Leita í fréttum mbl.is

Og stjórnin fauk en hvað svo?

Þar fauk stjórnin.

Löngu, löngu tímabært.

Auðvitað er það hið besta mál en það sem sló mig eins og blautur þvottapoki í andlitið er eftirfarandi:

Flokkahagsmunir eru ofar þjóðarhag, nú eftir sem áður.

Forgangsröðunin er skýr, flokkurinn fyrst svo kemur þjóðin með ef hún vill.

Sjálfstæðisflokkurinn gat ekki látið eftir forsætisráðuneytið, af því bara sagði Geir það getum við ekki sætt okkur við.

Skýring Geirs á ástæðunni fyrir að svona er komið er að stærstum hluta vegna þess að Samfylkingin er sundruð, tætt og hver höndin upp á móti annarri.

Geir vill hafa forystu í þjóðstjórn, enda hefur vinnan eftir hrun gengið alveg prýðilega.

Geir hefur áhyggjur af áliti heimsins, hvað mun fólk halda?  Mun það missa allt traust á íslenskum stjórnvöldum?

Geir er sem sagt ekki ljóst að enginn hefur trú á íslenskum stjórnvöldum, ekki kjaftur í útlöndum.

Það sem mér fannst nánast lamandi er sú staðreynd að Geir minntist ekki orði á fólkið í landinu.

Sú staðreynd að tiltrú almennings um allt land á stjórninni er löngu farin virðist gjörsamlega hafa farið fram hjá ráðherranum.

Hann sendi okkur ekki einu sinni kveðjur (jeræt, beið alveg með öndina).

Svo kysstust þau bless hann og ISG.

Geir fullyrti við Höllu Gunnars þingfréttaritara að ástand mála er ekki honum að kenna.

Hann hefur ekki brugðist.

Gott fólk ég er með upp í háls af flokkakerfinu.

Er einhver hissa á því?

Áfram grasrót, nýtt fólk og frjóir heilar af öllum stéttum, um allt land á öllum aldri.

Nú er lag, leggjum í púkkið.

logo

Nýtt lýðveldi.


mbl.is Stjórnarsamstarfi lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott mál að ný stjórn komi.En það er eins gott að Steingrímur standi sig eftir öll diguryrðin undanfarin ár.Mér finnst kallinn óþolandi leiðinlegur og er óþolandi oft sammála honum.Vonandi eru þetta breytingar til góðs.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 14:46

2 Smámynd: Anna

Það gefur alveg augaleið að ríkisstjórnin fell vegna þess að Geir vildi ekki að Davíð flokkbróðir hans víki.

Anna , 26.1.2009 kl. 14:48

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Jenný mín nú er að bíða og sjá.  Góð ertu alltaf.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.1.2009 kl. 14:54

4 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Já nú setjast öll goðin á ráðstóla (ekki nógu margir ráðherrastólar hvort eð er fyrir alla.

Þessi uppákoma minnir um margt á orð Alec Guinnes í stórmyndinni Arabíu Laurence þegar að Laurence er búinn að taka Damaskus og stríðinu er lokið. " Stríð eru háð af ungum mönnum, en um friðinn samið af hinum aldrei" segir sheikinn.  Þetta er vitanlega Arabískt háð en það á vel hér heima. Mótmælendur hafa sem sagt  lokið hlutverki sínu, nú taka alvöru-pólitíkusar við málunum...

Svanur Gísli Þorkelsson, 26.1.2009 kl. 15:08

5 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

...samið af hinum eldri" átti þetta að vera

Svanur Gísli Þorkelsson, 26.1.2009 kl. 15:10

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Svanur: Frábær samlíking en mótmælin hætta ekki strax.  Davíð situr enn.  Framhald óljóst. 

Takk Ásthildur mín.

Takk fyrir innlegg.

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.1.2009 kl. 15:10

7 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Gæti ekki orðað þetta betur!

Rut Sumarliðadóttir, 26.1.2009 kl. 15:25

8 identicon

Ekki degi of seint?  :)

Vala Guðbjartsdóttir (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 18:37

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Vala: Takk fyrir ábendinguna.  Hahahaha, rosalegt miss er þetta.

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.1.2009 kl. 20:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.12.): 3
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 2987096

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband