Leita í fréttum mbl.is

Manstu eftir mér fíflið þitt?

nef

Hér á kærleiks gerast hlutir.

Eitthvað spennandi og ævintýralegt hendir mig á hverjum degi.

Áðan hringdi dyrabjallan t.d. og ég er ekki að ýkja. 

Úti stóð hávaxinn maður með andlit nánast hulið alskeggi.

Ég: Góðan daginn.

Hann: Góðan daginn, Manstu eftir mér?

Ég: Nei, á ég að gera það?

Hann: Þekkirðu mig virkilega ekki?

Ég: Nei, bara alls ekki, því miður.  Reyndar myndi þín eigin móðir ekki þekkja þig, það rétt sést í augun á þér.

Hann (hlægjandi): Þú ert nú meira fíbblið.  Hahahahaha.  Breytist aldrei, alltaf jafn ósvífin.  Hahaha.

Hann aftur: Við unum saman á skrifstofu sóandsó í denn.

Ég: Já, nú man ég.  Hvert er erindið?

Hann: Ég er með blöð sem eru skrifuð út frá biblíunni og mig langar til að bjóða þér þau.

Ég: Nei, nei, nei, nei, kemur ekki til greina, ekkert biblíuvesen inn á mitt heimili.  Sérstaklega ekki hliðarskrif við viðkomandi bók.

Hann: Áttu ekki kaffisopa, við getum spjallað og ég sýnt þér þetta í rólegheitum.

Ég: Jú ég á kaffi og nei þú kemur ekki inn til að troða inn á mig einhverju sértrúarsafnaðarriti.

Hann (ætlar að taka mig á idjótasálfræðinni): Ertu hrædd við Guð?

Ég: Já er það ekki meiningin?

Og svo var þetta svona smá blablabla og blíblíblí áður en hann fór og bað guð að blessa mig.

En nú verð ég að segja ykkur leyndarmálið.  Ég hef ekki grænan grun um hver þessi maður er, man ekki eftir honum enda vann ég á skrifstofu sóandsó fyrir þrjátíu árum eða svo.

Guð forði mér frá trúboðum.

Á krepputímum er sótt að manni úr öllum áttum.

Þetta er að gera mér hluti.

Farin að fikta í nefinu á mér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þekktur söngvari og íssali bankaði eitt sinn uppá hjá mér og bauð mér disk. Ég benti honum á skilti sem bannaði alla sölu í stigahúsinu. Sama dag hvarf skiltið....ehm

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 14:14

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Við getum orðað það þannig að maður fær góða æfingu í að segja nei!!! ;)

Hrönn Sigurðardóttir, 18.11.2008 kl. 14:22

3 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 14:24

4 Smámynd: Þröstur Unnar

Hræðslupúki.

Þröstur Unnar, 18.11.2008 kl. 14:52

5 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

blessaður maðurinn...

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 18.11.2008 kl. 15:01

6 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

hva! vildurekki meðtaka ésú?

Brjánn Guðjónsson, 18.11.2008 kl. 15:36

7 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Já, er það nema von að heilbrigt fólk óttist guð. Hann lét sér nú ekki muna um að senda alls konar óáran á þá sem honum líkaði ekki við og svo þurrkaði hann út mannkynið á einu bretti hér denn. Annars má segja að hann og seðlabankastjóri eigi ýmislegt sameiginlegt. Báðir sköpuðu, guð heiminn en Davíð frjálsu bankana og svo þegar allt var orðið að Sódómu og Gómorru var eina ráðið að þurrka allt út.

Steingerður Steinarsdóttir, 18.11.2008 kl. 15:44

8 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

góður,knús á þig elsku Jenný

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 18.11.2008 kl. 16:17

9 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 18.11.2008 kl. 16:36

10 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

God of fear is not here, but God who´s dear is always near.  ... Engin þörf á fúlskeggjuðum köllum til að draga Guð í bæinn þegar hann/hún/það er hvort sem er á svæðinu! ..

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 18.11.2008 kl. 16:41

11 Smámynd: Linda litla

he he he skil þig vel, ekki nenni ég að sitja uppi með svona fólk. Hef nóg annað að gera við minn tíma.

Linda litla, 18.11.2008 kl. 18:29

12 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ég beiti Þjóðkirkjunni fyrir mig í svona tilvikum.

Enda fer ég stundum í messu í henni.

Greta Björg Úlfsdóttir, 18.11.2008 kl. 20:14

13 Smámynd: Kolgrima

Þessi er góð! Ég ætla að hugsa til þín næst þegar trúboði bankar á hurðina hjá mér - ég fæ nefnilega alltaf svo mikið samviskubit þegar ég segist því miður ekki vilja rabba við fólk sem er búið að hafa fyrir því að klifra upp á fjórðu hæð!

Kolgrima, 18.11.2008 kl. 20:51

14 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Aldrei of illa farið með góða trúboða ...

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 18.11.2008 kl. 21:54

15 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

ARGH  

Frændi minn einn tók eitt sinn tvo trúboða (Vottar held ég) á beinið. Hleypti þeim ekki inn en stóð í dyrunum og fór að rökræða við þá um maríu mey og hennar meinta meydóm.

frændi: ég er ekkert að segja að hún María hafi verið verri manneskja fyrir vikið en auðvitað svaf hun hjá Jósep fyrir hjónaband og þorði ekki að viðurkenna það. Tíðarandinn var bara þannig.

Vottarnir sáu að þessum manni væri ekki viðbjargandi og létu sig hverfa.

Jóna Á. Gísladóttir, 19.11.2008 kl. 00:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband