Leita í fréttum mbl.is

Gegnsæi eða hitt þó heldur

Það gerist allt svo hratt þessa dagana að maður má hafa sig allan við að fylgjast með.

Ekki að það hafi komið mikið út úr leynifundum, þreifingum og slíku en óróinn er gífurlegur.

Sko, launamál nýju bankastjóra RÍKISBANKANNA hafa ekki fengið verðskuldaða athygli.

Ég ætla að gefa þeim mína.

Ég trúði því að nú þegar gömlu aðferðirnar við að reka þjóðfélag hafa keyrt í strand þá myndi amk. verða tekin upp ný vinnubrögð við rekstur ríkisfyrirtækja.  Já, bankarnir eru í opinberri eigu og þeir sem þar starfa eru opinberir starfsmenn.

Það ber ekki mikinn vott um nýja hugsun að bankastjóri Nýja Kaupþings skuli vera með hærri laun heldur en t.d. forstjóri ríkisspítalanna.

Á ríkisspítölum er verið að fást við líf fólks og heilsu, í bankanum er verið að höndla með peninga (þe. ef einhverjir eru).

Ergó: Enn skulu störf með peninga verið metin æðri en þeirra sem sinna líkamlegri og andlegri heilsu landsmanna.

Meira að segja forsætisráðherrann er hálfdrættingur á við bankastjórann í Kaupþingi.

Meira bölvað ekkisens ruglið í þessu fólki.

Kannanir hafa sýnt að launamunur kynjanna hjá opinberum fyrirtækjum hefur aukist þvert ofan í yfirlýsingar stjórnvalda um að minnka hann og útrýma á endanum.

Einn helsti óvinur launajafnréttis er launaleynd.

En hvað gerist nú þegar "nýir tímar" renna upp?

Jú,jú, stelpurnar hjá Lands- og Glitnisbanka neita að gefa upp launin sín!

Ég vil minna bæði stjórnvöld og viðkomandi bankastýrur á þá augljósu staðreynd sem kannski er þeim ekki svo augljós þegar á allt er litið - að við almenningur eigum þessa banka, ekki að við höfum kært okkur um þá heldur var þeim neytt inn á okkur þegar þeir voru komnir á höfuðið og peningarnir allir á bak og burt.  Týndir.

Ég vil fá að vita hvað við erum að borga ÖLLUM okkar bankastjórum í laun og svo vil ég fá að hafa á því skoðun.

Allt kjaftæði ráðamanna um að nú skuli renna upp dagar nýrra vinnubragða, gegnsæis (ofnotaðasta orð í tungunni fyrir utan einelti) virðist ekki vera nema orðin tóm.  Amk. ennþá.

Á borðið með laun opinberu starfsmannanna í bönkunum, svo við getum borið þau saman og haft á þeim skoðanir.

Gensæi hvern andskotann!

Laun æðstu stjórnenda hjá ríkinu (fréttir á RÚV í gær).

Lesið hann Viðar sem bloggar um þetta mál.

Adjö!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dísa Dóra

Hva við eigum bara að kyngja því þegjandi og hljóðalaust að þetta séu bara smálaun svona miðað við laun fyrrum bankastjóra kaupþings - sem þau reyndar eru.  Fæ bara klígju við að hugsa til þess að hann hafi haft rúmlega 60 millur á mánuði

Engu að síður eru þetta langt í frá smálaun og mér finnst 2 millur á mánuði ofurlaun - ofurlaun sem ég svo sannarlega vildi MIKLU frekar sjá hjá forstjóra ríkisspítalanna til dæmis eins og þú talar um.

Dísa Dóra, 23.10.2008 kl. 09:46

2 Smámynd: Anna Margrét Bragadóttir

Alveg er ég sammála ykkur,maður gæti gubbað mér finnst 2 millur á mánuði ofurlaun.

Anna Margrét Bragadóttir, 23.10.2008 kl. 10:07

3 identicon

 hvaða feluleikur er hjá stelpunum?Mér finnst 1.950 heldur mikið.Ég næ ekki 150 pr mán á mínum öryrkja"launum".Gef þau upp og er kona.Enginn feluleikur hér

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 10:12

4 Smámynd: Tína

Æ mikið asskoti er ég sammála þér Jenný mín......... er þetta ekki bara skólabókardæmi um fólk sem lærir ekki af reynslunni???

