Leita í fréttum mbl.is

Kreppuspjall á kærleiks

Edda Rós Karlsdóttir, sagði á félagsfundi SVÞ í morgun að fyrsta verkefni stjórnvalda til að koma Íslendingum út úr kreppunni væri að koma krónulufsunni í gang.

Það eru allir reiðir þessa dagana og það er ekkert skrítið við það.

En afhverju er verið að beina reiðinni að blásaklausu krónukrúttinu sem hefur ekkert gert af sér nema að vera til?  Ekki  henni að kenna að hér séu fíbbl að möndla með´ana.

Króna var stór nammipeningur þegar ég var barn, túkallinn var heví djútí fjársjóður.

Skamm.  Ekki við krónuna að sakast.  En við eigum að nota hana í skartgripi og fara í evru.

En svo að krepputali dagsins hér á kærleiks.

Ég: Kreppan er heldur betur búin að setja strik í reikninginn.  Ég sem ætlaði til London að heilsa upp á barnabarnið og kaupa jólagjafir.  Fjárinn sjálfur bara.

Húsband ákveðinn: Það er út úr mynd.  Ekki séns að við höfum efni á því.

Ég: Ég veit það en ég ætlaði áður en delinkventarnir fokkuðu upp mínum fjárhag og fjárhag íslensku þjóðarinnar.  Ég gæti lamið þá.  Hreinlega slegið þeim saman. 

Húsband: Láttu ekki svona, það þýðir ekkert að ergja sig á þessu, við förum seinna.

Ég: Seinna, seinna, seinna, það er alltaf allt einhverntíma seinna, ég vil fara núna" (búin að tala mér til hita).

Húsband: Dona, dona, ástin mín, við getum skroppið á Þingvöll á sunnudaginn og tekið með okkur nesti. (Hann glotti viðurstyggilega).

Ég: Auli.

Kreppan er að kroppa í mitt dásamlega skapferli

Ég er að verða heiminum hættuleg.

Svo langar mig ekkert til London, nei ég vil ekki sjá það. 

Ég vil fara og hitta aðra hryðjuverkamenn í mínu fríi.

Mér líður vel með mínu fólki.

Og hana nú!


mbl.is Koma „krónulufsunni" í gang á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nesti og nýja hælaskó til þingvalla,flottur sunnudagsrúntur.Eða hjóla bara þangað.Það kostar ekkert

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 22:20

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Nei maður verður að halda sig á klakanum og fylgjast með öllu.

Á að skella sér á Þingvöll?

Jóna Á. Gísladóttir, 8.11.2008 kl. 00:20

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Þessi fjandans kreppa, ég vona bara að ég hafi efni á því að fara til Finnlands á næsta ári, ég er búin að fara þangað 10 sinnum undanfarin 8 ár.  Sem betur fer þarf ég bara að borga fyrir flugfarið og hafa smá vasapeninga til þess að hafa það gott þar, þar sem ég á mjög góða vini þar. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 8.11.2008 kl. 01:39

4 identicon

Hæ, Jenný, eruð þið ekki búin að splæsa í tölvumyndavél, hræódýr? Eða er fjölskylda þín úti ekki með tölvu og net? Ef maður kemst ekki til London, þá er gaman að leika sér með svona myndavél. barnið sýnir manni dótið sitt, herbergið sitt, íbúðina og alles. Datt þetta svona í hug.

Nína S (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 01:59

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ég er búin að banna notkun á orðinu "kreppa" á mínu heimili, spúsi minn var farinn að líkjast skuggalega mikið Jóakim Aðalönd í AndrésablöðunumGóða helgi mín kæra

Jónína Dúadóttir, 8.11.2008 kl. 05:38

6 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Hringja til London í gegnum SKYPE og spjalla við barnabarnið eins lengi og það hefur þolinmæði til. Fara svo á Þingvöll og treysta vor heit! Fram, fram, aldrei að víkja - Fram, fram, bæði menn og þjóð!

Ingibjörg Hinriksdóttir, 8.11.2008 kl. 08:02

7 identicon

Leggjum Eddu Rós af og gerum okkur krónuhálsfesti

Guðrún (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 08:34

8 identicon

Skunda á Þingvöll á himinháum hælum Jenný og aldrei að víkja!

kær kveðja

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 09:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.11.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 2986831

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband