Leita í fréttum mbl.is

Ég vildi vera verðurathugunarkona eða vitavarða

Ég held að ég sé antisósjal. 

Með árunum stend ég mig að því að vera alveg ferlega leiðinleg þegar sjálfshátíðir eru annars vegar.

Edduverðlaunaafhendingin er sjónvarpsefni sem mér leiðist svakalega. 

Óskarsverðlaunin reyndar líka.

Fyrirgefið en ég fæ nákvæmlega ekkert út úr svona jippói.

En Egill Helga vann þrjár Eddur og það sá ég.  Hann átti alveg inni fyrir því.

Og minn annars rólegi eiginmaður hringdi töluvert mörg símtöl til að kjósa Egil sem sjónvarpsmann ársins eða eitthvað svoleiðis.

Annars fékk sú frábæra kona Elísabet Ronaldsdóttir Edduna og ég get svarið það, það var þess virði að verða vitni að því.  Enda bara snillingur hún Beta.

Svo fór ég annað að sýsla.

En ástæðan fyrir því að ég er að opinbera í mér vitavarðarelementið eða Hveravallagenið er sú að ég vil ekki hafa kreppufærslu efsta þegar ég fer og legg mig.

Ég ætti í raun að vera veðurathugunarkona á Hveravöllum þ.e. væri það jobb enn við líði.  Hitta ekki kjaft mánuðum saman.  Stundum líður mér bara þannig.

Eða liggja í vita út við endamörk heimsins þar sem vindurinn hvín og það brakar og brestur í vitanum og bara bækur á bækur ofan að lesa.

Einn mínus við vitann.  Ég er svo lofthrædd.

Ég tek það næst besta, ég pirra mig á Eddunni.

Meinið er að ég er ekki einu sinni pirruð af því ég skipti um stöð og sagði bæbæ Edduverðlaun.

Annars er Ísland svo lítið þjóðfélag að það er alltaf sami hópurinn á svona verðlaunahátíðum.

Maður er alveg: Já hann hefur fitnað síðan í fyrra.  Hún er í sama kjólnum og þegar hún vann í fyrra.  Þessi er búin að eiga, hún var ólétt í fyrra.  Lítur vel út.  Jösses.

Ekki að þetta sé eitthvað séríslenskt fyrirbrigði.  Í Ameríku er þetta alltaf sama liðið kjósandi hvert annað hægri - vinstri.

Hvað um það til hamingju Egill.

Nokkuð gott mál segi ég verandi áhangandi þátta mannsins, svona oftast að minnsta kosti.

En Betan hún var flottust.  Beisíklí komst enginn með tærnar þar sem stúlkan hefur hælana.

Djö.. hætt þessu tuði - farin að hallast.

 


mbl.is Brúðguminn hlaut sjö Edduverðlaun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Soffía Valdimarsdóttir

Vitavarða! Þú ert óborganleg!

Ætli húmor sé ekki þinn æðri máttur?.....

Soffía Valdimarsdóttir, 16.11.2008 kl. 22:31

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Við gætum verið saman á Hornbjargsvita!! Þú svona lofthrædd og ég svona lofthrædd

Hugsanlega gætum við leiðst upp - eða bara sleppt því að fara upp og litið í bók í staðinn

Hrönn Sigurðardóttir, 16.11.2008 kl. 22:40

3 Smámynd: Ragnheiður

einu eddurnar sem mér fundust ekki verðskuldaðar voru einmitt þessar sem E.H. fékk. Mér finnst kallinn stórlega ofmetinn.

Ég hef gaman að Eddunni.

Ragnheiður , 16.11.2008 kl. 22:51

4 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ég sá Egil bara taka eina Eddu en ég svaf náttúrulega alveg rosalega vel "undir" Eddunni

Sigrún Jónsdóttir, 16.11.2008 kl. 22:53

5 Smámynd: Steingrímur Helgason

Alltaf gaman þegar listaakademínan klórar sér sjálfri á bakinu.

Ættir mázke 'karríer' í að verða vitaverja, frekar en hálfvitaverja, hver veit, en fyrir veðrinu treyzti ég þér ekki fyrir túkall, gatlauzt.

Steingrímur Helgason, 16.11.2008 kl. 22:58

6 Smámynd: Máni Ragnar Svansson

Það hefði verið skemmtilegra ef þetta hefði verið svona Pornómyndaverðlaunahátíð.... og svo hefðu verðlaunin verið "Greddan", sýnt úr góðum hressilegum klámmyndum, inn út, inn út, en annars skil ég þig vel, maður er einhvern veginn kominn með ógeð á sjálfumglöðu fólki.

Máni Ragnar Svansson, 16.11.2008 kl. 22:59

7 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Ég er bara að vinna og sá enga Eddu eða annað sjónvarp. Það eru svo margir kostir við að vinna á kvöldin og um helgar.

