Mánudagur, 29. september 2008
Enginn krísufundur..
..sagði Geir og laug eins og sprúttsali í fréttunum í fyrrakvöld.
Auðvitað veit ég að málin hafa verið á viðkvæmu stigi en er þá ekki sniðugra að láta ekki taka við sig viðtöl?
Það hleypir illu blóði í fólk þegar það er logið upp í opið geðið á því.
Það sem situr fastast í mér eru svörin um að svona fundir séu algjörlega eðlilegir og reglulegir og þýði ekki að eitthvað sé í farvatninu.
Þá má færa það til bókar. Stjórnmála menn ljúga eins og atvinnumenn í greininni þegar þeim finnst það réttlætanlegt.
Sem er ansi oft þessa dagana.
Á ekki að þjóðnýta fleira?
Kastró hvað?
Ríkið eignast 75% í Glitni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Hneyksli, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 43
- Frá upphafi: 2987321
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 41
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Þegar ég sá fréttirnar í morgun með þessa fundi + að Glitnismenn væru að funda líka þá var ég að spá í að blogga og segja að nú ætti að bjarga Glitni... :)
Jæja nú er bankinn minn orðin að ríkisbanka... frysta lánin mín takk :)
DoctorE (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 09:47
Það eru einmitt lygarnar sem ég ekki þoli ! Bara alls ekki. Hann gat sleppt viðtalinu-hann gat líka sagt að það væri verið að vinna í einhverju sem ekki væri komið svo langt að mætti ræða um það- hann þurfti ekki að tala niður til fréttamannanna eins og hann hefur tamið sér þegar hann er búinn að sk **** í brækurnar.
Veistu Jenný Anna, það sýður á mér !
Ragnheiður , 29.9.2008 kl. 09:51
Það á að þjóðnýta olíufélögin, Bónus, þig, mig og allt þar á milli.
Gúd morning.
Þröstur Unnar, 29.9.2008 kl. 09:52
Hefði alveg áhuga á að sjá olíufélögin þjóðnýtt, vantar múl á þá glæpavoffa.
En annars lýst mér vel á þessa hugmynd doctore, ég er einnig viðskiptavinur ríkisbanka...frysta takk.
Ellert Júlíusson, 29.9.2008 kl. 09:54
Það er klárt mál Ellert að ef olíufélögin yrðu gerð að ríkisfyrirtæki þá mundi oíuverð lækka.
Þröstur Unnar, 29.9.2008 kl. 09:59
Davíð segir að ríkið muni hagnast á þessu....
Er ekki komið nóg... andskotinn gerum eitthvað - ætlum við að láta taka okkur alveg í rassgatið, þannig að úr blæði? Ég vil ekki borga smjörgreiddu drengjunum fyrir þeirra sukk ...??? Ég verð eiginlega að viðurkenna að ég er hreinlega reið, bálreið og langar að kasta fúleggjum í Geir lygalaup.
Birgitta Jónsdóttir, 29.9.2008 kl. 09:59
Það eru nú alveg takmörk fyrir því hvað hægt er að bjóða fólki uppá..skil vel að fólk sé fokreitt núna eftir allt sem á undan er gengið..en hvenær fáum við nóg??? Og hvernig mun það lýsa sér???
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 29.9.2008 kl. 10:07
Ætli Lalli Logsuða hafi verið búinn að færa 300 millurnar sem hann fékk fyrir að hefja störf hjá Glitni í annan og betur rekinn banka. ?
helgi (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 10:17
Æi greyjin, það gengur illa hjá þeim....veriði nú duglega að borga skattinn, af lánunum og passið ykkur á verðbólgunni..
Gulli litli, 29.9.2008 kl. 10:30
Ég segi það með þér Jenný, manni liði betur ef það væri ekki talað við mann eins og smákrakka. Forsætisráðherra á að sýna þá ábyrgð að ræða við þjóð sína á vandasömum tímum og tala þá um hlutina eins og þeir eru.
Annars var ég að þenja mig aðeins yfir sömu frétt á blogginu mínu í morgun.
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 29.9.2008 kl. 10:48
Hei, þetta er fínt. Nú er hægt að einkavæða aftur eða eins og Hannes Hólmsteinn sagði í tíma í morgun: "jæja það verður gott þegar allir bankarnir verða aftur orðnir ríkisreknir, þá verður maður aftur ungur í anda og fer að berjast aftur fyrir einkavæðingu".
Þorsteinn Úlfar Björnsson (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 10:57
Stokka spilin upp á nýtt, svo aftur sé hægt að gefa vitlaust... ?
Guðmundur Ásgeirsson, 29.9.2008 kl. 11:20
haldiði ekki að það sé gaman að vera tiltölulega ónefndur í dag og geta hlakkað yfir að hafa náð að rýra eignir sumra sem manni er í nöp við?
svo má líka einkavæða Glitni á ný, til réttra manna
Brjánn Guðjónsson, 29.9.2008 kl. 11:23
Ég tek undir með Katrínu, hvenær fáum við nóg. Við getum ef vil viljum látið finna fyrir okkur, með samstöðu og hávaða, til dæmis eins og þær gerðu konurnar í Argentínu, eða var það Chile ? Þær fóru út á tröppur og lömdu með sleifum í potta og pönnur, það myndi varða hávaði.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.9.2008 kl. 11:29
Eitthvað þarf að gera gott fólk og ég treysti þessari ríkisstjórn ekki fyrir fjöregginu af fenginni reynslu undanfarin misseri.
Jenný Anna Baldursdóttir, 29.9.2008 kl. 11:32
Eins og enginn veit er ég að skrifa handrit. Þetta verður kvikmynd um bissnisskall sem er bitinn í rassinn af eigin kvikyndisskap. Í fyrirtækinu vinnur lögfræðingur. Hann er sléttur og virðulegur, en frekar leiðinlegur. Ég er að spá í að bjóða Geiri Harða hlutverkið. Hann passar í það og kann að leika. Svo verður hann sennilega atvinnulaus fljótlega.
Villi Asgeirsson, 29.9.2008 kl. 11:33
Það var sagt í aukafréttatíma RÚV núna áðan að væntanlega fengju Björgólfsfeðgar að kaupa hlut ríkisins í Glitni innan skamms.
Ég sem hélt að við fengjum hlutabréfin okkar send í pósti eftir nokkra daga!
Lára Hanna Einarsdóttir, 29.9.2008 kl. 12:23
Einkavinaendurvæðing eða borga þeir fullt verð? Nú verður spennandi að fylgjast með.
Villi Asgeirsson, 29.9.2008 kl. 12:30
Þetta er bara tímabundin yfirtaka. Réttu vinirnir bíða álengdar eftir að fá að kaupa hlut ríkisins á spottprís. Hvenær fáum við nóg af þessum skrípaleik?
Sigrún Jónsdóttir, 29.9.2008 kl. 12:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.