Knús inn í helgina þína stelpa

Tína, 23.10.2008 kl. 10:18

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hvernig er það! Eru þær ekki skyldugar til að gefa upp launin sín? Þær eru ríkisstarfsmenn!!

Hrönn Sigurðardóttir, 23.10.2008 kl. 10:23

6 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Já fjandinn hafi það! Þetta er nú meira ruglið! Ég er þér svo hjartanlega sammála. Tvær milljónir á mánuði er sko alveg meira en andskotans nóg! Þílíkt og annað eins.

Laufey Ólafsdóttir, 23.10.2008 kl. 11:07

7 identicon

Er svo INNILEGA sammála þér þarna !! 

Soffía (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 12:12

8 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ég er með 300 þúsund á mánuði... vantar aðeins upp á þarna svo ég nái þeim... Skyldu þær svo virkilega bera ábyrgð og standa og falla með öllu sem gerist með bankann sem þær stjórna ? Ef svo er þá mega þær hafa gott kaup, annars ekki

Jónína Dúadóttir, 23.10.2008 kl. 12:36

9 Smámynd: María Guðmundsdóttir

 hafdu thad gott Jenný

og bæ the vei, er mjøg sammála thessum pisti, en finnst thetta allt ordinn eins og hringleikahús, sama ruglid áfram og enginn lærir af reynslunni. bid enn eftir brjáludum almenningi sem ber i bordid,hingad og ekki lengra.

María Guðmundsdóttir, 23.10.2008 kl. 14:21

10 Smámynd: Svala Erlendsdóttir

Alveg sammála, hærri laun er ekki með samasemmerki og góður starfsmaður

Svala Erlendsdóttir, 23.10.2008 kl. 14:48

11 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Ég tek undir þetta Jenný mín, að sjálfsögðu eiga konurnar ekki að standa í vegi fyrir gagnsæi í þessu þjóðfélagi.

Ég er einstaklingur, öryrki og skammast mín fyrir að segja að ég er komin uppí 137.408 á mánuði og það á að duga. Ég skammast mín vegna þess að þessi framfærslu upphæð dugar engan veginn til neins.

Kannski skammast þær sín bankastjórakonurnar fyrir ofurlaunin. Þær eru í ábyrgðstöðum og vinna fyrir okkur og við eigum rétt á að vita sannleikann.

Ég stend í skilum og borga reikninga heimilisins, tryggingar, bensín á bílinn og herði sultarólina um tvö göt ef ég hugsa mér að klæðast öðru en Evu klæðum. Ég þarf sérstaka skó, sérstaka sokka, sérstaka brjóstahaldara, sérstök ullarnærföt og oftast verð ég að versla þessa nauðsynjarhluti á raðgreiðslum, vegna þess að þetta er lúxusvara. Samt tekur TS þátt í sumu, einsog einu brjósti og þrýstisokkum.

Karlmenn eru yfirleitt alltaf á betri launum en konur það er staðreynd. Hvers vegna er allur Herrafatnaður ódýrari en Kvenfatnaður?

Barnafatnaður er nú alveg glæpur dýr. Bleigjur! og allt dótið. 

Og eða snyrtivörurnar, ilmvötnin, hárgreiðslan, og dömubindin í gegnum hálfa æfina o.m.f.

Við ættum kannski að skella á okkur Old Spice og fara að ganga í Jakkafötum á 9.990 í staðinn fyrir að kaupa dragt á 50.000. Herra skyrtur eru alltaf á tilboðum 1500 kall meðan tilboðið á kvenblússum er 3000 kall.

Mér sýnist Konan halda uppi efnahagslífinu hvað verslun snertir.

Guði sé lof fyrir Hjálpræðisherinn. P.s. fyrirgefðu Jenný, lengdina á athugasemdinni, gat bara ekki skorið meira niður.

Eva Benjamínsdóttir, 23.10.2008 kl. 14:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.