Þriðjudagur, 4. nóvember 2008
Nördinn er með tvær í takinu
Ein aðal ástæðan fyrir því að ég er ekki búin að tapa þeirri litlu glóru sem ég enn hef yfir að ráða er einfaldlega sú að ég hef nóg að lesa þessa dagana.
Ég hef sagt það áður og segi það enn að eitt besta ráðið á svona tímum er að lesa sig í gegnum þá.
Nóg er framboð af bókum í ár eða 759 titlar, það ætti að duga vel fram á mitt ár.
Þessa dagana er ég með tvær í takinu, sko bækur. Reyndar var ég að ljúka annarri í gærkvöldi.
Bömmerinn við góðar bækur er að þær klárast alltaf.
Ljósaskipti er bók sem selst hefur selst í bílförmum í Ameríku.
Það má segja að bókin sé unglingabók fyrir unglinga á öllum aldri. Hún er um vampírur. Nútímavampírur sem eru nokkurs konar grænmetisætur, þ.e. þær lifa á dýrum ekki fólki. Mjög hipp og kúl.
Það er eitthvað við vampírugoðsögnina sem er svo heillandi en jafnframt skelfilegt.
Þarna er söguhetjan í nokkurskonar ástarsambandi við strák sem er blóðsuga.
Ég var að pæla í því hvort vampírumenn væru ekki toppurinn á tilverunni hjá spennufíknum konum, hverjum ég hef átt sögu um að tilheyra. Það yrði ekki afslöppuð stund með svoleiðis ástarviðfangi.
Hugsið ykkur að vera t.d. boðið út að borða af svona náunga og vera alveg: Verð ég drukkin eða kysst í kvöld? Velur hann mig eða af matseðlinum? Spenna, spenna, spenna.
Svona fyrirkomulag gefur hugtakinu "að geta étið einhvern" algjörlega nýja merkingu.
Ég mæli heils hugar með "Ljósaskiptum". Sökkvið tönnunum í hana börnin góð.
Svo er ég að lesa "Bókaþjófinn" líka.
Þetta er bók sem ekki verður lesin einn, tveir og þrír.
Bókinni hefur verið líkt við "Dagbók Önnu Frank" og ekki út í bláinn sýnist mér.
Á vef bókaútgefandans segir:
"Lísella hefur dálæti á bókum en til að geta eignast þær verður hún að stela þeim og í bókunum uppgötvar hún mátt orðanna og tungumálsins og um leið mátt illskunnar sem oft er tjáð í orðum. Þetta er sagan um hana og fólkið í götunni hennar sem bíður örlaga sinna þegar sprengjuregnið hefst.
Þetta er saga um hugrekki, manngæsku, gleði og ást en einnig ótta og óskiljanlega grimmd. Umfram allt er hún óður til lífsins og alls sem lífsandann dregur."
Til að gera langa sögu stutta þá er þessi bók algjör skyldulesning.
Ég þarf engin kreppuviðtöl við sálfræðinga eða geðlækna (ha presta? Eruð þið ekki í lagi?).
Reyndar horfi ég orðið nánast ekki á sjónvarp nema fréttir og fréttatengda þætti.
Syngjandi Býflugan á Skjánum er ekkert annað en ofbeldi á fólki sem á sér einskis ills von í kreppunni.
Útsvar, spurningakeppnin á RÚV gerir ekkert fyrir mig heldur, bara ekki mín kókdós svona utanbókalærdómsspurningakeppnir. Er eitthvað svo nördað - of nördað fyrir mig sem er þó nokkuð af þeirri tegund fólks.
Neh, þá les ég í staðinn.
Sé ykkur seinna ljósin mín. Ég þarf að sinna ákveðnu verkefni.
Hvaða verkefni?
Jú ég þarf að lesa smávegis.
Og hananú. Nördinn hefur talað.
Blómleg útgáfa bóka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Bækur, Lífstíll, Menning og listir | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 9
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 78
- Frá upphafi: 2987159
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 76
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Ég er að lesa Lisu Marklund, mjög góðar bækurnar hennar.
