Leita í fréttum mbl.is

Landráð

Fyrir mér er hugtakið "landráð" skelfilegt.  Landráð er svo ljótur verknaður að ég næ varla utan um gjörninginn.

Landráð minnir mig á Vidkun Quistling þann auma norska landráðamann sem seldi þjóð sína nasistum forðum.

hitler-quisling

Það er ekki hægt að ganga lengra í svikum við heila þjóð en að framselja hana í hendur óvinanna.

Nú eða taka hagsmuni sjálfs síns og fámennra hópa fram yfir þjóðarhag.

Með skelfilegum afleiðingum auðvitað.

Grétar Mar segir ríkisstjórnina seka um landráð.  Hér.

Hann segir það ekki ég.

En ég hugsa eitt og annað og það skal viðurkennast að "landráð" kemur æ oftar upp í huga mér þessa dagana.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Var það ekki Páll Skúlason, sem fyrstur viðraði hugtakið "landráð af gáleysi"?......það hefur verið mér ofarlega í huga síðan.

Sigrún Jónsdóttir, 19.1.2009 kl. 11:29

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jú Sigrún, Páll kom með gásleysislandráðahugtakið.  Langt orð hjá mér.  En fyrir mér er þetta svo skelfilegt orð að ég hélt að ég myndi aldrei nota það á nokkurn mann.

Búkolla: Rétt.  Því miður.

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.1.2009 kl. 11:34

3 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Já það lítur alltaf meir og meir þannig út. Eftir því sem fleiri kurl koma til grafar....

Jóna Á. Gísladóttir, 19.1.2009 kl. 11:35

4 Smámynd: Björn Birgisson

Landráð? Það hefur enginn, af yfirvöldum, verið sakaður um að hafa stolið krónu, hvað þá ákærður. Enginn verið ákærður fyrir neitt misjafnt í bankahruninu.

Ísland er yfirfullt af saklausu fólki - eða er það ekki?

Björn Birgisson, 19.1.2009 kl. 11:50

5 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Ég held að fólk HLJÓTI að fara opna augun.

Ég bara skil ekki af hverju það flykkjast ekki tugir þúsunda út á götur með hnefann á lofti. Ég barasta skil það ekki!!!

Heiða B. Heiðars, 19.1.2009 kl. 11:52

6 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Tek undir með Heiðu.

Rut Sumarliðadóttir, 19.1.2009 kl. 12:01

7 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Og Jenný mín.... ég var að blogga um pabba Sigmundar ;)

Þú ælir!

Heiða B. Heiðars, 19.1.2009 kl. 12:07

8 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Nei!! Ég barasta skil það ekki heldur!!!

Hrönn Sigurðardóttir, 19.1.2009 kl. 12:11

9 identicon

Landráð af gáleysi --> Ég sá það fyrst notað hérna:

http://rafauga.typepad.com/voff/2008/10/landr%C3%A1%C3%B0-af-g%C3%A1leysi.html 

Bryndís (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 12:14

10 identicon

Hmm.. linkurinn er ekki að virka. En það er s.s. bloggið: http://rafauga.typepad.com

Og þar leitað aftur til 17 októbers 2008. 

Bryndís (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 12:17

11 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Sammála þér, Jenný, að fara varlega með stóru orðin - en okkur er ekki bannað hugsa.

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 19.1.2009 kl. 13:09

12 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Stærstu mótmæli sögunnar á Austurvelli á morgun...þ.e ef fólki er alvara með að það sé búið að fá nóg!!!! Mætum vel klædd og með heitt á brúsa og látum sko þetta lið heyra í okkur klukkustundunum saman. Og förum í verkfall..löbbum út úr vinnunni á hádegi og segjumst koma á morgun aftur til vinnu..að við þurfum að gera smá viðvik saman. Koma landráðamönnum og öðrum spillingrvættum á sinn stað svo við getum byrjað upp á nýtt. Sjáumst!!!!

Mér finnst líka flott  að mótmæelendur mæti klædd í föt fáránleikans til að undirstrika að í okkar augum sé alþingi leikhús fáránleikans. Með grímur og fjaðrir og trumbur. Já það ætla ég að gera.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 19.1.2009 kl. 13:14

13 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk fyrir innlegg.  Ætla að skoða þennan link.

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.1.2009 kl. 13:14

14 Smámynd: Björn Birgisson

Ein spurning. Fjölmargar þjóðir eru að lenda í bullandi vandræðum í kreppunni, bankar eru þjóðnýttir út um allar trissur, fyrirtæki rúlla, atvinnuleysi eykst hröðum skrefum og svo framvegis. Berast nokkrar fréttir að utan um að ráðamenn, forstöðumenn eftirlitsstofnana og banka séu fjúkandi um allt?

Björn Birgisson, 19.1.2009 kl. 13:22

15 identicon

Björn Birgisson,

Satt er þetta sem þú segir.  Ekki hafa erlendir aðilar verið látnir fjúka.  En það breytir ekki þeirri staðreynd að stjónvöld gerðu ekkert, svo sem að setja á háa bindisskyldu á bankana og þrýsta þeim út úr áhættu fjárfestingum, til að lágmarka tapið.  Davíð segist hafa marg varað við.  Því var ekki keyrt á að fá meira fé frá þeim í öryggissjóðinn? og minka skellinn.  Þetta voru jú ekki nema 3 bankar.  Hvað gerðu þeir í Líbanon með talsvert fleiri banka.  Þetta finnst mér stærstu mistök ríkisins í aðdragandanum og ófyrirgefanleg.  Benda má á að svona aðgerðir hefðu sennilega hrakið einhevrja af bönkunum til að skrá sig þar sem þeir áttu að vera skráðir.

itg (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 17:32

16 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Björn Birgirsson: Bentu mér á annað land í heiminum sem hefur haft svona stórt bankakerfi miðað við landsframleiðslu?

Er það ekki staðreynd að við höfum komið lang verst allra út úr hruninu?

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.1.2009 kl. 17:44

17 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

itg: Takk fyrir þitt innlegg.

Enn og aftur; takk fyrir að taka þátt í umræðunni.

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.1.2009 kl. 17:47

18 Smámynd: Björn Birgisson

Mér skilst að íslenska bankakerfið hafi verið 12 sinnum stærra en ríkisveltan. Ætli það sé ekki heimsmet. Verst og verst út úr kreppunni, það á eftir að koma í ljós - en slæmt er það! Ég er hvorki að verja eitt né neitt, bara að benda á að mér vitanlega er hvergi verið að reka stjórnendur, hvorki hér heima né erlendis. Sem er skrítið

Björn Birgisson, 19.1.2009 kl. 18:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 2987256

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband