Fimmtudagur, 22. janúar 2009
Kakófónía dauðans
Þessi sláttur úr og í varðandi kosningar er hreinlega að gera mig brjálaða.
Hvað er að þessum stjórnaliðum?
Það er ekki hægt að segja að þeir tali tungum tveim einu sinni, það er talað með tungu á mann!
Ég eins og fleiri skynja spennuna í Samfylkingunni, enda ekki nema von, það er farið að hitna all verulega undir þeim.
Meirihluti þjóðarinnar styður ekki þessa ríkisstjórn.
Össur segir blátt nei við stjórnarkreppu. Halló monthaninn þinn, kreppan er nú þegar fyrir hendi.
Ég hef reyndar tilhneigingu til að finnast Össur vera að selja Norðurljósin í hvert skipti sem hann opnar munninn. Hann er alltaf að gera milljarða díla út um heimsbyggðina.
Af hverju heldur þetta fólk að við klárum okkur ekki út úr neinu nema að akkúrat ÞAÐ haldi um taumana?
Eins og þeir hafa nú verið frambærilegir á dansgólfinu til þessa.
Dottið um allt eins og sauðdrukknir svallpésar á þorrablóti.
Ingibjörg Sólrún er veik og mér finnst að hún eigi að fá frið til að láta sér batna, láta málin í hendurnar á öðrum á meðan hún nær sér.
Eftir að hafa hlustað á hana, Össur, alla þingmennina í Kastljósi kvöldsins ásamt Geir Harðsnúna og Þorgerði Mannasætti Katrínu þá læðist að mér illur grunur.
Ég hef allt gengið grunað um að hugsa bara um eitt, hafa áhyggjur af aðeins einu.
Og það er hvernig þetta komi nú allt sem best út fyrir þau persónulega og flokkslega, hvert og eitt.
Þjóðin er búin að segja þeim á allan hugsanlegan máta að við viljum ekki láta stjórnina "hjálpa" okkur, ekki leiða okkur yfir götu einu sinni, vér viljum lifa fjandinn hafi það.
Átta sig, játa sig sigraðan og hoppa frá völdum.
Það er komið gott.
Þangað til verður framin kakófónía dauðans út um víðan völl.
Ingibjörg vill kosningar í vor | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Hamfarablogg, Mannréttindi, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:41 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 44
- Frá upphafi: 2987322
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 42
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Ég hef á tilfinningunni að Samfylkingin berjist innbyrðis. Þar sé formannsslagur í uppsiglingu! Þeir telji að IGS komi ekki aftur, vilji ÖS út og eftir stendur blóðug barátta um formanninn.
Kannski finna þau engan nógu ungan........
Hef á tilfinningunni að staðan sé keimlík hægra megin.
Hrönn Sigurðardóttir, 22.1.2009 kl. 21:50
Trúi öllu, er reyndar alveg örmagna eftir allar ágisganirnar. Við viljum fá utanþingsstjórn ekki satt, ekki einhverjar grauta hér og þar. Við viljum taka Njörðin á þetta, eða allavega ég. 'Eg vil ekki fá samkrull Samfylking, Vinstri græn og Framsókn fyrr en þá í fyrsta lagi eftir er búið að afar yfir stjórnarskrána og aðlaga hana að lýðveldinu Nýja Ísland, fækka þingmönnum og gera það sem þarf að gera. Pólitíkusarnir gera það aldrei..... munið bara eftirlaunafrumvarpið.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.1.2009 kl. 22:06
Ingibjörg kemur heim á morgun. Annaðhvort gerir hún eitthvað strax eða fylgið á eftir að hrynja af Samfylkingunni.
Helga Magnúsdóttir, 22.1.2009 kl. 22:37
Tek undir kenningu Hrannar. Svo eru þau öll orðin skíthrædd við atvinnuleysið sem blasir við þeim....og engar pólitískar bitlingastöður á Nýja Íslandi.
Sigrún Jónsdóttir, 22.1.2009 kl. 23:40
Appelsínur eru bæði hollar og góðar.
Solveig (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 00:30
Geir og reyndar íslendingar allir þurfa að horfa á þessa mynd "The Money Masters", afar vönduð heymildarmynd frá 1996 sem skýrir mjög vel afhverju það er kreppa og fyrri kreppur sem og hengingartak það sem klíka alþjóðlegra bankaskúrka hefur á öllum þjóðum, hvernig þeir náðu undir sig Bandaríkjunum(endanlega 1993), hvernig Aljóðlegi Gjaldeyrissjóðurinn kemur inn í dæmið seinna meir, hvernig það er hagur þessarar klíku að halda öllum þjóðum í skuld með skipulögðum kreppum og stríðum/styrjöldum.
Það reynist mörgum erfitt að horfast í augu við slíkan hráskinnaleik og hvernig þjóðir heimsins eru hafðar að leiksoppar öld eftir öld, öllum er þó hollt að horfast allavegana smástund í augu við óvininn og skilja hvernig hann hugsar, nú eru ekki tímarnir fyrir sjálfsblekkingu því að nú fara hlutirnir að gerast hratt og þessi þjóð þarf einhvernveginn að losna úr klóm þeirra afla sem gera okkur að skuldaþrælum kynslóð eftir kynslóð. Í lok myndarinnar (sem segir fyrir 9 árum fyrir um hrunið mikla sem nú er í gangi, þó að höfundurinn hafi sennilega reiknað með því að Peningameistararnir myndu láta til skarar skríða nokkuð fyrr er raunin varð) er líka talað um lausnir og hvernig hægt sé á raunhæfann hátt að brjótast undan þessum óskapnaði. Hér á landi sem annars staðar er vissulega fyrsta verk að losa sig við spillta stjórmálamenn og koma heiðarlegu fólki að stjórn.
En í alls bænum horfið á hana og skiljið hvað hún upplýsir og augljóst samhengið við klípuna sem búið er að ginna íslensku í. Hverrar mínútu virði, afar augnaopnandi.
THE MONEY MASTERS
Georg P Sveinbjörnsson, 23.1.2009 kl. 00:35
(endanlega 1913) átti það að vera, annars er líka hægt lesa ýmsan fróðleik um þetta efni HÉR á íslensku.
Georg P Sveinbjörnsson, 23.1.2009 kl. 00:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.