Laugardagur, 25. október 2008
Ég, hið seka samfélag
Þeir segja að það séu mjög erfiðir tímar framundan.
Ég, meira að segja held að það séu helvíti erfiðir tímar framundan, spurningin er hvernig við ætlum að takast á við það og halda geðheilsunni.
Þessir dagar óvissu og endalausrar biðar eru eins og í draumi, draumi sem ekki er líklegt að við vöknum upp af á næstunni.
Þegar það kom í fréttum að það yrði jólatrjáaskortur fölnaði ég þar sem ég sat í minni eðalstofu og ég greip um hjartað. Guð hjálpi okkur öllum stundi ég þar sem ég sat með augun uppglennt af skelfingu. Var enginn endir á hamförunum?
Það voru verstu fréttir sem ég hafði heyrt lengi - sko þangað til að ég mundi eftir að Hljómsveitin hafði neytt mig (já með andlegu offorsi) til að kaupa gervitré fyrir tveimur árum síðan en hann hefur barist fyrir þessu hjartans máli sínu í áraraðir. Á þessu heimili eru öll baráttumál vandlega valin með tilliti til þarfa alls mannkyns. Enginn helvítis hégómi hér.
Húsband náði mér, sem sagt þar sem ég var aum og meðfærileg og nýlega komin úr meðferð hvar ég gekk óstyrkum fótum í jólatrésskógi Garðheima, vart vitandi hvort ég var komin eða farin.
Plattréð var keypt. Það er með margra ára ábyrgð. Jájá.
Þegar ég mundi þetta varð ég afskaplega hamingjusamur jólafrömuður og ég nananabúbúaðist út í alla sökkerana sem enn eru að kaupa lifandi dauð jólatré frá Danmörku.
Já það eru vissulega erfiðir tímar framundan en hjá mér er jólatrésvandamálið mikla leyst og það breytir auðvitað heilmiklu.
Ég get ekkert verið að horfast í augu við þessa kreppu þannig lagað séð fyrr en jólin eru búin.
Jólin eru fyrst á dagskrá - örvæntingin ein tekur svo við í janúar enda janúar fínn bömmermánuður.
Það er svo sem búið að reyta af manni skrautfjaðrirnar í lifnaðarháttum fyrir lifandis löngu þannig að ég er ekki hrædd um að ég muni fara einhvers á mis.
Ég er reyndar enn í áfalli yfir rjúpnastatus undanfarinna ára og í fyrra bauðst mér þessi nauðsynlegi hátíðarmatur á 5000 krónur stykkið. Já þakka kærlega fyrir en ég gat ekki þegið það vegna þess að ég átti ekki íbúð með lausum veðréttum til að nýta mér þetta frábæra tilboð.
Íslendingar (lesist rjúpnasalar) eru alls ekki gráðugir og nýta sér ekki samdrátt á fuglamarkaði til að hagnast feitt - ónei.
Annars veit ég ekki hvað ég er að röfla hérna vitandi að það eru erfiðir tímar framundan.
Ég ætti að vera að taka slátur, míga á hákarl eða hreinlega vera að stela mér kjöti á fæti fyrir mig og mína fjölskyldu.
En ég viðurkenni hér með að ég er ábyrg á útrásarsukkinu, Björgvin viðskipta og bankamála sagði það beinum orðum í Kastljósi gærkvöldsins. Hann sagði eitthvað á þá leið að allt samfélagið væri ábyrgt.
Hann er einmanna þarna á ábyrgðartoppnum maðurinn og ég skal taka á mig skellinn, ég er nefnilega hið seka samfélag.
Með mínar 170 þúsundir í lommen á mánuði hef ég ekki linnt látum í útrásarævintýrinu.
Ég átti bara eftir að versla mér þotu þegar allt hrundi.
Dem, dem, dem, svona er að þekkja ekki sinn vitjunartíma.
Allir glaðir í bjóðinu.
Jefokkingræt.
Mjög erfiðir tímar framundan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 10:23 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 1
- Sl. sólarhring: 20
- Sl. viku: 70
- Frá upphafi: 2987151
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 69
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Veistu að ég fékk líka sjokk þegar ég sá jólatrés fréttina, svei mér þá ef þessi bansetta kreppa ætlar ekki að taka af mér jólatréð líka....., þá er nú fokið í flest!!
Eigðu góðan dag , það er ókeypis í sund og fjölskyldu og húsdýragarðinn svo við getum öll verið saman að knúsa börnin okkar..., jamm enginn mætir á mótmæli þar sem flestir munu liggja í bleyti !
Sunna Dóra Möller, 25.10.2008 kl. 10:29
pées....vona samt að kreppan taki ekki rjúpuna líka frá mér, húsband búinn að plana tvær ferðir á fjöll....!
Sunna Dóra Möller, 25.10.2008 kl. 10:30
Ég hef álit á Björgvin. Hann vill skoða dæmið allt.
Og ég held að hann verði einn af þeim sem munu stíga til hliðar, hafi hann gert mistök í málinu og viðurkenna þau.
Þröstur Unnar, 25.10.2008 kl. 10:32
Menn sjá ekki skóginn fyrir trjánum. Það er í samræmi við annað. Ég er svo heppin að eiga jólatré úr plasti. það hefur dugað í mörg ár og ég reikna með að það dugi eitthvað áfram.
Víðir Benediktsson, 25.10.2008 kl. 10:40
Ekki veit ég hvað var verið að selja Rjúpurnar í Rvk en ég sem er nú Rjúpnaskytta til margra ára seldi stk á 1000 krónur,,svo er ég sammála Rugludall það hlýtur að vera nóg af trjám á Íslandi til að metta markaðinn...kveðja
Res (IP-tala skráð) 25.10.2008 kl. 10:43
Er hægt að panta rjúpur hjá þér, Res...?
En fyrst það er bannað að selja þær geturðu bara gefið mér nokkrar og ég gef þér svo pening í staðinn. Það getur varla verið ólöglegt að skiptast á gjöfum, eða hvað?
Lára Hanna Einarsdóttir, 25.10.2008 kl. 10:57
Þetta er líka mér að kenna. Sorrý
Laufey Ólafsdóttir, 25.10.2008 kl. 11:01
Var í sumarbústað á síðustu helgi og Jólamaturinn trítlaði um allt þarna(Rjúpan) dí hvað það var freistandi að plaffa nokkrar en nei nei það má ekki verð bara að senda einhvern á fjöll til að ná í þetta gúmmelaði sko Er alltaf með gerfi tré svo ekki eru áhyggjur af því fyrir jólin hafðu ljúfa helgi Jenný mín
Brynja skordal, 25.10.2008 kl. 11:03
Ég var með svona gervi tré hér í mörg ár enda fékkst ekkert jóla, jóladót hér. Fannst það alveg fatalt dæmi en reddaði málunum með því að tína hér og þar grenigreinar og setti undir plastið, fékk alla vega smá grenilykt í húsið. Hlýjar kveðjur héðan úr sveitinni.
Ía Jóhannsdóttir, 25.10.2008 kl. 11:05
bara plast hjá mér og hefur verid i mørg ár..nenni bara ekki thessum greni stingandi i rakkatid á mér hér og thar og allstadar.. fint ad fá eina til tvær greinar samt alvøru..bara fyrir smellid sko
Kreist og krammar til thin Jenný,hafdu gódan laugardag
María Guðmundsdóttir, 25.10.2008 kl. 11:57
Ég vil réttarhöld yfir mínum hluta samfélagsins, svo hægt sé að hreinsa okkur af þessum óhróðri
Sigrún Jónsdóttir, 25.10.2008 kl. 12:18
Var að hlusta á viðtalið við Björgvin, þetta er með ólíkindum hvernig menn svara út í hött, fara undan í flæmingi, og skorast undan að segja satt. Það er ólíðandi framkoma, en þetta viðtal er dæmigert viðtal við sökudólgana, sem hvergi þykjast hafa nærri komið. Ekkert fyrirséð í ágúst um það sem koma skyldi, my ass... þá er ekkert af þessu fólki starfi sínu vaxið. það er bara einfaldlega þannig, og því ber þeim öllum að fara frá. Það versta er, að þau eru að gera þjóðinni greiða, og axla ábyrgð með því að hanga eins og hundar á beini í sínum stöðum.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.10.2008 kl. 12:25
Jólatré segirðu..... ég á nú eftir að athuga hvernig mitt gervijólatré kom undan skjálfta! Hef ekki þorað að kíkja á það af ótta við að það sé ónýtt!
Ég verð þá líklega bara að fá að vera samferða Rugludalli og höggva niður eins og eitt grenitré á Þingvöllum - sem mætur maður sagði eitt sinn að væru eins og skegg í andliti fjallkonunnar!! Það má þá líta á það sem rakstur......
Hrönn Sigurðardóttir, 25.10.2008 kl. 12:45
Já.... eða þotu? Fást þær ekki ódýrt þessa dagana? ;)
Hrönn Sigurðardóttir, 25.10.2008 kl. 12:58
Hrönn og Rugludallur: Á ekki að fara drífa í að pússa sig saman? Ég meina þið eruð andlegir tvíburar.
Takk öll fyrir innlegg hef ekki tíma í að svara hverju og einu, er svo mikilvæg á heimili. LALALALALA
Jenný Anna Baldursdóttir, 25.10.2008 kl. 13:48
Já...sæll...er ekki Öskjuhlíðin líka ágætis búbót????
Þar eru jólatré í öllum stærðum..kanínur og rjúpur...svei mér ef ég sá ekki nokkur svín á beit þarna...já...og svo er flugvöllurinn við hliðina....
Fyrst lendir maður þotunni....fer svo og skýtur sér í matinn...heggur sér tré...skokkar svo á ilströndina í bað...röltir sér svo í keilu....trítlar svo í Perluna og fær sér að éta...villibráð eða jólamat...ís i desert og svo þegar maður er búin að fá nóg er bara að plampa aftur út á flugvöll og koma sér heim....eftir langan og viðburarríkan dag...og svo meiga jólin koma....
Hrönn og Rugludallur...eruð þið game????
Bergljót Hreinsdóttir, 25.10.2008 kl. 15:17
PS...ef það er eitthvað brúðkaup í spilunum...þá er kirkja á Hlíðarenda...í göngufæri sko...
Bergljót Hreinsdóttir, 25.10.2008 kl. 15:19
Jeremías. Á gjörsamlega að taka allt af manni? Þarf maður að búa sig undir jól án jólatrés og rjúpna? Ómæ.
Laufey B Waage, 25.10.2008 kl. 15:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.