafana.  What can I say? 

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.1.2009 kl. 15:15

3 Smámynd: Anna Margrét Bragadóttir

'Eg er sammála þér í því að ég vil fá að kjósa fólk 

Anna Margrét Bragadóttir, 26.1.2009 kl. 15:15

4 Smámynd:

Ekki meira flokkapot. Helst utanþingsstjórn en að öðrum kosti eintaklinga.

, 26.1.2009 kl. 16:08

5 identicon

Steingrímur sagði reyndar í sjónvarpsviðtali að hann vildi skila láninu en reyndi svo að draga í land síðar þegar hann sá hvers konar fjarstæðu hann var að tala um.

Það má reyndar velta því fyrir sér hvort ástandið sé kannski ekkert svo slæmt eftir allt saman ef við getum bara skilað öllum lánunum og minnkað allan niðurskurðinn eins og Steingrímur vill gera. Það væri betur ef svo væri.

Jón (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 16:36

6 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ef þú verður kölluð til í hjónabandsráðgjöf....í guðana bænum ekki bjarga síðasta ríkisstjórnar "hjónabandi"

Sigrún Jónsdóttir, 26.1.2009 kl. 16:52

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sigrún mín sko ég er sérfræðingur í MISHEPPNUÐUM hjónaböndum.

Þess vegna reikna ég með að það verði kallað í mig til að skilja ENDANLEGA á milli.

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.1.2009 kl. 17:17

8 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Mér sýnist vera hrikalega erfið vinna framundan. 

Ía Jóhannsdóttir, 26.1.2009 kl. 17:56

9 Smámynd: Jón Arnar

Og ekki fer ástandið neitt batnandi næstu vikurnar - nú fer allur tíminn í að verða sammála um að vera ósammála um að vera samála

Jón Arnar, 26.1.2009 kl. 18:47

10 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Ég er ekki alveg sammála þér Jenný með Vinstri græna. Þeir sátu á þingi þótt þeir hefðu ekki völdin. Þeir hefðu geta beitt sér meira, hlustað eftir varnaðarorðum og sýnt virkara andóf. Ekki eins stór synd og hinna en synd vanrækslu samt. Tek hins vegar heils hugar undir áskorunina um Nýtt lýðveldi. Það er leiðin.

Steingerður Steinarsdóttir, 26.1.2009 kl. 19:19

11 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Hversu mörg eru þau, hversu mörg kella mín?

Magnús Geir Guðmundsson, 26.1.2009 kl. 19:31

12 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Walking DogKnús knús í hús og ljúfar góðar kveðjur......

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 26.1.2009 kl. 20:20

13 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Fjöldi hjónabanda ekki gefin upp.  Einkamál í héraði.

Fyrir utan að það tekur spennuna úr fullyrðingunni um mína fjölmörgu eiginmenn.

Múha.

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.1.2009 kl. 20:42

14 Smámynd: Steingrímur Helgason

Í smátíma hafði ég áhyggjur & tók upp huglæga áfallahjálparsettið.

Svo áttaði ég mig á því að þú varzt bara að mala um pólitík.

Zkamm...

Steingrímur Helgason, 26.1.2009 kl. 20:52

15 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Hjónabönd eru ekkert misheppnuð þó þeim ljúki. Þau eru bara mislengi heppnuð. Hjónaband Ingibjargar og Geirs var velheppnað meðan þau þurftu ekki að tala saman. Svo voru þau náttúrulega með erfið börn úr fyrri hjónaböndum. Já og geðstirðan fósturpabba Geirs.

Ævar Rafn Kjartansson, 26.1.2009 kl. 21:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 2986891

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.