Leita í fréttum mbl.is

Landstjórnin í Kastljósi

Þessa dagana vakna ég með örlítinn sting í maganum á hverjum morgni.

Hvað hefur gerst frá því ég lagði mig? 

Í morgun var búið að taka Glitni á sama hátt og Landsbankann.

Heimurinn er að ganga í gegnum miklar breytingar.  Græðgipólitíkin hefur beðið skipbrot.

Ég hef á tilfinningunni að ofvöxturinn á þjóðarlíkamanum sé sprunginn, sárið opið en heilunin er hafinn og það svíður helling.

Með illu skal illt út reka.

Svo var "landstjórnin" samankomin í einum manni í Kastljósinu í gær.

í Davíð Oddssyni myndbirtist hin mannfjandsamlega pólitík undanfarinn áratug eða lengur.

Mér fannst Sigmar standa sig ágætlega í að tala við Davíð, þó auðvitað hefði ég viljað dýpri spurningar sumstaðar.  En ég dáist að Sigmari.  Ég myndi ekki þora að anda upp úr mér orði við Doddson, hann er svo áktoríter eitthvað.  Enda hleypti hann spyrlinum sjaldan að.

Ég hef fylgst með DO frá því hann var í borginni og í gegnum landspólitíkina og mér virðist, guð fyrirgefi mér, að enn hafi hann töglin og hagldirnar.

Nú þegar ruglið í peningadrengjunum sem lengi vel hafa verið þjóðarhetjur á lystisnekkjum hefur keyrt okkur í það ástand sem við nú búum við finnst mér tími til kominn að skipta um fólk í brúnni.

Það er ekkert persónulegt, það er einfaldlega kommon sens.

Mitt eigið kommon sens segir mér að Davíð Oddson sé ekki fórnarlamb aðstæðna.

Að þetta peningarugl hafi verið mögulegt vegna hans þátttöku og þá meina ég ekki Davíð einan og sér heldur pólitíkina sem hann og félagar hans hafa rekið hér undanfarin áratug eða lengur.

Það hlakkar ekki í mér vegna ástandsins, svo sannarlega ekki enda erum við þessa dagana öll í sama bát.

En ég vil breytingar.  Fólk verður að taka ábyrgð og þar sem ég sá ekki betur í Kastljósinu (og undananfarið reyndar) þá er Davíð sá sem ræður og þá væri lag að byrja á að fá inn mann fyrir hann.

Svo koll af kolli.

Ég hins vegar er nokkuð jákvæð á að nú getum við íslenskur almenningur brett um ermarnar og tekið á.

Við höfum gert það áður.  Við erum töff í mótlæti.

Amen að eilífu.

Og að gefnu tilefni.  Hér hefur verið sett inn linkur í kommentakerfið þar sem hvatt er til undirskriftar um hvatningu á að DO segi af sér.  Erum við á leikskóla?  Þetta er ömurlegur gjörningur sem mér skilst að líti ekki fallega út á prenti.

Ekki agítera fyrir svona hallærisgjörningi á minni síðu.

LÁRA HANNA ER SKYLDULESNING.

 


mbl.is FME tekur Glitni yfir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Góðan daginn, gullið mitt! Fréttirnar toppa sig í sífellu ... Ég hélt t.d. að útgöngubann væri skollið á í landinu þegar ég löggubíl dóla í kringum húsið mitt í morgun.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 8.10.2008 kl. 08:54

2 Smámynd: Huld S. Ringsted

Ég vil fyrst og fremst sjá peningadrengina dregna til ábyrgðar, þeir eru á fullu í fjölmiðlum að kenna ríkisstjórninni um ástandið en raunin er bara sú að ríkisstjórnin rétti þeim litlafingur og treysti þeim og hvað gerðu þeir, gripu alla hendina og fengu mikilmennskubrjálæði.

Ég hef aldrei verið hrifin af DO en svona gjörning eins og þennan undirskriftalista finnst mér algjör lágkúra. Finnst fólk einfaldlega gera of mikið úr völdum kallsins.

Eigðu góðan dag Jenný mín

Huld S. Ringsted, 8.10.2008 kl. 08:56

3 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Sammála Hrund ég bíð eftir að þessir menn verði látnir standa undir ábyrgð.  Mér líður ekki vel vitandi þá enn fljúgandi á milli landa á sínum gráu glansandi fuglum. 

Annars er hér fallegur haustdagur sem ég ætla að njóta og reyna að festast ekki alveg við allar þessar hörmungar sem ganga yfir heiminn.  Eigðu góðan dag Jenný mín. 

Ía Jóhannsdóttir, 8.10.2008 kl. 09:09

4 identicon

Það er voðalega auðvelt að segja bara að með því að skipta um menn í forustunni þá muni allt breytast til betri vegar, málið er hinsvegar það að eins og Huld hér fyrir ofan bendir á, þá eru það ofsagráðugu peningaguttarnir sem bera ábyrgð á þessu. Aðeins einn maður hefur í allri þessari umræðu þorað að taka af skarið og taka mjög erfiðar og óþægilegar ákvarðanir og það er Davíð Oddsson. Ég hugsa til dæmis að það séu ekki margir einstaklingar sem hefðu þorað að segja nei við Glitni þegar þeir báðu um þetta fáránlega lán, og taka bara málið í sínar hendur þó svo að margir yrðu óánægðir með með hann.

Davíð var búinn að vara okkur við þessu í mörg ár og allir töldu hann bara einhvern svartsýnis apa sem bæri hatur til Jóns Ásgeirs, en núna kemur á daginn að hann hafði rétt fyrir sér.

Við megum ekki gleymar okkur í Davíðs-hatrinu og við skulum byrja að fókusa á þá menn sem bera raunverulega ábyrgð.

Kv. Andri

Andri (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 09:10

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Andri: Ég hata engna og ekki hann Davíð en hann er samnefnari fyrir ákveðna pólítík sem nú hefur steytt á skeri.

Auðvitað eru græðgisprinsarnir ábyrgir fyrir allan peninginn en landsttjórnin hefur boðið upp á þetta, dekrað við þá og dásamað.

Ég vil breytingar.  Annars er öll þessi hörmung til einskis.

Jenný Anna Baldursdóttir, 8.10.2008 kl. 09:15

6 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Góðan daginn Jenný og þið hin.

Hvern morgun tipla ég létt á tánum og opna fyrir gátt fjömliðanna í öllum formum, svona rýni út um rifurnar í fyrstu, og athuga hvort steinn sé enn yfir steini.

Fannst viðtalið gott í gær við DO. Get samt ekki gert að því að mér finnst tilhneigingin enn sú að hengja hann í stað þeirra sem í raun og sann hafa sólundað auð þjóðarinnar og misnotað þetta frelsi. En það er ekki allt sem sýnist þar. Er fólk að gleyma Eimskip til dæmis? það er eitt margra fyrirtækja, sem hafa ekki aðeins misnotað lög Íslands heldur margra annara þjóða.

Tek undir lungann af færslunni hjá þér.

Einar Örn Einarsson, 8.10.2008 kl. 09:29

7 identicon

Það sem landstjórnin gerði var að reyna að ýta undir góðæri hér á landi og gerðu mönnum kleift að stofna efnast og stofna stór fyrirtæki sem myndu skapa mikla atvinnu í landinu og koma með mikla peninga inní landið.

Það sem hinsvegar gerðist var að þessir ráðamenn fyrirtækjanna misstu sig algjörlega í gleðinni og varð peningagræðgin þvílík að þeir steyptu þjóðinni í ótrúlegar peningaskuldir að ég persónulega skil varla þessar tölur sem verið er að ræða um í sambandi við þessar skuldir.

Við megum ekki gleyma því að góðæri undanfarinna ára kom ekki bara að sjálfu sér, ríkisstjórn Íslands stuðlaði að þessu góðæris ástandi sem ríkt hefur hér á landi.

Hinsvegar þegar Davíð sá hvað gráðugu stjórnarmennirnir voru að gera, þá byrjaði hann að vara okkur við en enginn hlustaði á hann.

-Andri

Andri (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 09:31

8 identicon

Mér fynnst hann doddi hafa reynst okkur mjög vel og hann bara vill bjarga okkur sauð svarta almúganum.

http://www.ipetitions.com/petition/AframDabbi/

Jón (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 09:34

9 Smámynd: Brynja skordal

Er sammála Andra en á reyndar eftir að horfa á Kastljósið en efa ekki að DO hafi komið vel út úr því.

Brynja skordal, 8.10.2008 kl. 10:02

10 Smámynd: Líney

Horfði ekki á kastljósið,var fljót að skipta á næstu stöð og sé ekkert eftir því Við fáum  þessar fréttir  samt beint í æð hvort sem okkur líkar betur eða  verr, frá fréttastofum,dagblöðum bæði innan lands og erlendis .sífelldar endurtekningar  og nú svo er  varla um annað rætt mann a´millum í dag...

Líney, 8.10.2008 kl. 10:19

11 Smámynd: Þröstur Unnar

Ha- hvað er að frétta?

Sá líka svona laumu-löggubíla  í mínu hverfi hér á Skipaskaga, og mér sýndist þeir sem óku vera frá Pútiníu.

Þröstur Unnar, 8.10.2008 kl. 10:28

12 Smámynd: Hulla Dan


Eigðu góðan dag í þessu ófremdar ástandi gullið mitt.

Hulla Dan, 8.10.2008 kl. 10:32

13 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Sama hér. Þetta fólk er ekki hæft til að stjórna landinu. eins og dæmin sanna. Breytingar, ekki spurning!!

Rut Sumarliðadóttir, 8.10.2008 kl. 10:54

14 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Mitt mat er að fyrst og síðast er stjórnvöldum síðustu ára með Doddson í broddi fylkingar um að kenna hvernig komið er fyrir þjóðarbúinu.  Þeir bera ábyrgð á fjármálaumhverfinu.

Getur einhver bent á að "gulldrengirnir" hafi brotið lög?

Sigrún Jónsdóttir, 8.10.2008 kl. 11:04

15 identicon

Búkollabaular: Að sjálfsögðu gat Davíð ekki sett þessa menn í neitt band, hann gat ekkert bara sett þá í straff og sent þá uppí herbergið sitt og ekki leyft þeim að fara út.

Mönnum voru gefnar lausar hendur og eftir á að hyggja hefðu að sjálfsögðu átt að vera sett einhver lög sem hefðu hamlað þessi ótrúlegu lán á einhvern hátt.

En það er mjög auðvelt að vera vitur eftirá og þú segir að við séum ekkert öðruvísi en annað fólk, hinsvegar eru þessir menn búnir að hella okkur útí skuldir  sem sjást hvergi annarstaðar í heiminum og ég hugsa að aldrei áður í sögunni hafi annað eins sést. Það gat enginn séð þetta fyrir.

Við bjuggum við ótrúlegt góðæri sem þekktist hvergi annarstaðar í heiminum og það kom ekki bara að sjálfu sér.

Ríkisstjórnin treysti á heilbrigða skynsemi þessara manna en hún var greinilega ekki til staðar, nú verðum við bara að vinna okkur uppúr þessu og læra af mistökunum, það held ég að verði hinsvegar ekki gert með því að skipta út ráðamönnum þjóðarinnar heldur hugsa ég að það væri verra því núna eru þessir menn allir með þessa reynslu.

Við megum ekki gleyma því hvað við höfum færa menn við stjórnvölin, til að mynda Geir H. Haarde sem er mjög klókur.

-Andri

Andri (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 11:42

16 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Hvar er forseti Íslands núna?

Hann er búinn að vera í partyinu með þeim nýríku í langan tíma. Hann hefur hvað ofan í annað dásamað þetta græðgispakk. Er það ekki eitt af hlutverkum hans að stappa stálinu í þjóðina á viðsjálverðum tímum?

Margt sem fer í gegn um huga manns í þessu ölduróti

Einar Örn Einarsson, 8.10.2008 kl. 12:01

17 Smámynd: Dunni

Flott samlíking hjá þér á Davíð og landstjórunum.

Munurinn á Davíð og Jörundi hundadagakonungi er smat sá að sennilega hefur Jörundur verið ágætis karl inn við beinið sem sóttist eftir völdum og virðingu án mikils árangurs.

Dunni, 8.10.2008 kl. 12:18

18 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Andri, ýmsir margbentu á (já, á þeim tíma - ekki bara eftirá) hvað var fáránlegt að létta á bindiskyldu bankanna í þessari ofþenslu, frjálshyggjan vildi meina að bankarnir myndu hafa vit á að baktryggja sig. Það höfðu þeir ekki. Þetta eru stóru mistök Davíðs og Seðlabankans. Bankarnir höguðu sér eins og fólk sem vinnur svart til að sleppa við skatta en stendur svo frammi fyrir því að hafa heldur ekki greitt í lífeyrissjóð og á enga peninga þegar tími er kominn.

Auðvitað hefði verið hundóvinsæl og erfið ákvörðun að setja bindiskylduna á til baka en kannski ekki alveg eins erfið að ákveða að létta henni ekki af. En það var ákveðið að treysta á frjálshyggjuna; hún brást algerlega. Það er ekki réttlátt að tala um að það sé auðvelt að vera vitur eftirá þegar svo ansi margir voru búnir að benda á þessa hluti í góðum tíma.

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 8.10.2008 kl. 13:22

19 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Ég má til að leggja orð í belg en vil byrja á að segja að ég hvorki er núna né síðar að verja Davíð.  Bara að velta fyrir mér allri þessari umræðu og hrópunum um sökudólga.

Í örðum ríkjum eru til lög um þá menn sem eiga stóran hlut í/og stjórna bönkum.  Líka alls kyns lög um inngrip og annað sem tengist fjármálastarfsemi.  Þarna var stór pottur brotinn hjá okkur þegar bankarnir voru settir á almennan markað.

Staðreynd: Davíð og hans menn i Sjálfstæðisflokknum voru talsmenn þess að bankarnir yrðu teknir af ríkinu og settir á frjálsan markað þ.e. einkavæddir.

Spurning:  Þurfti ekki alþingi í heild að samþykkja slíka breytingu?

Staðreynd:  Davíð og sjálfstæðisflokkurinn var við völd á þessum tíma.

Spurning:  Hver kaus þá í þessa stöðu - var það ekki almenningur?

Staðreynd:  Ákveðnir einstaklingar í fjármálageiranum eru greinilega búnir að koma öllu til kaldra kola með óráðsíu og græðgi.

Spurning:  Getur einhver einn aðili verið ábyrgur fyrir hegðun þessa fólks?

Þetta eru nú bara svona mínar vangaveltur í þessum skotbardaga sem stendur nú sem hæst allstaðar........

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 8.10.2008 kl. 15:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 2986898

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.