Sunnudagur, 16. nóvember 2008
Ný jakkaföt - sami gítarleikari
Sjálfstæðisflokkurinn er tímaskekkja og Framsóknarflokkurinn líka.
Það er ekki í eðli þeirra að breytast, skipta um menn eða málefni.
Íhaldssamari flokkar eru ekki til á þessu landi.
Svo eru báðir flokkarnir eins og stofnanir, stofnanir sem engum tilgangi þjóna nema eigin hagsmunum.
Ég er auðvitað ekki að tala um þessa tuttuguogeitthvað sem kusu Framsókn síðast og heldur ekki sofandi sauðina sem kusu íhaldið.
Það voru allir í djúpum gróðærissvefni. Það var búið að ljúga fólk fullt, við vorum best, klárust, fallegust og sterkust.
Við vorum peningaséní.
Hér myndu menn hópast frá öllum heimshornum til að læra "The Icelandic way".
Fyrir mér er enginn munur á Framsókn og Sjálfstæðisflokki.
En nú ríður á fyrir þessar stofnanir að jazza upp ímyndina.
Hvað gera þeir þá?
Jú þeir flýta landsfundinum og ætla að endurskoða seigfljótandi afstöðu sína til Evrópusambandsaðildar.
Af því það er svo inn í dag.
Og nú eiga fyrrverandi og mögulega væntanlegir kjósendur (god forbid) að falla í stafi.
Þeim á að létta og hugsa; lengi er von á einum. Þeir eru að ná þessu, þeir skynja kall tímans.
Ég segi ykkur, látið ekki blekkjast. Það er verið að stinga dúsu upp í fólk.
Ég held að það hafi verið Bjöggi Halldórs sem bað um nýjan gítarleikara í bandið sitt, fékk hann og Bjöggi sagði eitthvað á þessa leið; Ný jakkaföt, sami gítarleikari.
Þannig er það með þessa landsfundi.
Nýir sokkar sama táfýlan.
Arg.
Formannsslagur í Framsókn? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Sjónvarp, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Táfýlan hefur versnað! Mörg táfýlulyktarbrögð hafa verið reynd, en fýlan hefur bara versnað! Eina lausnin í dag er afhöggun fóta!
Himmalingur, 16.11.2008 kl. 12:03
Jenný:
Ég leyfi mér að fullyrða að þú þekkir innra starfs Sjálfstæðisflokksins ekki vel. Þar fer nú fram mikil vinna, sem mun skila árangri á næstu mánuðum.
Sjálstæðisflokkurinn er flokkur hægri manna í landinu og líkt og í öllum öðrum löndum heimsins eru þeir býsna margir. Það er ekkert óeðliegt að flokkur, sem er búinn að vera í stjórn í 18 ár og leiða stjórnarsamstarfið í 17, þurfi að fara í smá naflaskoðun. Auðvitað hefði hann þurft að vera búinn í slíkri vinnu, en Sjálfstæðisflokkurinn er ekkert ólíkur mannfólkinu eða öðrum stjórnmálaflokkum, að það þurfti því miður eitthvað stórt að gerast til að fólk fari í átak!
Það er svo furðulegt með vinstra fólk að það heldur að kjósendur, sem eru til hægri og kannski svolítið óánægðir með sinn flokk, fari allt í einu að kjósa til vinstri. Það gerist ekki. Það kýs þá nýjan hægri flokk, eða gamla flokkinn sinn eða kýs bara alls ekki.
Guðbjörn Guðbjörnsson, 16.11.2008 kl. 12:03
Litlir karlar með táfýlu í hárinu.... sorglegt að þeir skuli stjórna landinu.
Huldabeib, 16.11.2008 kl. 12:16
Guðbjörn: Þú nærð ekki því sem ég er að tala um.
Svo má bæta því við að stór hluti kjósenda Sjálfstæðisflokks er ekki endilega hægri sinnað heldur hefur flokkurinn gengið í erfðir.
Sama með Framsókn.
Nú eru einfaldlega breyttir tímar.
Hilmar: Ekki ofbeldi. Híhí.
Jenný Anna Baldursdóttir, 16.11.2008 kl. 12:16
Jenný mín: Mér snérist hugur: Hausinn af! Það er ekki ofbeldi,heldur líknarstarf í þágu þjóðar!
Himmalingur, 16.11.2008 kl. 12:47
Alveg ótrúlega falskur þessi söngur hjá söngkennaranum Guðbirni. Evrópusinnaða sjálfstæðismanninum. Hann er iðinn við að draga fólk í dilka, sem ekki tilheyra geðklofnum trúarbrögðum hans. Vinstrisinnar, hnjóðsyrðið, kommúnistar væntanlega og legátar Stalíns og Pol Pot. Það gerir hann að sjálfsögðu að ferlsandi engli. Einhverskonar Imeldu Marcos með pung.
