Leita í fréttum mbl.is

Upptekin í þágu vísindanna

hamingja 

Merkilegur dagur þessi í gær.  Föstudagurinn 10. október. 

Ég áttaði mig á því í fyrsta sinn til fullnustu hversu smá þjóð við Íslendingar erum.

Þetta gerðist eftir að ég sá:

Guslu systur mína í hóp faðmlagi við kollega sína fyrir utan Glitni í fréttatímum beggja sjónvarpsstöðva.

Erik tengdason minn með Hrafn Óla í Kastljósinu, þar sem hann var spurður út í kreppuna.

Robba tengdason minn í sama Kastljósþætti undir umfjöllun um Iceland Airways hvar hann sat og talaði í síma, enda mikið að gera hjá Airways mönnum.

(Það má svo bæta því við að í fimmtudagskastljósinu sat Guðjón Magnússon læknir fyrir svörum og hann er bróðir míns heittelskaða.  Hvar endar þetta?).

Þegar minni litlu fjölskyldu ber fyrir í fréttamiðlum þrisvar sama daginn þá verð ég að horfast í augu við þá staðreynda að við Íslendingar erum örkrúttaþjóð.  Míkró, eins og lítið hverfi í stórborg.

Ég er búin að vera (og er enn) í einhverskonar kreppuástandi undanfarið. 

Sú staðreynd að við römbum hér á barmi þjóðargjaldþrots og erum komin í stríð við Bretann ásamt öllu sem því fylgir, síast auðvitað inn í vitundina í skömmtum.  Sem betur fer.

Í Kastljósi í gærkvöldsins sagði Egill Helga eitthvað á þá leið að hann vonaði að hér myndi gefast tækifæri til að mynda nýtt íslenskt samfélag og að honum þætti það spennandi.

Þetta er einmitt tilfinningin sem ég og fleiri höfum haft undanfarið.  Að nú sé lag til að breyta.  Fyrst svona fór, eins skelfilegt og það nú er, væri auðvitað frábært ef á rústunum gæti risið ný tegund samfélags.  Með nýju verðmætamati.  Þar sem manneskjan og náttúran er í fyrirrúmi.

Sjáið þið til, hin glerharða og mannfjandsamlega stefna kapítalismans gengur ekki upp.  Hún hefur beðið skipbrot.

Ég er ekki reið út í Jón Ásgeir og þá Bónusmenn.

Ég er eitthvað pissed út í Björgúlfsfeðga, verð að játa það, enda þeir hvergi nærri til að taka þátt í reddingunum og til að þrífa upp eftir sig.

Ég er hins vegar haldinn háheilbrigðri og tærri reiði út í landstjórnina og stofnanir sem undir hana heyra.

Hrein og tær reiði sem beint er út í stað inn er afskaplega góð orka til að nýta til góðra verka.

Það vekur nefnilega öryggisleysi með mér að sjá þá ráðamenn rúlla um eins og stjórnlausa valtara dag eftir dag, alsendis ófæra til að taka á málinu.

En fyrst og fremst er ég með von í hjarta. 

Ég vona svo innilega að við nýtum þessa skelfilegu atburði til að læra af reynslunni og byggja eitthvað nýtt og betra á rústum þess gamla.

Við erum nefnilega forrík, af mannauði.  Við eigum sand af honum.

Later.

P.s. Ég ætlaði að steðja á Arnarhól og mótmæla í gær en gat það ekki vegna þess að ég var að svara spurningum í rannsókn sem ég er að taka þátt í um alkóhólisma.  Ég var því löglega afsökuð, ég var að fórna mér í þágu vísindanna.Halo

Mér varð hins vegar ekki um sel þegar ég sá í fréttum að það var verið að nota þetta tækifæri til að boða kommúnisma og syngja Nallann.

Halló, hoppið inn í nútíðina.


mbl.is Aleigan í 2 Bónuspokum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Góðan dag mín kæra

Jónína Dúadóttir, 11.10.2008 kl. 09:16

2 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Gott að þú ert í heilu lagi, að þú bókstaflega varðst ekki rannsökuð upp til agna.

Já við erum svo pínku ponsu lítil en höldum að við séum svo risa risa stór.

Samt er heimsbyggðin öll að líta hingað.

Eigðu góðan dag.

Einar Örn Einarsson, 11.10.2008 kl. 09:22

3 Smámynd: María Guðmundsdóttir

já vonandi verdur byggt upp betra land á hreinum grunni eftir thetta allt saman. hljótum ad læra af reynslunni

María Guðmundsdóttir, 11.10.2008 kl. 09:47

4 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

Hafðu það svakalega gott í dag !

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 11.10.2008 kl. 10:43

5 Smámynd: Aðalheiður Haraldsdóttir

Góður pistill að venju.  Mér skilst að ástæðan fyrir því að Svíar sitji ekki í sömu súpunni og margir aðrir um þessar sé sú að þeir gengu í gegnum þetta fyrir einhverjum árafjöld síðan og lærðu þá af reynslunni.  Vonandi mun það líka eiga við um okkur Íslendinga.  Bestu kveðjur heim!

Aðalheiður Haraldsdóttir, 11.10.2008 kl. 11:37

6 identicon

Björgólfsfeðgar er það heillin. Ótrúlega margir sem kalla þá Björgúlfsfeðga.

Þórhildur (IP-tala skráð) 11.10.2008 kl. 13:32

7 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Ég hef haft sömu tilfinningu eins og svo margir aðrir að hér muni rísa nýtt og réttlátara samfélag...en hvað var málið að vera syngja nallann?

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 11.10.2008 kl. 13:38

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þórhildur: Takk fyrir að leiðrétta mig.  Furðuleg meinloka með nafnið á mönnunum.

Krumma: Ég veit ekki hvaða stælar þetta voru.

Takk öll fyrir innlegg.

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.10.2008 kl. 13:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 2986898

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband