Leita í fréttum mbl.is

Erfitt að halda kúlinu

Undur og stórmerki eru að gerast á hverjum degi núna.

Ég er kolfallin fyrir mínum gamla kennara sem ég var löngu búin að senda út í ystu myrkur í pólitískum skilningi.  Jón Baldvin hefur auðvitað alltaf verið krútt, mismikið og frekt krútt, en nú er ég tilbúin að biðja hann um átógraf svei mér þá.

Karlinn meikaði svo mikinn sens hjá Agli í Silfrinu áðan að ég gat tekið undir hvert einasta orð og fáir koma skoðunum sínum til skila betur en sá gamli refur Jón Baldvin Hannibalsson.

Svo er hann auðvitað kennari af guðs náð og kann betur en flestir að setja upp hluti þannig að maður skilji þá.

Davíð mun vera á móti því að sækja um lán hjá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum og því gengur ekkert né rekur í þeim málum.

En að Evrópusambandinu, ég er alltaf að verða meira á því að við eigum að reyna að komast þar inn um leið og við erum búin að þvo af okkur mesta skítinn og skömmina sem jakkafatamafían, bæði sú pólitíska og í fjármálageiranum er búin að ata yfir okkur.

Einar Már var líka beittur og skýr eins og hann er vanur.

En mikið rosalega erum við í djúpum skít við Íslendingar.

Það játast hér með að ég er með í maganum af angist, sko þegar ég hugsa til framtíðar.

Það er erfitt að halda kúlinu.

SILFRIÐ


mbl.is Jón Baldvin: Seðlabankastjóri þvælist fyrir á strandstaðnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Oh ég sakna Jón Baldvins endalaust mikið núna úr pólitík

En annars...djöfull ertu flott! Muahhhhhhhh

Heiða B. Heiðars, 19.10.2008 kl. 15:21

2 identicon

Tek undir, laumaðist til að líta upp úr skruddunum og horfa á kallinn

Ofurskutlukveðja

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 15:25

3 Smámynd: Helga skjol

Algjörlega 150% sammála þér, Jón Baldvin aftur í pólitík.

Helga skjol, 19.10.2008 kl. 15:55

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Jamm Jón Baldvin, Sverrir Hermannsson og Kristinn H. Gunnarsson hafa lengi verið mínir uppáhaldsmenn!

Hana! Þar kom ég út úr skápnum með það

Hrönn Sigurðardóttir, 19.10.2008 kl. 16:01

5 Smámynd: María Kristjánsdóttir

En það var nú Jón Baldvin sem kom Davíð til valda Jenný mín. Gleymum því ekki - við últraliðið! Annars hefur hann ýmislegt lært síðan þá, ég viðurkenni það.

María Kristjánsdóttir, 19.10.2008 kl. 16:05

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jón var flottur

Jónína Dúadóttir, 19.10.2008 kl. 16:18

7 Smámynd: Himmalingur

Það sorglega er að vera að þrífa skít eftir pípandi niðurgang nýríkra auðmanna (hvar eru þeir annars)

Mér hefur alltaf leiðs að þrífa minn eigin skít, enn fjandinn hafi það að þrífa niðurgang annarra! Við erum í djúpum skít!

Himmalingur, 19.10.2008 kl. 16:47

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jón Baldvin er flottur.  Ég var sammála honum að mörgu leyti í Silfrinu.  Sérstaklega þetta með klíkuskapinn hér og að hún þæfist fyrir lausnum, og svo auðvitað er Davíð potturinn og pannan í klíkuskapnum.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.10.2008 kl. 17:13

9 Smámynd: Gunnar Þór Ólafsson

Jón Baldvin er einn af þremur mestu pólitíkusum og þingskörungum síðustu fimmtíu ára, ----hinir eru ekki vinsælir um þessar mundir.

Gunnar Þór Ólafsson, 19.10.2008 kl. 17:33

10 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Nick var að segja það sama. Ég var auðvitað upptekin í einhverju kaffihúsadúlleríi á meðan aðrir Íslendingar horfðu á Silfrið og settu sig inn í málefni þjóðarinnar   Ég kíki á Silfrið á eftir

Jóna Á. Gísladóttir, 19.10.2008 kl. 18:02

11 Smámynd: María Guðmundsdóttir

Jón Baldvin klikkar ekki frekar en fyrri daginn. Alltaf verid reffilegur kallinn og vitid flædir uppúr honum nú sem fyrr. Segi eins og einhver, saknadi hans úr pólitíkinni thótt ég væri ekki mjøg pólitísk, bara svo mikill karakter ad madur leggur ósjálfrátt vid hlustir.

hafdu gott sunnudagskvøld Jenný

María Guðmundsdóttir, 19.10.2008 kl. 18:14

12 identicon

Var að horfa á Silfrið og er sammála því að það er létt að falla fyrir Jóni Baldvin. Hann eitthvað svo skínandi skýr og vel máli farinn.

Hins vegar gat ég ekki séð ástæðuna fyrir því að draga gamlan marxista í þáttinn. Fulltrúa þeirrar öfgastefnu sem einsog Jón Baldvin benti á hrundi í Berlín 1989. Enda var hann einsog Sigurður Sigurjónsson að leika skrýtinn kall....

Jón Bragi (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 18:34

13 Smámynd: Fríða Eyland

Æi ...ég get ekki gleymt  Viðeyjarfundinum, þegar þessi karl sveik kjósendur. Honum ferst að tala um klíkuskap, hefur sjálfur verið á spenanum allt sitt líf. Má ég heldur hampa Einari Má, þar er alvöru maður sem alltaf stendur við sitt

Fríða Eyland, 19.10.2008 kl. 18:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 2986898

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband