Leita í fréttum mbl.is

Allir ríðandi á ströndinni

 

woman_laughing

Fólk er að hamstra brennivín á fullu þessa dagana.

Það gæti nefnilega hækkað. Mun sennilega gera það á morgun, fjárinn fjandsamlegur.

Sumir eru farnir að kaupa "jólavínið".

Ég þekkti mann sem var afskaplega ábyrgðarfullur jólavínskaupandi.  Hann byrjaði strax fyrstu helgina í desember að byrgja sig upp.  Hann sagði sem svo að gott væri að vera fyrirhyggjusamur húsbóndi í heimilisrekstri.

Svo verslaði hann jólavínið alveg fram á síðasta dag.  Það gerðust nefnilega hlutir hjá þessum mæta manni.  Jólavínið snemmkeypta beinlínis þröngvaði sér ofan í þennan praktíska mann.  Þetta varð til þess að hann var tilneyddur og blásaklaus neytandi hátíðaráfengis á virkum dögum fram að jólum.  Maðurinn var afskaplega sorgmæddur yfir þessu óstýriláta eldvatni sem hann hafði lent á.

Ég er auðvitað öll af vilja gerð til að sjá björtu hliðarnar á tilverunni.

Þar sem ég er óvirkur alki þarf ég ekki að steðja í áfengisverslunina og sanka að mér birgðum.

Reyndar tel ég mig nokkuð vissa á því að alkar almennt séu ekki að velta fyrir sér verði á vímugjafanum.  Það er einhvern veginn aukaatriði.

En þarna er ég að græða stórar fjárhæðir vegna edrúmennsku minnar.  Jájá.

Ég get líka glaðst yfir því að þurfa ekki að kaupa snús. Hef reyndar aldrei notað svoleiðis en það er samt gleðiefni í kreppunni.

Svo ég tali nú ekki um hass.  Hvað ætli gengið á gramminu sé þessa dagana?  Alveg er ég viss um að þarna er ég að spara rosalegar fjárhæðir.  Ég hef heldur ekki verið í dópsmóknum en samt, gleðiefni að geta sparað þar.

Mesta "spar" ársins er þó sófasettið sem mér finnst fallegt og fæst í búð.

Ég hafði reyndar ekki efni á því heldur fyrir kreppu og ég ætlaði alls ekki að kaupa það en það er sparnaður engu að síður.

Allt sem maður kaupir ekki sparar peninga.

Vitið þið það ekki aularnir ykkarÐ

Hvað ætli ferð á ströndin í Dubai sé að gera sig á?Devil (Er það ekki þar sem allir eru ríðandi á ströndinni?).

Háar fjárhæðir í buddu þar.

Lífið er ljúft og skál í vatninu.

Ekki orð um það meir.


mbl.is Fólk hamstrar vín fyrir hækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Vóhó! Er vín að hækka? Bezt ég sanki að mér nokkrum kössum

Hrönn Sigurðardóttir, 31.10.2008 kl. 09:44

2 Smámynd: Sólveig Kristín Gunnarsdóttir

Hrønn. Allt er ad fara ad hækka.

Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 31.10.2008 kl. 09:50

3 identicon

Hrönn ég á vín.Selt á "svörtu" í brennivínkreppunni.Á eina rauðvín og eina hvíta.Bjóða í einhver????????

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 09:55

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Þú ert búin að spara svo mikið á öllum þessu sukkefnum, að þú hefur þá alveg efni á að kaupa sófasettið... ha ?

Jónína Dúadóttir, 31.10.2008 kl. 09:58

5 Smámynd: Brynja skordal

Ætla nú að versla allt annað en áfengi fyrir jólin takk enda ekki í boði hjá mér um hátíðisdagana bara malt og appelsín eins og vanalega þó mér finnist mjög ljúft að fá mér rautt með steikinni er það ekki á mínu heimili áfengislaus jól en það er bara mín skoðun hver hefur sinn sið

Brynja skordal, 31.10.2008 kl. 10:04

6 identicon

ó, hvað er gott að spara svona mikið, ég er meira að segja hætt að reykja, nenni eiginlega aldrei að fá mér vín, það er svooo mikil tímasóun....heyrðu, ég er bara forríkGóða helgi snillingur.

alva (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 10:07

7 Smámynd: Dísa Dóra

Ég kannast við svona fólk sem ætlar að kaupa vín til seinni tíma en einhverra hluta vegna þröngvaði það vín sér alltaf í viðkomandi þegar heim var komið

Held að ég gæti nú alveg keypt jólavínið núna án þeirrar áhættu og ekki bara jólavín þessa árs heldur næstu ára ef því er að skipta.  En vegna þessa "mikla" áhuga míns á jólavínum þá barasta hef ég litlar áhyggjur af hækkunum og kaupi barasta ekkert vín og er nokk sama þó það verði bara alls ekki á mínu jólaborði   Enda malt og appelsín mun mikilvægara þar í mínum huga.

Dísa Dóra, 31.10.2008 kl. 10:08

8 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Nú kemur sér vel að vera nýorðin fimmtug, búin að halda veisluna, og fá þarafleiðandi áfyllingu á vínskápana hjá sér.  

Það er að vísu aðallega koníak - og mun væntanlega nægja okkur hjónakornum fram til sjötugs ...

... þarna er kannski kominn þokkalega verðtryggður fjárfestingarkostur í kreppunni.  Maður á þá kannski von um að geta selt svona eins og eina og eina þegar að herðir ...

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 31.10.2008 kl. 10:19

9 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Úps hvað ætli ég geti fengið fyrir það sem er í vínkjallaranum? 

Ía Jóhannsdóttir, 31.10.2008 kl. 10:30

10 identicon

Held það væri nær að styrkja mæðrastyrksnefnd eða hjálpræðisherinn, frekar en að hamstra helv. á flöskum og sturta svo þessum fjanda í sig!

já já ég veit ég er geðvond en........

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 10:54

11 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Hvað er að því að drekka vatn

Anna Ragna Alexandersdóttir, 31.10.2008 kl. 11:08

12 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Það er líka óbrigðult sparnaðarráð að fara í bæinn eftir að búið er að loka búðum, "window-sjoppa" og "hlæja að verðinu", eins og sagði í auglýsingunni forðum daga.

Hildur Helga Sigurðardóttir, 31.10.2008 kl. 13:23

13 Smámynd: Heidi Strand

Ef ég þekki íslendingum rétt verða þeir búnir að drekka jólavínið löngu fyrir jólin og sparnaðinn orðinn að engu.
Ég kaupi aldrei áfengi. Ég las annars um að það eru mikil af krabbameinsvaldandi efnum í vín, nema í lífrænt vín.

http://www.nrk.no/programmer/tv/fbi/1.6284213

Heidi Strand, 31.10.2008 kl. 13:39

14 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

þess vegna er ég svona moldríkur. ég neitaði mér nebblega alltaf um Range Rover

Brjánn Guðjónsson, 31.10.2008 kl. 14:28

15 Smámynd: Sverrir Einarsson

Hildur Helga hitti naglann á höfuðið, þetta er langbesta sparnaðarráðið.

Hafið þið prófað að labba í búðir og skoða verðið þegar þið eruð með tómt veski og sjá hvað það er mart sem er ódýrt, og labba svo sömu leið þegar þið eruð með fullt af veski af peningum og sjá hvað  það er lítið úrval á kristilegum prís??? Mæli með að þið prófið þetta og sjáið hvað allar vörur og allt úrval er allt annað en þegar þið voruð með tómt veski.

Sverrir Einarsson, 31.10.2008 kl. 15:14

16 identicon

Það er ekki á Íslendinga logið............þvílík eru lúxusvandamálin sem hrjá okkur.

Jónína (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 16:00

17 Smámynd: Óskar Arnórsson

Jenný Anna er alveg með þetta á hreinu! Frábær pistill. það eina sem lækkar í verði á Íslandi er hass og mörg önnur eiturlyf. Allt hitt hækkar.

Ströndinn á Dubai er ekki svo galin hugmynd. 'eg er reyndar staddur ekki svo langt þaðan. Ég myndi bara fara í vísindaskyni til að fá þetta staðfest..host host..bara til að sannreyna þetta.

Annars skrifar jenny Anna soldið sexy pistil...hún hefur áhrif á fólk alla vega..

Óskar Arnórsson, 31.10.2008 kl. 17:04

18 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Ég átti leið í ríkisverslunina áðan....og það var alveg tveggja mánaða biðröð og verslunarmannahelgarstemning....langaði að snúa við á punktinum, en varð að kaupa gjöf (jamm, ég veit..smart að gefa vínanda á krepputímum, þegar allir vara við verri drykkju landans vegna vanlíðunar )!. Ég hamstraði ekkert, enda er ég auðtrúa bjáni sem trúi á bjartari tíma með blóm í haga og að einhvern tímann geti ég keypt ódýrt Evrópusambands rauðvín á 300 kall eins og á Spáni !

Sunna Dóra Möller, 31.10.2008 kl. 17:45

19 Smámynd: Sigríður Þórarinsdóttir

Það er nú aldrei áfengi hjá mér á jólunum, ég segji eins og Brynja Skordal. Mér finnst það bara ekkert jólalegt en ég fór nú í vínbúðina áðan og það var ekki mikil röð. Gott að eiga þetta þegar maður lyftir sér upp í góðra vina hópi.

Sigríður Þórarinsdóttir, 1.11.2008 kl. 00:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 2986898

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband