Fimmtudagur, 8. janúar 2009
..eins og iðnaðarmaður á sterum
Ég skil vel þá skoðun Jóns Bjarnasonar þingsmanns VG á að heilbrigðisráðherra eigi að segja af sér en það er mun líklegra að Jón Ásgeir kaupi sér íbúð í verkó.
Óskhyggja kæri Jón.
Ég hef reyndar aldrei séð neina glóru í að láta frjálshyggjumann í þetta embætti.
En mergurinn málsins er þessi;
Guðlaugur Þór er að sinna hugðarefni sínu kæru Íslendingar.
Sem er auðvitað að þjösnast á heilbrigðisþjónustunni, minnka aðkomu ríkisins að henni og færa stóra hluta hennar til einkaaðila.
Nú er kjörið tækifæri fyrir Guðlaug Þór að láta til skarar skríða. Það er komin kreppa, príma kjörlendi fyrir niðurskurð þar sem síst skyldi.
Spara, spara, spara og skera niður. Það hvín í niðurskurðaröxinni. Hviss og bang.
Það má þó segja þessum ástmanni frjálshyggjunnar til hróss að hann er að vinna vinnuna sína, blóðugur upp að öxlum að vísu en iðinn sem iðnaðarmaður á sterum.
Sem er meira en hægt er að segja um stóran hluta ríkisstjórnar.
Hefur einhver séð Björgvin G nýlega? Mér datt það svona í hug af því að hann er ráðherra bankamála og hér hafa bankar farið á hausinn og allt er í upplausn í þjóðfélaginu.
Ó, kannski hann hafi gleymt því, nú eða einhver ekki látið hann vita.
Eða þeir hinir sem hvorki sjást né heyrast á þessum örlagadögum.
Enn í jólafríi?
Maður spyr sig.
Og þið kæru kjósendur Sjálfstæðisflokksins sem örkuðuð röggsamlega inn í kjörklefann í hitteðfyrra og settuð X við D.
Þið ættuð að hafa verið meðvituð um að íhaldið hefur aldrei lagt sig fram um að standa vörð um heilbrigðis- og félagsmálageirann.
Þið getið vart verið í alvörunni hissa og sár - ha?
Maður á ekki að segja svona en af því ég er komin með upp í kok af öllum sofandahætti landsmanna minna, til dæmis þeim sem sitja og býsnast og hneyklast yfir klæðaburði mótmælenda þá segi ég við ykkur.;
I frigging told you so!
Ráðherra segi af sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 14:48 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 44
- Frá upphafi: 2987322
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 42
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Ég hef alltaf hneysklast á ungu fólki sem þrífur sig ekki, gengur með ullarfrollur yfir síðu klepruðu hári og segist elska Ísland.
Aha. ég var fyrstur núna..........
Þröstur Unnar, 8.1.2009 kl. 14:49
Það hlýtur að vera erfitt að vera fyrirskipað að skera fjárlög til heilbrigðismála niður um 6,7 milljarða þegar frekar þyrfti að auka fjárlögin. Vildi ekki vera í hans sporum........
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 8.1.2009 kl. 14:56
Ég get ekki verið annað en sammála þessu. Skrifaði sjálf pistil um þetta í nótt, enda ennþá í sólarhringsviðsnúnigi eftir jólin og áramótin...
Lára Hanna Einarsdóttir, 8.1.2009 kl. 15:05
Sammála og vel að orði komist eins og venjulega.
Sigrún Jónsdóttir, 8.1.2009 kl. 15:35
Ég hætti auðvitað að lesa eftir setninguna "Maður spyr sig", það sem kom þar á eftir er ekki ætlað mérÞað er alltaf verið að skera niður í heilbrigðismálum... mig vantar að sjá skorið niður á fleiri sviðum, tek sem dæmi utanríkisþjónustuna...
Jónína Dúadóttir, 8.1.2009 kl. 15:38
Það er ekkert skorið niður í lúxusnum sem þetta fólk hefur komið sér upp og er orðið vant. Meira að segja nýbúið að hækka framlög til stjórnmálaflokka. Mér dettur samt eitt í hug sem ég vildi vita. Borgaði ríkið allan sjúkrakostnað ISG en mömmu hennar Ellu Dísar var neitað um aðstoð?
Helga Magnúsdóttir, 8.1.2009 kl. 15:43
Norðmenn syngja um það að jólin nái alveg til páska svo hva....
Ía Jóhannsdóttir, 8.1.2009 kl. 16:48
Heyr heyr
Júlíus Garðar Júlíusson, 8.1.2009 kl. 16:51
Það virðist vera einhver keppni í gangi milli ráðherranna um hver þeirra sé mesta fíflið. Guðlaugur kemur sterkur inn með þessum „skemmtilega“ afleik óhugsuðum útfrá öðru en tölfræðikúnstum frjálshyggjunnar. Hvort Geir eða Grani (BB) eigi svo vinninginn eða dýralæknirinn ætla ég ekki að dæma um en Ingibjörg með sína skoðun á hverjir séu þjóðin og nýjasti álhausinn í Iðnaðarráðuneytinu fylgja þeim fast á eftir. Eina leiðin fyrir Kristján Möller til að komast inn í leikinn er að grafa göng til Eyja!
Ævar Rafn Kjartansson, 8.1.2009 kl. 16:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.