Mánudagur, 10. nóvember 2008
Er það sléttlendið sem rúlar?
Ég var að dúlla mér hérna heima við, dusta ryk hér, raða þessu þar. Bara svona húsmóður eitthvað.
Ég gekk hér um sönglandi, ansi sæl svona með mig enda búin að pakka mér innan í hnausþykkan blekkingarvef til að geta haldið sönsum.
Satt best að segja er ég með stein í maganum. Ég er svo óttaslegin yfir því sem á eftir að dynja á okkur.
Ég hef bara ekki haft svo mikla orku eða getu til að horfa yfir sviðið vegna þess að það eru eilíft nýir bömmerar að skella á.
Og þegar ég las viðtengda frétt um fjármála- og viðskiptaráðherra sem n.b. hvorugur vissi um að það gengi erfiðlega að koma Icesave reikningum Landsbankans yfir í dótturfélag, þá var mér allri lokið.
Það læddist að mér illur grunur.
Hann gekk út á það að kannski er góður hluti ráðamanna alsendis ófær um að standa sig í djobbinu. Kannski eru þeir vanhæfir vegna skorts á reynslu og ættu að vera að gera eitthvað annað. Eitthvað datt mér í hug að sumir þeirra væru ekki miklar mannvitsbrekkur en það segi ég ekki upphátt.
Kannski er það bara sléttlendið sem rúlar í hópnum sem ræður landinu mínu. Hvergi þúfu að sjá í ríkisstjórninni.
Sussusussu.
Kannski er hægt að vera ráðherra á góðæristímum, bæði ímynduðum og raunverulegum, af því þá er auðveldara að fela vanhæfnina.
Svo reynir á og þá væflast þeir um eins og Þórður húsvörður eða Skúli rafvirki hvor um annan þveran og segja með uppglennt augu af undrun: Ég visseggertumetta.
Geta live.
Og gætum við fengið að kjósa sem fyrst plís.
Mig langar ekki að enda á fjandans Jótlandsheiðum.
Later.
Ráðherrarnir koma af fjöllum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Menntun og skóli, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 4
- Sl. sólarhring: 12
- Sl. viku: 73
- Frá upphafi: 2987154
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 72
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Segggðu, hér tók sig upp mikill pirringur
Ásdís Sigurðardóttir, 10.11.2008 kl. 15:40
Þetta er orðið gjörsamlega vitfirrtur veruleiki, sem við lifum í......og svo finnst fólki við vera eitthvað neikvæð
Sigrún Jónsdóttir, 10.11.2008 kl. 15:44
Ég tók góða ákvörðun í dag : losa mig við blessaðan gamla bílskrjóðinn minn, sem hefur þó þjónað mér vel síðustu 7 árin. Púff.
Losar eitthvað um 100 þús á ári sem ég get þá notað í annað en að þvælast í mengunarskýi um götum borgarinnar.
Kannski ráðamenn gætu gert það sama...
Greta Björg Úlfsdóttir, 10.11.2008 kl. 15:52
Ég veit ekki alveg hvort ég þarf að biðjast forláts eður ei - en nú hló ég dátt. Takk fyrir það, Jenný mín. En ekki að ráðherrum eða slíkum skríl heldur að þúfunum sem þú nefnir. Af ástæðum sem ég hirði ekki um að nefna hér varð ég nefnilega sérfræðingur í þúfum þegar ég var í Leiðsöguskóla Íslands um árið og fékk titilinn þúfnafræðingur - eða tussockologist á útlenskunni innan hópsins.
Ég ætla að skjóta að ykkur nokkrum staðreyndum um þúfur. Kannski er þetta bara í höfðinu á mér en í sléttlendis- og þúfnapælingum þínum sá ég meinfyndna samlíkingu.
Myndun þúfna
Fyrst er landið slétt og gróið. Síðan frýs það að vetri og þenst út. Því næst þiðnar landið ofan frá en helst útþanið vegna klakans undir. Rætur plantna binda jarðveginn þannig að hann nær ekki að sléttast alveg. Þetta ferli endurtekur sig og eftir nokkra áratugi er landið orðið þýft.
En ekki nóg með það. Einn ágætur þjóðgarðsvörður var með gestafyrirlestur í skólanum og sýndi okkur myndir af þúfum sem hún kallaði "Þingeyskar þúfur". Aðspurð hver væri munurinn á þingeyskum og til dæmis sunnlenskum þúfum vísaði hún í loftið í Þingeyingum og sagði þær geta orðið gríðarlega stórar, þessar þingeysku. Ekki vildi hún þó samþykkja að hægt væri að stinga á þeim og hleypa loftinu úr.
Ég sendi fyrirspurn til jarðfræðikennarans okkar um málið og ekki stóð á svarinu frá honum:
"Það er bleytan sem segir til um hve stórar þúfur verða. Því meiri bleyta sem er í jarðveginum því meiri líkur eru á að allar ójöfnur fletjist (renni) út. Flóar og mjög votar mýrar á láglendi eru t.d. mjög slétt.
