Miðvikudagur, 24. september 2008
Játning
Stundum hlæ ég upphátt þegar ég les slúðrið í blöðunum.
Þetta sem kallast "Fólk í fréttum" en er auðvitað bara beint úr útlendum slúðurdálkum.
Þetta eru fréttir eins og þessi um hnakkaspikið á Jay Lo.
Eða þegar Madonna dettur á rassinn.
Ekki má gleyma að Meg Ryan var að segja frá því núna að Dennis Quiad hafi haldið fram hjá henni þegar þau voru gift fyrir milljón árum. Þeir sem lesa slúður hefðu getað sagt henni þetta á meðan hþau voru gift.
Annars hef ég aldrei lagt mig eftir svona "fréttum", ég á hins vegar eina dóttur og sú býr í London og hún veit allt um "Fólkið í fréttunum". En auðvitað kemst maður ekki hjá að lesa þegar verið er að þræða netmiðlana.
Og..
Það sem kætti mig svona að þessu sinni er fyrirsögn þessarar fréttar sem ég tengi við hér.
Lindsay hefur lengi verið lesbía!
Það er ekki sagt hvenær lesbíufyrirkomulagið sló Lindsay litlu í höfuðið en það mun vera dagsetning sem hún ætlar að halda leyndri.
Eins og þetta er sett fram má áætla að samkynhneigð konunnar sé eins og lungnabólga eða tennisolnbogi.
Lindsey hefur lengi verið með tennisolnboga. Hún vill hins vegar ekki gefa upp hvenær og hvernig hún kom sér upp þessu handarmeini en glottir leyndardómsfull þegar hún er spurð.
Ég ætti að þekkja þetta. Ég er gagnkynhneigð og búin að vera mun lengur en nokkurn gæti órað fyrir.
En, segi ég og brosi hæðnislega að þeim sem spyr um þennan merkisatburð sem legið hefur í þagnargildi, þá ætla ég og mínir fjölmörgu eiginmenn að halda upphafsdegi gagnkynhneigðarinnar innan fjölskyldnanna.
En ykkur get ég sagt í trúnaði og ég bið ykkur að segja ekki frá því fyrir nokkurn mun, þá var það einn vordag um kl. 15,13 eftir hádegi, þar sem ég steðjaði niður Bankastrætið í góðum fíling, að ég heyrði rödd inni í höfði mínu (karlmanns, nema hvað) segja ákveðinni röddu; Jenný Anna þú ert fyrir karlmenn.
Mér varð svo um að ég hef fram á þennan dag farið með þessa uppákomu sem mannsmorð.
Þess má svo geta í förbífarten að þennan sama dag í Bankastrætinu rétt áður en ég varð gagnkynhneigð þá fékk ég kvef.
Þetta var því dagur tveggja fyrirkomulaga.
Nema hvað.
Lindsay lengi verið lesbía | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Menning og listir | Breytt s.d. kl. 21:05 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Til hamingju, ég er stolt af þér, þakka þér fyrir að opna þig svona fyrir okkur
Jónína Dúadóttir, 24.9.2008 kl. 21:08
Ég er með tennisolnboga síðan... æ, ég man það ekki. Síðan ég spilaði keilu. Búin að vera þokkaleg, takk, en hann tekur sig upp endrum og eins samt.
Erfið játning.
Lára Hanna Einarsdóttir, 24.9.2008 kl. 21:23
Já, ég man eftir sams konar upplifun, og það var eins og ég sæi ljós nálgast mig, og gott ef himnarnir opnuðust ekki líka
Lilja G. Bolladóttir, 24.9.2008 kl. 21:44
lesbíufyrirkomulag....elska þetta orð, á eina svona sjálf sem kallar sjálfa sig litla kynvillinginn á góðum stundum..
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 24.9.2008 kl. 21:52
Eru Bítlarnir hættir?
Gulli litli, 24.9.2008 kl. 22:20
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 24.9.2008 kl. 22:25
Ragnhildur Sverrisdóttir, 24.9.2008 kl. 23:24
Hehe, Gulli jafnstuttur og snaggaralegur í húmornum eins og hann er langur, eða þannig!?
En...
Hver er Jay Lo?
Hvar datt Madonna á sinn guðdómlega bossa?
Voru þessi Meg og Dennis Q gift?
Já, ég játa, ég les aldrei F í F!
(skkildi ég vera bjáni að gera það ekki?)
Magnús Geir Guðmundsson, 25.9.2008 kl. 00:14
Þetta er náttlega ekki neitt.. eða þannig, þegar ég þrettán ára fór til heimilislæknisis míns, í einhverja skoðun man ekki hvað hehehe... þá sagði hann við mig, skoðandi grindina i mér, Ásthildur þú ert sköpuð til að eiga börn. Mér fokking brá alveg ógeðslega mikið, og fannst þetta hreinasta klám. Andskotinn allavega er ég orðin 64 ára og hef ekki gleymt þessu enn, en karlinn löngu dauður, grafinn rotnaður, og ég veit ekki hvað. Ætli þetta flokkaðist ekki undir kynferðislega áreitni i dag ? En vissulega var ég sköpuð til að eiga.. ekki bara börn, heldur líka barnabörn, og væntanlega líka barnabarnabörn, og barnabarnabarnabörn, dísus, ég vona að börnin mín hafi vit að að segja bara mamma og allir hinir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.9.2008 kl. 00:38
Gott að þú komst loksins út úr skápnum með þetta Jenný mín, þó það hafi bara verið að hálfu leyti þar sem þetta má víst ekki enn fréttast. But your secret is safe with me. Alveg satt.
Tína, 25.9.2008 kl. 07:38
lovjútothebone...
María Guðmundsdóttir, 25.9.2008 kl. 07:44
Sigrún Jónsdóttir, 25.9.2008 kl. 08:58
Sunna Dóra Möller, 25.9.2008 kl. 09:54
Dúa: Hringdu þá í mig.
Annars er ég skellihlægjandi hérna.
Djöfull getur lífið verið skemmtilegt.
Jenný Anna Baldursdóttir, 25.9.2008 kl. 09:56
"Eins og þetta er sett fram má áætla að samkynhneigð konunnar sé eins og lungnabólga eða tennisolnbogi".
Þér eruð algjörlega óborganleg frú Jenný !
Marta B Helgadóttir, 25.9.2008 kl. 11:40
hehe, vestfirska skutlan hin ómótstæðilega frú Cesil, hefur áður tjáð oss af "brjóstgæðum" sínum miklu, svo ég tek nú bara undir með lækninum löngulátna "hún er sköpuð til að eiga börn" og það enn þann dag í dag!
Magnús Geir Guðmundsson, 26.9.2008 kl. 20:38
Jenný Anna Baldursdóttir, 26.9.2008 kl. 21:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.