Föstudagur, 24. október 2008
Gargfærsla
Ég lofaði sjálfri mér að æsa mig ekki og láta ekkert í fréttunum ná mér í dag.
Ég var búin að ákveða að svífa yfir andlegum vötnum eins og búttaður Búddamunkur sama á hverju gengi.
En mín andlegu vötn eru uppþurrkuð og æðruleysi fitubollumunksins eins fjarri mér og hugsast getur.
Ég er ekki afslappaða týpan hvað þá heldur efni í háheilaga ljósveru.
Og þess vegna ætla ég að garga það sem eftir er af þessari færslu.
Björgvin og Jóhanna eru stórhneyksluð á launum bankastjóra Kaupþings, Finns Sveinbjörnssonar. (Finnur - banki - ekki góð reynsla múha).
Yfirlýsingar hafa margoft verið gefnar um að jafna út launamun kynjanna í opinbera geiranum.
Nú skal viðurkennast að þanþolið gagnvart launamálum bankastjóra er ekkert, mér eins og öðrum er nóg boðið.
Og þá að efninu.
Ef forsætisráðherra landsins þarf að láta sér duga rétt um milljón á mánuði fyrir að stjórna landinu þá skil ég ekki að maður sem tekur við einum af ríkisbönkunum skuli hafa tvöfalt hærri laun en hann.
Hvaða vitleysa er þetta? Átti ekki að fara að greiða úr öllu ruglinu í sambandi við peningatilbeiðsluna sem hefur nú komið okkur á kaldan klaka? Eiga ofurlaunin ekki að heyra sögunni til?
Sko miðað við raunveruleika hins almenna borgara þá eru mánaðarlaun mannsins ofurlaun bara svo það sé á hreinu.
Svo er það jafnlaunastefnan. Hún er auðvitað brotin líka, hvað annað, vér skulum hjakka áfram í sama farinu, alls ekki breyta því sem við ætlum að breyta. Himnarnir gætu hrunið, fjöllin sprungið og jörðin opnast ef við förum að standa við stóru orðin.
Það munar 200 þúsund krónum á stelpunum og drengnum á mánuði.
Reyndar eru þessi laun of há hjá þeim öllum. Við erum á kúpunni, almenningur er að missa vinnuna, bullandi kjaraskerðing í gangi og verðbólgan stefnir í hlussukýli.
Kæra Jóhanna og Björgvin.
Ég minni ykkur á að það er ekki nóg að verða hissa á launum bankastjóranna og finnast þau of há.
Þið eruð sko í ríkisstjórninni munið þið og það er ykkar að lyfta símanum og breyta þessu.
(Jóhanna ég elska þig samt þú ert töffari þessarar ríkisstjórnar).
Svo myndi ég vilja að Björgvin gæfi fólkinu í skilanefndinni skýr fyrirmæli um að gefa fjölmiðlum allar upplýsingar sem varða starfsmannahald í nýju bönkunum.
Mig minnir að hann og hinir meðlimir ríkisstjórnarinnar séu voða stemmd fyrir gagnsæi, amk. er það orð notað eins og kardóinn hjá sumum.
Úff, hvað mér létti, búin að garga mig hása.
Nú er þetta frá, ég er farin að myrða dýr í matinn.
Verði mér að góðu og ykkur í leiðinni.
Finnur launahæstur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Hamfarablogg, Pepsi-deildin, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 4
- Sl. sólarhring: 12
- Sl. viku: 73
- Frá upphafi: 2987154
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 72
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Ég stend á orginu
Hólmdís Hjartardóttir, 24.10.2008 kl. 17:58
Góð alltaf kæra Jenný Anna og réttsýn kona.
Ég er hjartanlega sammála þér með Jóhönnu, hún er mikil manneskja og frábær stjórnmálamaður.
Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Mosó.
Karl Tómasson, 24.10.2008 kl. 19:09
Jenný, ég er orðin svo hás að ég er eiginlega farin að gráta!
Búin að sitja við matarborðið síðast liðinn klukkutíma og reyna að útskýra fyrir 14 ára syni mínum af hverju hann sé skuldugur upp fyrir haus.
Niðurstaðan er eiginlega sú að hvorki ég né hann botnum neitt í neinu!
Garg, arg og allir þeir félagar.........get svarið það ef maður endar bara ekki í kardóinu nah.......
Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 24.10.2008 kl. 19:55
Æ, ég er eitthvað svo feginn að búa ekki á Íslandi núna.
Puss och kram frá Jóni Braga!
Jón Bragi (IP-tala skráð) 24.10.2008 kl. 19:58
Þetta er bara alveg tilefni til að vera á orginu.
Eyrún Gísladóttir, 24.10.2008 kl. 20:16
Orgum og gørgum í kór
Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 24.10.2008 kl. 21:09
ég er eiginlega búin að vera reið/sorgmædd/reið/sorgmædd/reið og allt þar á milli síðastliðnar vikur.....býst við að fara að arga og garga með öðrum bráðum þegar ég veit hver lokaniðurstaðan af öllu þessu verður, en þessi laun eru út úr öllu korti og ráðamenn hljóta að geta ef þeir vilja stoppað þetta með einu símtali!
bestu kveðjur og ég vona að þú eigir góða helgi !
Sunna Dóra Möller, 24.10.2008 kl. 21:42
Ef ekki núna, þá hvenær á maður að öskra?
Góða helgi.
Elísabet Sigurðardóttir, 24.10.2008 kl. 22:01
AAAAArrrrgh...hvað ég er sammála þér!
Vonandi Björgvin og Jóhanna líka.....því þau eru að standa sig vel....!
Bergljót Hreinsdóttir, 24.10.2008 kl. 22:50
Og Björgvin er bankamálaráðherra og hefur víst ekkert með þetta að gera
Sigrún Jónsdóttir, 25.10.2008 kl. 00:28
Ég hugsaði bara þegar ég sá launin hjá nýju ríkisbönkunum, það á greinilega að halda áfram sama skrípaleiknum að launa þau eins og þau hefðu mestu ábyrgðina í þjóðfélaginu Það breytist ekkert, svínaríið heldur áfram og enginn gerir neitt. Ég vil ekki borga þessu fólki sem er á launum hjá mér tæplega árslaunin mín í mánaðarlaun Og enginn virðist bera ábyrgð á þessum launum, þetta er bara gamall vani !!!!!!
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 25.10.2008 kl. 01:23
Það er svo margt skrítið með laun á Íslandi og heldur áfram að verða skrítnara og skrítnara. Mörgum var brugðið fyrir nokkrum árum þegar Sturla þáverandi samgöngumálaráðherra samdi upp á sitt einsdæmi við Rannveigu Rist að sitja mánaðarlega stjórnarfundi hjá Símanum fyrir á fimmtu milljón á ári.
Síðan fóru að berast fréttir af starfslokasamningum upp á nokkrar milljónir. Skyndilega var farið að tala um starfslokasamninga upp á tugi milljóna króna. Síðan hundruð milljóna króna. Áður en hendi var veifað voru menn farnir að fá starfslokasamninga upp á þúsundir milljóna króna.
Þessu til viðbótar bættust við bónusgreiðslur upp á hundruð milljóna króna. Menn fengu líka að kaupa hlutabréf á gengi upp á 2,eitthvað og selja á 20-og-eitthvað.
Um þetta lásu öryrkjar í blöðum á sama tíma og draga þurfti stjórnvöld fyrir dómstóla til að leiðrétta lögbundinn rétt þeirra til örorkubóta um nokkur þúsund kall. Fólk með ráðstöfunartekjur upp á 100 þúsund kall eða álíka á mánuði.
Bæjarfélagslaunþeginn og frjálshyggjumaðurinn Gísli Marteinn Baldursson fær um 350 þúsund kall á mánuði fyrir að mæta mánaðarlega á fund hjá Reykjavíkurborg. Að vísu sagðist hann ætla að mæta á fund tvisvar í mánuði. En efndir hafa orðið 50% eins og gengur.
Núna þegar bankastjóri ríkisbanka er ráðinn upp á 1950 þúsund króna mánaðarlaun er viðkvæðið: "Þetta er þó lægra en 65 milljónir sem fyrirrennarar hans fengu á mánuði. Þar að auki fær hann ekki frían bíl."
Jens Guð, 25.10.2008 kl. 02:46
Ég er búin að vera að anda mig í gegnum daginn með þetta!
...ég ætla að sofa á þessu.
Laufey Ólafsdóttir, 25.10.2008 kl. 03:49
Æi.... já...
Jónína Dúadóttir, 25.10.2008 kl. 06:59
Er ekki búin að fá Fréttablaðið en ég get örugglega gargað yfir einhverju í Mogganum.
Takk fyrir ykkar frábæru innlegg.
Jenný Anna Baldursdóttir, 25.10.2008 kl. 10:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.