Leita í fréttum mbl.is

Bráðlega fyllum við Egilshöll (þrátt fyrir að við séum ekki þjóðin sko)

Fundurinn í kvöld var ótrúlega öflugur

Þvílíkur fjöldi af fólki samankomin og stemmingin var áþreifanleg.

Allir fummælendur voru kraftmiklir og góðir en Margrét Pétursdóttir verkakona, kom sá og sigraði.

Hvar hefur þessi frábæra kona falið sig fram að þessu?

Það er ógleymanlegt að upplifa samkenndina sem ríkti á fundinum í kvöld og það gerir það að verkum að ég trúi að almenningur geti flutt fjöll ef honum dettur það í hug.

Samtakamátturinn er nefnilega öflugt tæki.  Við Íslendingar erum að komast að því þessa dagana.

Ráðherrarnir voru ráðherrar, ekkert nýtt þar að fá en þeir mættu flestir og fá plús í kladdann fyrir það.

Mér fannst þó að ISG hefði mátt skilja hrokann eftir heima því hann skein klárlega í gegn á tímabili.

Hún talaði um að það væri ekki endilega þjóðarvilji sem endurspeglaðist í troðfullu Háskólabíói.

Reyndar hef ég engan heyrt sem heldur því fram að fundargestir á borgarafundum eða mótmælum á Austurvelli séu að gera tilkall til neins annars en að á þá sé hlustað, að hætt verði að ljúga að þjóðinni, svo bljúgar óskir okkar séu nefndar.

Hvað um það, meirihluti almennings í þessu landi vill kosningar á nýju ári og framhjá því verður ekki horft.

Og við hættum ekki fyrr en þeirri ósk verður framfylgt.

Sorrí, en þannig er nú það þið sem eruð í miðjum friggings björgunarleiðangri.

Bráðlega fyllum við Egilshöll.

Þetta í kvöld var aðeins æfing.

B.t.w. Geir var ferlega hissa á hvað margir voru á fundinum. 

Geir vakna, átta sig og hrista af sér slen.

Djísús.


mbl.is Bankaleyndina burt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Þessi fundur var frábær.  Það var kominn tími til að ráðherrar og þingmenn kæmu á fund og hlustuðu á eitthvað annað en mjálm og varfærnislegt tal, eins og þeir eru sjálfsagt vanir á "já" fundum sinna eigin flokka.

Margrét Pétursdóttir var frábær, mér skilst að hún sé dóttir Péturs "sjómanns", sem var lengi forstjóri Hrafnistuheimilanna.

Veruleikafirring sumra ráðherranna skein í gegn

Sigrún Jónsdóttir, 25.11.2008 kl. 00:43

2 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Sæl bloggvinkona.

Ætli ISG hafi nú ekki verið að vísa til yfirskriftar fundarins "Við erum þjóðin" - eða er nú ekki svolítið yfirlæti í þeirri yfirskrift?

Annars var þetta kröftugur fundur. Hann var ekki síst góður fyrir það að fundarstjórinn leyfði hvorki ólæti né dónaskap, en passaði vel upp á að menn fengju að koma skoðunum sínum að og spyrja áleitinna og gagnrýninna spurninga. Hann á heiður skilið fyrir það.

Þetta voru sannkölluð samræðustjórnmál - þó persónulega fyndist mér sumir þarna sleppa of billega. Það er önnur saga.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 25.11.2008 kl. 00:46

3 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

neinei, elsku tjéllingin mín.það var engin þjóð mætt þarna. þjóðin var hinsvegar mætt í klósettskálina minni í köld. alveg satt. spurðu bara Sollu og Geir.

Brjánn Guðjónsson, 25.11.2008 kl. 01:48

4 Smámynd: Alexandra Briem

Ég er mjög sammála um gæði fundarins og hvernig hann fór fram, en ég er eiginlega soldið ósammála með hana Margréti Pétursdóttur.

 Mér leið svona eiginlega eins og hún væri að reyna að 'hijacka' fjöldahreyfingu sem beindist að einhverju einu, og nota hana fyrir annað baráttuefni.

Meina, ég er algjörlega fyrir jafnrétti kynjanna, og konur ættu að vera stærri þátttakendur í bæði viðskiptalífinu og pólitík. En það var ekki það sem þessi fundur snerist um, og mér fannst hún eiginlega vera komin töluvert langt út frá efninu.

Alexandra Briem, 25.11.2008 kl. 01:57

5 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Fundurinn var góður ég sá hann í beinni í vinnunni minni á barnum í kvöld, allir viðskiptavinirnir horfðu með mér.  Aðeins einn af þeim sagði lýðskrumarar, þegar talað var illa um Do. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 25.11.2008 kl. 02:04

6 Smámynd: Neddi

Ólína, hvar hefur það komið fram að yfirskrift fundarins hafi verið "Við erum þjóðin"?

Fundirnir hafa verið auglýstir undir yfirskriftinni "Við erum ekki bara mótmælendur. Við erum viðmælendur!" en ef þú veist betur þá máttu endilega upplýsa mig. 

En hvað veit ég svo sem. Ég er bara í undirbúningshópnum.

Neddi, 25.11.2008 kl. 02:15

7 Smámynd: Sigurður Haukur Gíslason

Ég var á fundinum og kvitta undir öll þín orð hér að framan. Þessi ríkisstjórn er búin að mála sig útí horn en áttar sig ekki á því.

Því fyrr sem hún stígur niður, því betra.

Sigurður Haukur Gíslason, 25.11.2008 kl. 02:19

8 Smámynd: Tiger

Mér fannst fundurinn hinn ágætasti, en oft á tíðum fannst mér spurningar úr sal vera bæði slappar og fólk hamaðist bara við að troða einu atriði fram .. ríkisstjórnina burt. Ungfrúin sem talaði mest um eldamennsku, að fara út með ruslið, uppvask, eldhúsvinnu og fleira í þeim dúr - missti algerlega marks - var steindauð einhvern veginn og ég man ekkert eftir hana nema .. jamm! Aðrir voru nokkuð fínir bara, að mestu leiti allavega.. 

Salurinn endurspeglaði mig ekki - og ég hann ekki heldur - ég vil ekki kosningar í vetur. Ég er sammála því að það eigi ekki að eyða tíma í kosningaslag og endalausa loforðapakka sem aldrei standast á þessum grimmu tímum sem nú vaða yfir okkur. Stjórnarandstaðan ætti frekar að sameinast í að vinna saman - standa með stjórninni núna - og gera það sem hægt er til að við megum sigla hratt og vel í gegnum þetta erfiða tímabil.

Aftur á móti vil ég að Davíð Oddsson verði leystur frá störfum hið fyrsta - en það myndi strax skapa örlitla ró hjá stórum hluta "þjóðarinnar" - og með því myndi stjórnin skapa sér aðeins meiri vinnufrið og virðingu, frá mér allavega og örugglega mörgum öðrum..

Annars er ég góður bara og sendi þér knús og kram.. hafðu ljúfa vikuna Jenný mín and stay cool like always.

Tiger, 25.11.2008 kl. 04:18

9 Smámynd: Huld S. Ringsted

Sá ekki fundinn í sjónvarpinu, hann hefur eflaust verið góður. En það er nú mín skoðun að ríkisstjórnin á að hreinsa skítinn eftir sjálfa sig svo væri hægt að fara í kosningar. Er mikið á móti kosningum núna, finnst að allir tíkusar ættu að sameinast um að bjarga skútunni en ekki að vera að eyða tíma í kosningaherferð með öllu því tilheyrandi.

Huld S. Ringsted, 25.11.2008 kl. 07:39

10 Smámynd: Letilufsa

Sammála Huld, en gott væri að fá betri svör frá tíkusum og útrásarvíkingum. Allt uppá borðið takk!

Letilufsa, 25.11.2008 kl. 07:56

11 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég hef sagt það áður en get alveg sagt það einu sinni enn: Fjármálaeftirlitið burt - seðlabankastjórnina burt - seðlabankastjóra burt og kjósa í vor!!

Gegna! 

Hrönn Sigurðardóttir, 25.11.2008 kl. 08:30

12 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ég vil ekki kosningar strax, það er sko nóg að gera við að laga það sem aflaga hefur farið. Það verður akkúrat ekkert gert í því, ef allir fara núna að skella sér í framboðsstellingarnar.

Jónína Dúadóttir, 25.11.2008 kl. 08:34

13 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Sammála Jónínu.  Leyfum þeim að sanna ,,ágæti" sitt fram á vor. 

Ía Jóhannsdóttir, 25.11.2008 kl. 10:37

14 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég er til í að bíða fram á vor.  Ekki seinna en þá á að kjósa.

Ég trúi því ekki að fólk vilji að þessir sömu pólitíkusar starfi hér út kjörtímabilið þar sem fara á í saumana á því sem hefur gerst.

Þá getum við gleymt því að eitthvað raunhæft komi út úr málinu.

Jenný Anna Baldursdóttir, 25.11.2008 kl. 10:49

15 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

út með hrokaliðið og vangetupakkið sem fyrst..fáum frábæra utansþingsstjórn og fyllum hana af sérfræðingum sem við treystum til að koma rannsóknum í gang og vaða í bankaspillinguna og ruglið eins og það leggur sig...út með seðlabankatjórnina og endurnýjum fjámálaeftirlitið og setjum á laggirnar ókrosstengdar skilanefndir. Svo kjósum við í vor um nýtt fólk, nýjar stefnurs og strauma og verðum í takt við kröfu þjóðar um alvöru lýðræði, samhjálp, samkennd og virðingu frjótt og skapandi mannlíf se leyfir öllum að vera með. Hættum að láta bjóða okkur svona vitvana fólk og hrokafulla framkomu. Við eigum svo miklu betra skilið.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 25.11.2008 kl. 12:01

16 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Ég er svo óánægð með ISG að ég sagði mig úr flokknum. Var hún á námskeiði hjá Geir sem var á námskeiði hjá hernaðarráðgjafanum?

Rut Sumarliðadóttir, 25.11.2008 kl. 12:26

17 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Stjórnin ætlar greinilega ekki að víkja þrátt fyrir völvuspána um hið gagnstæða ... djö ... 

(Fékk svarið þitt í morgun. )

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 25.11.2008 kl. 12:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 2986898

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.