Laugardagur, 20. desember 2008
Tár í augum og ellefu mínútna þögn
Á morgun verða ellefu mínútna þögul mótmæli á Austurvelli kl. 15,00.
Síðan verður mótmælt kröftuglega strax þ. 27. janúar á sama stað.
Ég ætla að reyna að komast á morgun er í smá vanda hérna með tíma.
Annars er ég búin að vera jólin með afbrigðum.
Búin að baka fjóra marengsbotna.
Búa til lítra af ís.
Jájá.
Svo fékk ég skarpan og skemmtilegan mann í heimsókn og við húsband höfðum virkilega gaman af þessum hittingi í miðju jólastressi sem b.t.w. hrjáir mig ekki hinn eðla helming hér á kærleiks.
Fólk þarf að gefa sér tíma til að anda.
En þarna áttum við skemmtilega stund með miklum aufúsugesti.
Ég sat úti og reykti áðan og horfði á jólaljósin í húsunum í kring, hvít trén og rauðan himininn og ég fór í dálítinn jólafíling.
Það var gott að finna smá gleði í hjartanu, ekki veitir af.
Svo eru stelpurnar mínar svo yndislegar. Þær fá tár í augun yfir jólasnjónum. Þeim finnst hann svo fallegur.
Ég er á því að það sé töluvert mikið varið í dætur mínar.
Svo var ég að lesa yfir þessa færslu áður en hún fór í loftið og ég sá að hún var svo lítið ég í bökunarkaflanum eða þannig. Ég var að baka en ég er samt ekki svona döll bökunarkona. Ég rappa yfir bakstrinum fer í smók, reyti af mér brandara, ríf kjaft og sendi stjórnvöldum ljótar hugsanir (djók).
Einhvern tímann á meðan ég var í stríðinu gegn húsmóðurhlutverkinu hefði ég gargað af óþoli hefði ég lesið um einhverja bakandi kerlingu.
Svona er nú komið fyrir mér.
Gengin í björg.
Falalalalala
Boða þögul mótmæli á morgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Matur og drykkur, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 2986898
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Ahemm... 27. desember. Höfum sko ekki þolinmæði lengur.
Solveig (IP-tala skráð) 20.12.2008 kl. 01:14
Hæ, Jenný. Mér finnst frábært hvernig þér tekst að undirbúa jólin, meina fjóra marengsbotna og allt annað sem þú hefur verið að gera til að undirbúa. Þú mátt vera stolt af þér. Mér sýnist af stuttorðum lýsingum þínum, að heimili þitt er ekta jólaheimili þar sem bæði húsmóðir og húsband umfaðma dásamlega fjölskyldu og gera margt saman með börnum og barnabörnum. Ömmubörnin gleyma aldrei hlýlegu og öruggu og ilmandi andrúmsloftinu. Annars öfunda ég þig mest af staðfestu þinni að reykja úti. Það er minn Akkilesarhæll. Dáist að fólki sem hefur þrek og þrautseigju til að geta gert þetta heima hjá sér. Gleðileg jól, Jenný mín, og mundu að þegar allir eru ánægðir, saddir og glaðir, þá áttir þú stóran þátt í því. Ekkert er betra en sjá fjölskylduna glaða, ánægða, sátta og sadda.
Nína S (IP-tala skráð) 20.12.2008 kl. 01:25
Sjáumst kannski á morgun
Sigrún Jónsdóttir, 20.12.2008 kl. 01:43
Við meyrnum öll um jólin. Þykjumst vera eitthvað töff, svona dagsdaglega en þegar jólin nálgast snúast allir hlutir um að gera sem best við fjölskyldu og vini og svo hendum við nokkrum þúsundköllum til hjálpar þeim sem ekkert eiga). Þá þykjumst við vera góð. En viljinn er til staðar, við höfum bara ekki fjármagnið.
Sigrún Aðalsteinsdóttir, 20.12.2008 kl. 02:01
Næstu áramót verða 5 ár frá því að ég byrjaði að reykja úti í öllum veðrum. Þessi 5 ár hafa verið góð fyrir börnin mín sem búa hjá mér. Þau virða þetta litlu skinnin.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 20.12.2008 kl. 02:20
Ég þakka öllum þeim sem standa og staðið hafa að og í mótmælum fyrir sína hönd, MÍNA og annarra.
Hugurinn er með hópnum en skrokkurinn neitar að koma með.
Beturvitringur, 20.12.2008 kl. 02:56
Mætum öll á morgun ! :)
Sigurbjörg, 20.12.2008 kl. 03:18
Duglega konaEigðu góðan dag
Jónína Dúadóttir, 20.12.2008 kl. 07:54
Ía Jóhannsdóttir, 20.12.2008 kl. 08:33
Þú ert greinilega búin að vera dugleg í bakstrinum þrátt fyrir að þú viðurkennir ekki slíkt
Skil vel að stelpurnar þínar tárist yfir jólasnjónum - ég elska þessa hvítu fegurð líka og finnst grátlegt að þetta eigi að hverfa fyrir jól
Dísa Dóra, 20.12.2008 kl. 08:33
Já þú ert bara reglulega dugleg þótt þú þykist ekki vera það Dætur þínar held ég séu einnig bara vel heppnaðar manneskjur. Allavega úr því þær tárast yfir jólunum - þá hljóta þær að vera góðar
, 20.12.2008 kl. 09:16
Ráð sem dugar vel: Njóta snævarins NÚNA; fara í þotuferð, göngutúr, sitja á bekk, fara með heitt á brúsa og setjast í almenningsgarð til að horfa og fá sér heitt að drekka.
Þá verðum við búin að njóta hans þegar/ef hann fer um/fyrir jólin!
Trúið mér (*_*)
Beturvitringur, 20.12.2008 kl. 16:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.