Helga Magnúsdóttir, 16.11.2008 kl. 23:00

8 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Það vantar víst bráðum veðurathugnarkvinnu á Dalatanga, austasta og afskekktasta stað landsins. Það er svo út úr að þar hafa mennn ekki einu sinni heyrt af kreppunni enda er þetta svo að segja í útlöndum. Þarna  er sjálfvirkur viti og þú þarft ekkert að gera nema gá til lofts og lesa af hitamælum sem á þessum stað geta sýnt allt upp í 19 stig í janúar. Heitt djobb.   

Sigurður Þór Guðjónsson, 16.11.2008 kl. 23:03

9 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Mikið er ég ósammála þér núna Jenný mín, nema með Egil Helga sammála vel að Eddunni kominn, hann er orðin ómissandi en OMG hann verður að skipta um fæði og ekki bætti úr að vera í ljósum jakkafötum hann vantar stílista greinilega. Og hún Beta þín var verst klædda konan á Eddunni, algert svínarí að niðurlægja Upphlutinn á þennan hátt og ef hún heldur að þetta sé smart, þá vantar hana líka stílista. Ég hef ekki séð bíómyndina sem hún vann klippið fyrir en hún hlýtur að vera góð úr því hún bakaði Valdísi. - Ég hef ekki um margar stöðvar að velja en skemmti mér mjög vel við að horfa á Edduna úr sófanum og hér er enn ein gagnrýnin frá mér eða spurningin; Hver dressaði Menntamálaráðherra í þennan P-Ú-K-Ó kjól? Veist þú það Jenný mín? Að lokum úr því þetta er svo gaman hérna hjá mér, hjá þér, þá fannst mér Ragga Gísla bera af, flottust. Hvað fannst þér? Eða missturðu af því?  

Eva Benjamínsdóttir, 16.11.2008 kl. 23:09

10 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Ég nennti ekki að horfa á þetta - sorrí.

En vitavarðaelementið skil ég fullkomlega. Ég er nefnilega sjálf haldin því.

Góða nótt bloggvinkona.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 17.11.2008 kl. 00:07

11 Smámynd:

Skelfing er þetta skemmtilegt nýyrði - vitavarða. Verst að allir vitar eru vitasjálfvirkir og því vitagagnslausir fyrir fólk með viti. En ég skil vel svona eintrjáningsskap - er svona sjálf. Og ég lét það eftir mér að horfa ekki á Edduna

, 17.11.2008 kl. 00:17

12 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Dagur Kári var best klæddi herramaðurinn, grafalvarlegur stíll til umhugsunar. Góða nótt vitavarða..!!!

Eva Benjamínsdóttir, 17.11.2008 kl. 01:08

13 Smámynd: María Guðmundsdóttir

vitavarda..ójá..allavega af og til yfir árid.. gæti madur ekki bara komid i heimsókn yfir jól og páska?? held thad bara..

hafdu gódan dag Jenný, krammar til thin

María Guðmundsdóttir, 17.11.2008 kl. 06:34

14 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Mér hefur alltaf fundist vera svo mikill sjarmi yfir svona einmenningsdjobbum... en ég héldi það ekki út nema svona eina og eina helgiEigðu góðan dag og ennþá betri viku

Jónína Dúadóttir, 17.11.2008 kl. 07:16

15 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

fyrst að fólk er farið að tala um klæðnað fólks á Eddunni.... Mig langar til að taka hana Þorgerði Katrínu og berja hana... allavega hrista duglega.. hvernig í ósköpunum er hægt að finnast þessi kjóll flottur?? Eins og henni hefur klárlega fundist. Þetta er ekki spurning um smekk. Sumt er bara LJÓTT. Óg hún svona bráðhugguleg kona sem hefur alla möguleika á að klæða sinn fína vöxt í eitthvað almennilegt.... ARGH

Þetta var svona u.þ.b. sem ég náði að sjá áður en ég skipti  aftur um stöð.

En jeiiiii fyrir Betu

Jóna Á. Gísladóttir, 17.11.2008 kl. 09:31

16 identicon

Verðurathugun....;o) Verð nú að segja að ást ykkar á Agli er ekki skiljanleg í mínum huga, finnst hann afar óspennandi sjónvarpsmaður og það vart verðlaunavert, að smala til sín sömu álitsgjöfum viku eftir viku sem alltaf segja það sama....Kiljan var þó eini lífstílsþátturinn(!) sem kom til greina af þeim sem í boði voru.

Halla (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 09:48

17 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

MySpace and Orkut Animal Glitter Graphic - 4Knús kveðjur til þín elsku Jenný mín:):)

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 17.11.2008 kl. 10:28

18 identicon

Verðum að halda partí og sveifla Eddu. Kannski kona skelli sér þá í hálfan fjallkonubúning. :) Ætli það verði allt vitlaust þá - luv.

Beta Ronalds (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 08:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.11.): 7
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 2986833

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.