Ásdís Sigurðardóttir, 4.11.2008 kl. 09:44
Knúsilíus knús frá okkur Lindu,Gunnari og dætrum
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 4.11.2008 kl. 10:16
Ummmmm ég elska bækur.Ég á nokkrar hrikalega fyndnar bækur frá 194og eitthvað.Þær eru margar vampírurnar sem hafa mergsogið íslenskt efnahagslíf og rústað tilveru okkar.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 10:49
Þarf að óska mér þessara bóka í jólapakkan
Hulla Dan, 4.11.2008 kl. 11:03
Bókaþjófurinn er frábær! Hún er búin að liggja í hillu hjá mér frá því að Magga systir lánaði mér hana í sumar (enska útgáfan að vísu) og mælti mjög með henni. Svo mundi ég eftir henni fyrir nokkrum dögum og er alveg sokkin niður í hana.
Núna er ég að lesa Erlu Bolla.
Haustið og veturinn er yndislegur bókatími.
Ragnhildur Sverrisdóttir, 4.11.2008 kl. 11:29
Satt er það að það hljóti að vera spennandi að fara út að borða með vampíru. Held ég myndi samt aldrei þora því. Hmmmmmm umorðum þetta aðeins......... ég myndi ALDREI þora.
En það er hverju orði sannara að það jafnast fátt á við góða bók
Annars eru nú skilaboð til þín á blogginu mínu krútta.
Tína, 4.11.2008 kl. 11:31
Gaman að lesa um það sem þú ert að lesa. Ég las Skipið á sínum tíma og þótti mér hún frekar klisjukennd. Kleifarvatn var frábær, sennilega besta eftir Arnald. Ég er að þræla mér gegn um Konungsbók. Er kominn um 60 blaðsíður inn í hana og hún er bara ekkert að grípa mig. Farþeginn var skemmtilega létt en spennandi, þótt endirinn hafi verið soldið of auðveldur. Af erlendingum er það svo að segja að allt eftir William Kowalski er frábært, Douglas Adams er frábær ef maður er í stuði fyrir algert rugl og svo var Skuggi Vindsins eða hvað hún heitir á íslensku frábær.
:o)
Nú er ég að klára kvikmyndarhandrit og mér datt í hug að vippa því yfir í skáldsöguform. Veit ekkert hvort ég geti það, en er ekki um að gera að rembast og sjá til?
Villi Asgeirsson, 4.11.2008 kl. 11:33
Ásdís: Las "Lífstíð" eftir Lisu í sumar og mér fannst hún æði. Dauðlangar að lesa fleiri eftir hana.
Hjördís: Já það er af nægu að taka. Bara spennandi.
Birna Dís: Mamma las Ráðskonuna á Grund meðan hún gekk með mig og var að pissa á sig af hlátri. Ég held að það hafi haft áhrif á mig, því ég hlæ stundum sjálf eins og brjálæðingur og verð að passa mig að vera snögg á pisseríið. Hehe. Er Ráðskonan ein af bókunum frá fjörtíuogeitthvað?
Ragnhildur: Ég er ákveðin í að eignast bókina hennar Erlu. Bókaþjófurinn er alveg snilld.
Tína: Kíki á skilaboðin.
Villi: Þú ert bissí. Takk fyrir tipsin.
Jenný Anna Baldursdóttir, 4.11.2008 kl. 11:43
Mig dauðlangar heim í bókaflóðið en ætli það verði nokkur fyrr en eftir stríð og þó aldrei að vita.
Ía Jóhannsdóttir, 4.11.2008 kl. 12:01
Oh Bókaþjófurinn er uppáhalds! Ég las hana fyrir einu ári...svo aftur fyrir nokkrum mánuðum og er að lesa hana í þriðja.... bloggaði um hana á sínum tíma. Soldið spennt að sjá hvernig hún kemur út í þýðingu
Heiða B. Heiðars, 4.11.2008 kl. 12:08
Set bókaþjófinn á jólagjafaóskalistann. Held ég sé ekki alveg þessi vampírutípa. En að sökkva sér í lestur góðra bóka er algjör unaður. Góða skemmtun.
Laufey B Waage, 4.11.2008 kl. 12:16
Kem og sæki þessi Ljósaskipti á eftir. Vil fá að láni takk takk.
Frumburðurinn (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 12:21
Hjördís: Við frumburður skiptumst á bókum.
Það er svona héraðssafn. hehe.
Jenný Anna Baldursdóttir, 4.11.2008 kl. 20:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.