Eigum við kannski að kalla þetta Markaðshyggju og félagshyggju, svo við skiljum þetta betur. Fáræði vs fjölræði. Fullveldi vs lén.
Góði besti sparaðu fullyrðingar þínar um hugsanir fólksins í landinu. Það tekur enginn mark á þér hérna. Þú ert orðinn svona running gag á blogginu kallinn minn.
Jón Steinar Ragnarsson, 16.11.2008 kl. 12:51
Ég er alveg sammála þér Jenný. Ég vona að fólk sem hingað til hefur kosið Sjálfstæðisflokkinn og Framsókn - fari núna líka í innri naflaskoðum og tékki á því afhverju það hefur kosið flokkinn hingað til og hvort ekki þurfi meira en fótabað til að losna við þessa táfýlufélaga sem stjórna og stýra þessum flokkum.
Reyndar tel ég að hver og einn, sama hvar í flokki hann staðsetur sig - hafi gott af því að fara í innri naflaskoðum af og til. Best af öllu væri nú ef hægt væri að fá að kjósa menn og málefni frekar en flokka. Það eru nefnilega góðir og mætir menn og konur innan um allan fjósfnykinn - sem gætu vel lyft upp trú fólks á þingheimi. Nú til dags treystir fólk almennt bara ekki stjórnmálamönnum vegna fárra sauða sem oftar en ekki eru forustusauðirnir og þeir sauðir sem raða sér eins og tyggjóklessur við rassinn á þeim ... eða þannig!
Knús í sunnudaginn þinn Jenný mín..
Tiger, 16.11.2008 kl. 13:31
Ég hef einu sinni kosið Sjálfstæðisflokkinn og flokka það undir berskubrek!
Verst hvað það verður úr litlu að moða þegar verður kosið í vor - VG eru skást(ir), sýnist mér.
Við þurfum nýjan jafnaðarflokk þar sem ungt, vel menntað fólk ræður ferðinni. Kannski væri hægt að efla VG með góðri innspýtingu af því fólki, veit það ekki...
Greta Björg Úlfsdóttir, 16.11.2008 kl. 13:46
Við þurfum að búa til nýtt kefri..eiginhagsmunir flokkanna hverfa ekkert þó skipt sé um fólk í flokkunum. Og hvað valda hafa svo sem alþingismenn Í dag..EKKERT!!!! akkúrat ekki neitt. Það er bara staðreynd..og við eigum að losa okkur við þá alla saman..ef það væri einhver töggur í þeim væru þ.eir komnir í verkfall eða út á göturnar með fólkinu í landinu en í stað þess sitja þeir í þinginu og kvarta í fjölmiðla að þeir fái ekki að vera með!!! Einn þingmaður segist hafa fengið sjokk þegar hún kom á alþingi og sá að þar var bara ekkert gert..ekkert. Við höfum ekki efni á að endurtaka þessa vitleysu...sköpun nýjar leiðir og finnum alvöru fólk sem skilur hvað almannahagsmunir þýða í raun. Amen!!!
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 16.11.2008 kl. 13:53
Það getur ekkert nýtt komið frá sjálfstæðismönnum meðan Davíð hefur aðgang og nokkrir fastir áhangendur hans!
Edda Agnarsdóttir, 16.11.2008 kl. 14:27
Er búin að hlusta tvisvar á ræðurnar sem haldnar voru á Austurvelli í gær. Þar var sannleikurinn sagður um flokkakerfið. Pétur Gunnars lýsti þessu líka ágætlega í Silfri Egils þegar hann sagði aðspurður um Framsókn og Sjálfstæðisflokkinn: Þessir flokkar eru mjög veikburða, ekki myndaðir utan um verkefni dagsins í dag heldur málefni fortíðar.
Það sem þarf er algjörlega ný hugmyndafræði - það gerist ekkert ef þetta útjaskaða fyrirbæri sem þessir flokkar eru halda áfram að taka þátt í stjórn.
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 16.11.2008 kl. 15:35
Ég er sammála því að það þarf að stokka þetta allt upp.
Stjórnarskráin okkar er til dæmis búin að vera til bráðabirgða síðan 1944 - er það nokkurt vit?
En þessi uppstokkun verður auðvitað ekki eins og hendi sé veifað, ekki nema með byltingu og viljum við hana? Tæki nokkuð betra við? Það er alla vega víst að við tæki tími enn meiri hörmunga þangað til Fönix risi úr öskunni. Eða það held ég.
Ætli við verðum ekki að notast við flokkakerfið eitthvað áfram. Það þýðir samt ekki það sama og að láta það danka næstu 64 árin!
Greta Björg Úlfsdóttir, 16.11.2008 kl. 18:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.