Fimmtudagur, 11. desember 2008
Svo margir menn - bara tíu fingur að telja á
Ég varð alveg stórhneyksluð þegar ég sá niðurstöðuna úr þessari merku rannsókn sem sýnir að tæpur helmingur allra karla og þriðjungur allra kvenna hefur logið til um hvað þeir hafa lesið í þeim tilgangi einum að vekja hrifningu vina eða mögulegra maka.
Ég alveg gapti. Hvað er að fólki? Er sumum manneskjum ekkert heilagt? Ha?
Æi svo mundi ég að þessi ósköp hafa hent mig.
Merkilegt eins og ég hef alltaf verið heiðarleg í samskiptum við hitt kynið. Jebb. (Dúa þegiðu).
Ég var auðvitað ung og töluvert mikið barn, annars hefði ég ekki framið svona svíðingsverk.
Unglingsárin kölluðu á grimmilegar aðgerðir í hamslausri leit minni að maka. Jebb - satt.
Ég var skotin í hippastrák og nei hann var enginn íslenskur helgarhippi sem vann í Plastprenti eða Hampiðjunni á virkum dögum, hann var danskur kallaði sig Nelly, hafði aldrei unnið handtak og það hringlaði í honum út af öllum bjöllunum sem héngu um hálsinn á honum.
Ég sagði: Nelly, auðvitað hef ég lesið "The Mushroom and the Holy Cross", hvað heldur þú drengur þegar hann spurði mig.
(Bók þessi er jafnleiðinlegast rugl á prenti sem ég hef enn rekist á.)
Þetta samtal fór auðvitað fram á dönsku þar sem við vorum stödd á Karusellen í Kongens Köb og ég ætlaði að koma drengnum í rúmið hvað sem öllum sveppum leið.
Í annað skipti tók ég til örþrifaráða og laug að einum af mínum fjölmörgu eiginmönnum (sem líka var hippadjöfull) og ég gerði það til að ná að hala hann inn og innsigla bráðina. Hviss bang.
Biblía þessa manns var Jónatan Livingstone Máfur og eftir að hafa reynt að lesa hana nokkrum sinnum hvar ég festist í myndunum af þessu gargandi villidýri og heimspekingi í fuglslíki vegna þess að myndirnar voru ögn þolanlegri en hundleiðinlegur textinn, sá ég mér þann kost vænstan að ljúga upp á mig lestri á bókinni.
Maðurinn féll beint á hnén og bað mín með snarasta.
Úff - ég alveg bráðnaði niður í tær, eða var það þegar næsti eiginmaður bað mín? Man það ekki. Svo margir menn - bara tíu fingur að telja á. Jebb.
Síðan hef ég ekki logið mig inn á karlmenn. Ók, ók, ók, ekki alvarlega að minnsta kosti.
Já líf mitt er svo sannarlega efni í sögubók.
Spennandi og brjálað og aldrei leiðinlegt. Ansi blóðugt en aldrei leiðinlegt. Stundum óprenthæft en aldrei leiðinlegt.
Farin að þurrka af - helvíti leiðinlegt.
Pís.
Falalalalalala
Logið til að heilla náungann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Bækur, Lífstíll, Menning og listir | Breytt s.d. kl. 17:57 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 45
- Frá upphafi: 2987323
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 43
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Ja hérna. Mér hefur bara aldrei dottið svona viska í hug - kannski bara aldrei fallið fyrir bókhneigðum manni. Hef í það minnsta aldrei logið því til að ég gæti lesið nótur
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 11.12.2008 kl. 18:32
bækur sem ég hef lesið má telja á fingrum annarar handar og mér finnst bara ekkert meira kúl að hafa lesið hinar og þessar bækur, frekar en að hafa séð hina og þessa bíómyndina. horfi s.s. sjaldan á bíómyndir.
einu sinni var annar hver maður í kring um mig að tala um og vitna í bókina The hitchhiker's guide to the galaxy. mér áskotnaðist bókin, reyndar í íslenskri þýðingu. ég las hana ekki hálfa þegar ég gafst upp. fannst hún bara ekki skemmtileg. reykt síld og eitthvert rugl sem átti að vera svo svakalega fyndið, en var komið hringinn og orðið ófyndið.
Brjánn Guðjónsson, 11.12.2008 kl. 19:11
æ borgar sig ekkert ad ljúga sig inná nokkurn mann...upp komast svik um sídir stendur einhversstadar og thá er mann i vondum málum... bara what you see is what you get hérna megin og mér likar thad vel
María Guðmundsdóttir, 11.12.2008 kl. 20:14
Jenný þú ert skrautleg! Það er orðið yfir þig.
Og drífa svo í því að koma bókinni á skinn, alla vega fyrir næstu jól, það er víst orðið of seint núna nema þeim verði frestað eins og í Delerium Búbónis.
Ía Jóhannsdóttir, 11.12.2008 kl. 21:25
Sko, bara til að fyrirbyggja misskilning þá er ég að ljúga þessu að stærstum hluta.
Í guðanna bænum ekki trúa öllu sem ég set á bloggið.
Jiha.
Jenný Anna Baldursdóttir, 11.12.2008 kl. 22:59
La Karusell. já, frábær staður! Kom þangað 15 ára. En ég mótmæli því að Jónatan Livingstone Mávur sé leiðinleg bók og sömuleiðis er Hitchhiker's Guide to the Galaxy rosalega skemmtileg, gefið þessu sjans!
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 11.12.2008 kl. 23:35
Jennú þú verður að telja tjallana á tánum líka...og Jónatan mávur er bara bestur!!!
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 11.12.2008 kl. 23:44
æi það er svo frábært að lesa það sem þú skrifar!
Takk kærlega fyrir mig.
kv.Kristín
Kristín Bjarnadóttir, 12.12.2008 kl. 00:15
Hann var góður þessi!?!?!?!?!?!!!
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 12.12.2008 kl. 00:21
Sama lífsreynsla hér hvað varðar Jónatan Livingstone Máf - sem manni átti að þykja svo djúp - komst ekki nema á fyrstu eða aðra blaðsíðu og skoðaði svo myndirnar áður en ég henti henni frá mér. Sem betur fer hef ég ekki kynnst karlmönnum sem hafa gert það að skilyrði fyrir uppstunu bónorðs að hafa lesið þá bók. Hef reyndar aldrei fengið bónorð svo ég muni - það var víst ég sem sá til þess og ber mesta ábyrgð á þeim gjörningi að drösla aumingjans drengnum sem er sá eini sem hefur gengið upp að altarinu með mér þangað. Sú lífsreynsla nægir mér fyrir lífið, og eftir á að hyggja hefði ég alveg viljað vera án hennar, en allir gera víst mistök, eins og við vitum, - þó ekki gangist allir við þeim - eins léttilega og ég og þú.
Greta Björg Úlfsdóttir, 12.12.2008 kl. 16:10
Hins vegar lét drengurinn sér ekki segjast, þó hann hefði fyrri göngutúrinn sem víti til varnaðar og endurtók athöfnina með annarri konu tuttugu árum síðar, - en kannski hefur það verið hann sem bar upp bónorðið í það skiptið, þó núverandi frúin hans þyki býsna stjórnsöm - hef reyndar ekki spurt hann að því og ætla mér ekki að gera það þar sem mig langar hreint ekkert að vita það.
Greta Björg Úlfsdóttir, 12.12.2008 kl. 16:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.