Mánudagur, 3. nóvember 2008
Flott Erla Bolladóttir og Mikael Torfason fullkomnaði helgina
Ég horfði á viðtalið við Erlu Bolladóttur hjá Evu Maríu í gær.
Mér fannst hún standa sig með prýði og mér finnst hún hafa unnið vel úr þeim skelfingum sem yfir hana dundu sem unga stúlku.
Þrjú ár í fangesli vegna rangra sakargifta fyrir utan einangrun og illa meðferð er nokkuð stór lífspakki svo ég taki nú ekki stærra upp í mig.
Annars fer þetta Geirfinnsmál ennþá alveg svakalega fyrir brjóstið á mér.
Ungir krakkar sem stóðu félagslega höllum fæti voru dregin inn í mál sem ég tel nokkuð víst að þau hafi ekki haft nokkuð skapaðan hlut með að gera.
Á þeim voru brotin mannréttindi og þau sköðuð og meidd fyrir lífstíð.
Þess vegna gleður mig að Erla skuli vera að skrifa bók um reynslu sína.
Auðvitað fæst þessi réttarskömm ekki endurupptekin, allt of margir valdamenn eiga þar hagsmuna að gæta.
Ég er eiginlega komin á þá skoðun að kerfið okkar sé búið að vera gjörspillt lengi og nú fyrst erum við að sjá afleiðingar þess og það í stórum skömmtum.
Mikael Torfason setti punktinn yfir i helgarinnar hvað mig varðar.
Hann var með talpistil í Mannamáli í gær og hann náði mínum eyrum og það algjörlega.
Við erum svo "góðir" við Íslendingar og svo fljótir að fyrirgefa.
Hehemm, ætlum við að halda því áfram.
Hér er Mikael. Ekki missa af þessum frábæra pistli.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Sjónvarp, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 9
- Sl. sólarhring: 11
- Sl. viku: 78
- Frá upphafi: 2987159
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 76
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Takk fyrir, missti af þessu öllu í gær. Mikael var þrusugóður.
Sigrún Jónsdóttir, 3.11.2008 kl. 23:27
Þeink jú! Hef nefnilega rekist á umtal um að Erla hafi ekki átt að fá að tjá sig!! Gæti ekki verið meira ósammála þeim sem segja svo......
Hvað er að fólki sem finnst að það megi ekki tala um þetta óréttlæti sem átti sér stað þarna?
Hvers vegna í ósköpunum ætti ekki að tala um það? Á alltaf að þegja allt til fjandans hér á landi?
Aftur Nenna mín! Þeink jú
Hrönn Sigurðardóttir, 3.11.2008 kl. 23:36
Erla er flott.Ég hitti reglulega eitt fórnalamb úr þessu ljóta máli.Hann nær sér sennilega ekki.Ríkið skuldar þessu fólki mikið.Sá ekki nema brot af Erlu og ekkert af hinu.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 00:19
Hvernig í ósköpunum getið þið vorkennt manneskju eins og Erlu Bolladóttur sem að kom sök á eigin bróður til að bjarga sínu skinni. Bróðir hennar sat inni í e-a mánuði út af þessu, hann fær þann tíma aldrei aftur...
Kristjánsson, 4.11.2008 kl. 00:41
Þó menn vilji hafa samúð með Erlu og það er rétt að hafa samúð með þeim sem hafa ratað í ógæfu er ekki hægt að slá því föstu að hún hafi setið inni vegna "rangra sakargifta". Ef það væri rétt og vafalaust væri auðvitað engin ástæða til að taka málið aftur upp fyrir dómstólum vegna þess að niðurstaðan, að sakborningarnir séu saklausir, liggur þegar fyrir. En hún liggur ekki óyggjandi fyrir.
Sigurður Þór Guðjónsson, 4.11.2008 kl. 01:11
Sá ekki Erlu en Mikael er alltaf góður
Jónína Dúadóttir, 4.11.2008 kl. 06:07
Horfði á þáttin um Erlu og fannst hann merkilegur, ekki síst fyrir þær sakir að hún hafi verið misnotuð kynferðislega í fangelsinu og andlega.
En skrýtin var spurning Evu um það hvort hún hafi reynt að sporna við kynferðislegu misnotkuninni í "fangelsi"!
Mikael skoðaði ég hér og nú og pistill hans er eitthvað sem ætti að óma sem síbylja þessa daganna.
Edda Agnarsdóttir, 4.11.2008 kl. 06:44
Erla kom mjög vel út úr viðtalinu. Og ég get ekki séð afhverju Kristjánsson er svona fúll út í hana... ef Einar gat fyrirgefið henni þá get ég ekki séð hverjum er ekki skítsama þó Kristjánsson geri það ekki
Og ég las líka þetta sem Hrönn er að tala um.... málið er bara að þaðan kemur sjaldnast eitthvað af viti hvort sem er þannig að maður hrekkur nú ekkert langt
Sumir vaxa bara aldrei upp úr því að vilja þaga hlutina í hel
Heiða B. Heiðars, 4.11.2008 kl. 09:12
Margt sem fer fram hjá okkur þessa dagana svo takk kærlega fyrir að setja þetta hér inn.
Ía Jóhannsdóttir, 4.11.2008 kl. 09:27
Ég held að það sé orðið nokkuð ljóst að þessir krakkar voru hafðir fyrir rangri sök.
Enda var málatilbúningurinn þannig að þar stendur ekki steinn yfir steini.
Eftir eingagrun og illa meðferð segir fólk hvað sem er. Ég tala nú ekki um unga stúlku sem var í aðstöðu Erlu með lítið barn heima.
Ég ímynda mér að bróðir hennar hafi skynjað þetta.
Svo mætti fólk fordæma minna.
Svo er rokið upp og öskrað af vandlætingu og áhyggjum yfir að konan skuli segja frá að hún hafi verið misnotuð í fangelsinu.
Fólk í rusli yfir vesalings lögreglumönnunum sem liggja nú ALLIR undir grun.
Ef þessi aðferð væri tekin, að ekki mætti segja frá því að maður hafi verið misnotaður í frystihúsi (dæmi) í Sóandsóbæ af því þá lægu allir í fokkings frystihúsinu undir grun.
Hver er andskotans forgangur hér.
Er í lagi með fólk.
Sjúkkitt þá er það sagt.
Jenný Anna Baldursdóttir, 4.11.2008 kl. 09:34
Það er alls ekki óyggjandi að þau hafi verið höfð fyrir rangri sök þó einh ver "haldi" að það sé nokkuð ljóst. Og formlega séð er dómurinn yfir þeim óhaggaður. Dómsniðurstöðum verður ekki breytt þó menn - jafnvel margir - hafi þá skoðun að málatilbúningurinn hafi ekki verið góður. Sýkn sektar er ekki svona einföld. Þó ég hafi fulla samúð með öllum sakborningum Geirfinnsmálisins og þekki suma þeirra og efist um sekt þeirra gengur þessi málflutningur þinn ekki upp, að hægt sé að sýkna fólk án þess að til þess hæfir aðilar sýni fram á sekt þeirra hafi verið reist á málatilbúningi þar sem ekki "standi steinn yfir steini". Mér finnst þetta hálf vafasöm braut sem þú ert að fara í þessari færslu.
Úlfur, 4.11.2008 kl. 12:48
Hægt er að sjá viðtalið við EB hér:
http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?date-from=2008-11-02
Þeim sem vilja kynna sér þessi gömlu sakamál , og tjá sig um þau er bent á :
http://mal214.blog.is
Mál 214, 10.11.2008 kl. 03:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.