Stórar þúfur í Þingeyjarsýslum benda til þess að loftið þar sé þurrprumpulegra. Síðan eru til hálendisþúfur eða rústir sem verða til í sífrera vegna þess að ísklumpar myndast í jarðveginum. Þær eru enn stærri en þær þingeysku!"
Hvergi þúfu að sjá hjá ríkisstjórninni, segirðu...
Það gerir bleytan samkvæmt þúfnafræðunum.
Svo var mér bent á frétt á Vísi fyrir tæpum 2 árum þar sem fram kemur nýyrðið "þúfnapólitík" í tengslum við Framsóknarflokkinn. En sú pólitík kemur bleytu, raka og myndun alvöruþúfna ekkert við.
Þetta var ritgerð um mannvit, raka og þúfur.
Lára Hanna Einarsdóttir, 10.11.2008 kl. 16:57
Fyndið ég er nýbúin að lesa fræðigrein um fyrsta "þúfnabanann", hér á landi. -
Svo var ég að sjá haft eftir Fjármálaeftirlitinu að þeir hefðu ekki sagt Viðskiptaráðherra frá stöðu mála hjá Icesavebanka.
Og þá er að vita hvort fjármálaráðherra hafi ekki heldur fengið að vita neitt.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 10.11.2008 kl. 18:25
Jótlandsheidar eru ekkert slæmar. Vesterhavet er rétt hjá. Notalegt fólk. Lyng og lykt sem minnir á Ísland.
Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 10.11.2008 kl. 19:14
Tja ég veit ekki um ykkur en Jótlandsheiðar hljóma sífellt meira spennandi í mínum eyrum........
Soffía Valdimarsdóttir, 10.11.2008 kl. 20:02
Ráðherrar komu af fjöllum! Hefði ekki bara verið best að þeir hefðu verið þar kyrrir?
Helga Magnúsdóttir, 10.11.2008 kl. 20:31
Kannski koma þeir fyrir jólin með gott í skóinn?...
Nei, seibasona. Misklukkað djók.
En hvað með þessar olíu- og gasfréttir á Stöð 2?
Evibara að verða rík aftur eftir nokkur ár, ef enginn verður búinn að gleypa okkur áður og borgum bara á einu bretti? Erum við að fara að vinna í lottó, kannski? Hef ekki séð neinn minnast á þessa frétt, kannski tú gúdd tú bí trú...
Greta Björg Úlfsdóttir, 10.11.2008 kl. 20:39
Fyrir mörgum árum sá ég tölvuleik í blaði. Ég keypti hann aldrei, enda fékk hall lélega dóma, en nafnið á honum var svo stórkostlegt að ég hugsa til hans oftar en ég þori að viðurkenna. Hann hét:
I have no mouth and I must scream
Þetta er bara eitthvað svo viðeigandi....
Villi Asgeirsson, 10.11.2008 kl. 20:52
I come from the mountains...
Jóna Á. Gísladóttir, 10.11.2008 kl. 20:59
Jótlandsheiðarnar eru bara farnar að hljóma nokkuð spennandi
Sigrún Jónsdóttir, 10.11.2008 kl. 21:14
Ha ha ha....svo fara ráðherrarnir að koma af þúfum en ekki fjöllum. Mannvitsslétturnar!!!
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 10.11.2008 kl. 21:16
Jónína Dúadóttir, 10.11.2008 kl. 21:36
...
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 10.11.2008 kl. 22:50
....hér eru fáar brekkur! Nema helst ég ;)
Hrönn Sigurðardóttir, 10.11.2008 kl. 23:16
Mannvitssléttur, þvílíkt réttnefni á stjórnarherrana og stjórnardömurnar.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 11.11.2008 kl. 00:57
Hér er nú öll alvaran í Íslendingum þessa dagana sem áður. Sannar eina ferðin enn að engin þjóð fær yfir sig betri stjórn en hún á skilið. Hvorumegin Atlantsála er fylgi leiðtoganna (Bush/Brown) í sögulegu lágmarki en hér er sko allt í góðu. Yfir hverju er fólk svo að fárast????
Svanur Gísli Þorkelsson, 11.11.2008 kl. 06:00
ekkert slæmt ad vera á jótlandsheidum sko
Hafdu gódan dag Jenný,thú ert sko alveg ágæt
María Guðmundsdóttir, 11.11.2008 kl. 07:57
Takk öll fyrir umræðuna.
Svanur: Þetta er svo brjálað að mig langar að garga. Við eigum þessa skítbuxa greinilega skilið.
Lára Hanna: Þetta kom mér til að vera í góðu skapi í allt gærkvöldi. Takk fyrir þúfnafyrirlesturinn. ARG.
Jenný Anna Baldursdóttir, 11.11.2008 kl. 08:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.