Mánudagur, 22. september 2008
Fyrir lengra komna og bannað börnum
Mér þykir gaman að láta hugann reika þegar ég geng í húsverk. Sumir setja tónlistina á fullt, ég ekki, einkum vegna þess að bakgrunnstónlist þjónar þeim tilgangi einum að ergja mig.
Þegar ég hlusta á tónlist sest ég niður og geri einmitt það. Þess á milli ríkir þögnin.
Ég hamaðist með tuskur og klúta, moppu og önnur hreinsidýr um allt.
Og það gerðist einhvern veginn þannig að ég fór að hugsa um kærasta.
Sennilega vegna þess að í morgun vorum við Jóna vinkona mín að ræða um að vera "passionately in love" hvað það væri skemmtilegt en jafnframt slítandi. Það er nefnilega algjör þrælavinna að vera á stöðugu hormónafylleríi.
Fyrsti strákurinn sem ég kyssti (á kinn minnir mig) er dáinn, ekki af því að hann hitti mig heldur af náttúrulegum orsökum. Ég stóð í brjáluðu vetrarveðri bak við Glaumbæ og þetta varðaði bara svona. Það tók marga daga að jafna geðið eftir að það rann upp fyrir mér ljós, þ.e. afhverju blaðsíðu 82 í heilsufræðinni var sleppt.
Svo fór ég á fast. Hann var með mér í Hagó. Hryllilega sætur, ekki mállaus, þó ég hafi aldrei heyrt hann segja heila setningu, hann var svo feiminn. Hann roðnaði afskaplega fallega og var ákveðinn í að verða sjómaður. Við vorum par í hálfan mánuð og síðustu þrjá daga sambandsins leiddumst við þegar enginn sá til. Svo sagði ég honum upp. Það dróst ekki upp úr honum orð. Við fermdumst sama dag og ég man að ég hugsaði þegar ég sá hann í kirtlinum í Nes að ég hefði nærri því verið búin að eignast hann fyrir mann!
Ég er ekki að grínast, samböndum fylgir ábyrgð sagði amma mín og þetta var áður en ég hætti að trúa orði af því sem fullorðnir sögðu. Því miður? Örugglega.
Svo var það sendiráðssonurinn norski, hann hafði ótakmarkaðan aðgang að grammafóni heima hjá sér á Fjólugötunni minnir mig. Þar má segja að stelpa hafi hangið með strák af því hann átti Bítlaplötur og gat spilað þær eins og maður.
En eftir þessi djúpu sambönd sem ég er að lýsa fyrir ykkur hér að ofan syrti í álinn fyrir þeim fjölskyldumeðlimum sem sáu mig læra til nunnu, eða húsmóður, eða hjúkrunarkonu með óflekkaðan meydóm.
Eftir þetta tímabil er sagan bönnuð innan 22 og verður skráð í myrkur sögunnar. (Ég var uppi á hippatímanum, what can I say?)
Þ.e. aldrei.
Nema ef vera skyldi að einhver tryði því að ég hefði sögu að segja sem er eitthvað frábrugðin annarra manna upplifunum.
Kannski að svo sé.
Nú eða ekki.
Allavega á ég gamlan vin sem telur mig getað skrifað ákveðið form af biblíu fyrir lengra komna.
Já við erum að tala um kökuppskriftir auðvitað.
Jösses hvað það er gaman að fokka í ykkur elskurnar mínar.
Farin að anda og elska ykkur eins og væruð þið mín eigin börn.
Ekki minna.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Ljóð | Breytt s.d. kl. 14:17 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.1.): 15
- Sl. sólarhring: 19
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 2987354
Annað
- Innlit í dag: 14
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 14
- IP-tölur í dag: 12
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Brynja skordal, 22.9.2008 kl. 14:30
hippi og hippi, eigum við að ræða það eitthvað
Ragnheiður , 22.9.2008 kl. 14:33
Pabbi minn var frægur landhelgisbrjótur á sínum tíma og sérstaklega fyrir það hvað hann var laginn að snúa á Gæsluna. Ég varð voða skotin í strák og hann í mér þegar ég var 16 ára. Svo komst ég að því að pabbi hans var skipherra hjá Gæslunni og sagði honum upp hið snarasta. Hefði aldrei þorað að koma með Gæsluson heim til pabba.
Helga Magnúsdóttir, 22.9.2008 kl. 15:14
Sunna Dóra Möller, 22.9.2008 kl. 17:53
þú ert óborganleg!
Sigrún Óskars, 22.9.2008 kl. 23:56
Fyrsti strákurinn sem ég kyssti er gay og giftur karlmanni. Hvað meira er um mig að segja?
Brynja Hjaltadóttir, 23.9.2008 kl. 16:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.