Mánudagur, 22. september 2008
Erum við svoleiðis fólk?
Getur maður hætt að verða hissa?
Það slær mig skelfilega illa að ríflega þriðjungur svarenda á aldrinum 18-35, í könnun sem Félagsvísindastofnun vann fyrir ASÍ telji eðlilegt að Íslendingar njóti betri kjara á vinnumarkaði en útlendingar.
Getur verið að þessi undarlega skoðun sem unga fólksins sem hér svarar virðist hafa á mannréttindum sé tilkomið af viðhorfum sem þau hafa með sér að heiman?
Hvar annars staðar nær fólk sér í svona skoðanir?
Nú er ekki hægt að kenna því um að hér sé allt vaðandi í útlendingum sem "taki" vinnu af Íslendingunum. Það var vegna skorts á vinnandi höndum sem stór hluti þeirra sem hingað hafa komið voru ráðnir í störf. Annars hefðu allar framkvæmdir stöðvast. Ekki má gleyma því að stór hluti þeirra verkamanna sem hér unnu í s.k. uppsveiflu eru farnir til síns heima.
Í sumum löndum í kringum okkur eru kynþáttafordómar tilkomnir vegna bágrar stöðu margra eins og atvinnuleysis og að einhverju leyti skiljanlegir þess vegna, en fáfræði og ótti er meginuppstæða svona skítaviðhorfa.
Mér finnst eins og það þurfi afskaplega lítið til á Íslandi að fólk láti skína í andúð á útlendingum. Að hún kraumi undir niðri og það þurfi lítið til að rífa hana upp á yfirborðið.
Kynþáttafordómar hafa sýnt sig vera mestir neðst í goggunarröðinni. Þar sem menntun er ekki til staðar og sjóndeildarhringurinn því afskaplega þröngur.
Ekki er því að heilsa á Íslandi er það? Erum við ekki nokkuð upplýst þjóð?
Í FF verða talsmenn kynþáttaandúðar æ háværari og þeir virðast ná til nokkuð margra með þessum ljóta málflutningi sínum.
Það fer um mig hrollur þegar ég rekst á skrif sem ala á andúð í garð fólks af öðrum uppruna, eða í garð annarra minnihlutahópa svona yfirleitt.
Það hefur sýnt sig vera stórhættuleg pólitík þar sem afleiðingarnar eru skelfilegar.
Rasismi er ljótt orð og leiðinlegt en ég verð að játa að þessa dagna stingur það upp kollinum æ oftar í hausnum á mér.
Erum við svoleiðis fólk?
Hrollur.
Telja eðlilegt að útlendingar séu með lakari laun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Menning og listir, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 45
- Frá upphafi: 2987323
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 43
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Það var vegna skorts á vinnandi höndum sem stór hluti þeirra sem hingað hafa komið voru ráðnir í störf. Annars hefðu allar framkvæmdir stöðvast.
Rangt!, Stór hluti þeirra kom hingað sem innflutt ódýrt vinnuafl. Impregilo flutti inn fullt af verkamönnum á sínum tíma sem unnu við kárahnúkja og þá fóru aðrir að sjá hag sinn í því að fá inn fólk semódýrt vinnuafl.
Ef unga fólkið hefði þessa fordóma að heiman þá væru það væntanlega foreldrar þeirra sem ættu fyrirtækin sem hefðu ekki ráðið fólkið sökum fordóma.
Þetta heitir græðgi og ekkert annað. og þetta er að setja íslenska efnahagslífið um koll.
Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 11:34
Ja þegar stórt er spurt mín kæra, ég tel mér trú um að ég sé sanngjörn en ég er ekki fullkomin. Mér finnst ég stundum hugsa tómar prentvillur um útlendinga en ég reyni að leiðrétta og skammast mín. Það kemur æ sjaldnar fyrir -sem betur fer.
Mín skoðun er að þeir tóku enga vinnu frá okkur, þeir fóru í það sem við vildum ekki vinna við. Á þessu er reginmunur. Ég mun aldrei kjósa FF. Ég get ekki kvittað undir þeirra stefnu.
Ragnheiður , 22.9.2008 kl. 11:38
Arnar Geir: Ég er ekki að mæla því bót hvernig Impregiló og fleiri glæpafyrirtæki fóru með sitt starfsfólk. En það er staðreynda að mikill hluti verkamannana fór úr landi að verki loknu.
Horsí: Sammála í öllum atriðum.
Jenný Anna Baldursdóttir, 22.9.2008 kl. 11:41
Takk fyrir þetta Jenný mín.
Ùtlendingar eru ekkert öðruvísi en annað fólk og ég á ofsalega erfitt með að átta mig á afhverju útlendingar ættu að vera með lægri laun og önnur kjör en íslendingar.
Erum við ekki öll örlitlir útlendingar í okkur?
Ef dæminu væri snúið við er ég alveg pottþétt viss um að enginn íslendingur mundi sætta sig við lægri laun eða önnur kjör ef þeir mundu búa erlendis.
Hulla Dan, 22.9.2008 kl. 11:48
Ég fór að spá í hvort orðalag spurningarinnar gæti verið vitlaus. Sjálf spurningin er vitlaus efnislega, því það á ekki að skipta máli hvaðan hver kemur, Þingeyingur eða Tyrki, rauðhærð kona eða sköllóttur kall. Ef þauhafa sömu hæfileika þá eru sömu laun fyrir sömu vinnu eina sáttin.
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 11:49
Ef útlendingarnir geta ekki sinnt vinnunni jafn vel og Íslendingar, t.d. vegna tjáskiptaerfiðleika, þá - já þá er eðlilegt að þeir hafi lægri laun. Ef þeir skila sinni vinnu jafn vel og Íslendingarnir er eðlilegt að þeir hafi sömu laun. Ef þeir skila henni betur en Íslendingarnir er eðlilegt að þeir séu betur launaðir.
Mér finnst t.d. ekkert sjálfsagt að afgreiðslumanneskja í verslun sem ekki getur svarað spurningum viðskiptavina vegna þess að hún talar ekki íslensku sé á sömu launum og einhver sem getur það.
Púkinn, 22.9.2008 kl. 11:56
Ef þetta er útkoman úr könnun hjá ASÍ, tel ég líklegt að forsvarsmenn þeirra samtaka hafi nú ekki alveg verið að standa sig. Ég hélt að það væri augljóst að "lægri laun til útlendinga", gera það bara að verkum að launum okkar hinna er haldið niðri sbr. umræða um kjör umönnunarstétta.
Í staðin fyrir að gera rándýra könnun ættu þessi sömu samtök að kanna sannleiksgildi þess, hvort útlendingar, með aðild að þeirra samtökum eru að fá laun skv. lögbundnum kjarasamningum.
Sigrún Jónsdóttir, 22.9.2008 kl. 12:11
Ég held að Púkinn sé eitthvað á villigötum. Eiga úlendingar að fá lægri laun á meðan þeir læra íslensku? Ég held ekki. Maður fær hroll af svona rugli.
Helga Magnúsdóttir, 22.9.2008 kl. 12:19
Púkinn kom með þetta.
Ef viðkomandi skilar vinnuni afsér jafnvel þá getur hann farið framá sömu laun, ef hann skilar henni betur af sér þá getur hann meira að segja farið framá hærri laun.
Og eðlilegur vinnuveitandi myndi segja hiklaust já frábært þú stendur þig vel þú átt skilið betri laun, því annars gæti starfsmaðurinn farið annað og fengið betri laun annarstaðar.
Þetta fólk sættir sig bara við þessi laun og "þorir ekki" að segja neitt við þessu. Alveg sama á við um launamismun kynjana. Karlar eru frekari á að heimta hærri laun og þessvegna eru þeir með hærri laun.
Allar þessar konur sem verið er að tala um að séu með lægri laun eru með laun vel yfir því sem að taxtar segja til um.
Þær hinsvegar þora ekki að heimta hærri laun og/eða sætta sig bara við lærri laun og þegar þær komast að því að karlar eru með meiri laun fara þær að væla í kvennréttindafélgai.
Það eru alveg til konur sem að þora og þær fá alveg jafnvel borgað og jafnvel meira en sumir karlar.
En það er efni í allt aðra umræðu :)
Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 12:20
Helga: Nei þetta fólk á ekki að fá lægri laun á meðan það er að læra Íslensku,
Það á að vera skylda að kunna íslesnku, pólverjar myndu sko ekki sætta sig við það að það væri íslendingur að afgreiða út í búð og myndi hvorki skilja ensku né íslensku. Þeir myndu vilja að einhver sem talaði þeirra tungumál myndi afgreiða þá.
Það er enginn kynþáttafordómur í því að heimta að þetta fólk læri íslensku.
Starfsmaður á kassa í bónus sem talar ekki íslensku er óhæfur til að sinna sýnu starfi og vinnur ekki fyrir fullum launum sínum.
Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 12:22
Þetta mál er hvorki svart né hvítt, eða einfalt. Það eru ótalmargir fletir á því. Eitt er eins og bent hefur verið á að óprúttnir aðilar vinnumarkaðarins, (byggingariðnaðarins aðallega) hafa notað sér að flyja inn ódýrt vinnuafl, og ég veit um fólk í þeim bransa sem hefur verið látið taka bokann sinn, af því að þeir vildu hærri laun. Einnig er fólki haldið í gíslingunni, ef þið eruð með múður, get ég fengið pólverja/portugala fyrir helmingi lægri laun. Þetta er staðreynd.
Það sem F. hafa verið að reyna að benda á, er einmitt að við verðum að tryggja að þeir sem hingað komi til að vinna, sitji við sama borð og íslendingar. Og að þeir hafi mannsæmandi aðbúnað. En svona innfluttningur bitnar ekki bara á þeim sem eru infæddir íslendinga, heldur líka á þeim sem hingað hafa flutt, og hafa sömu tryggingar og laun og aðrir í þjóðfélaginu.
Talandi um rasisma, þá finnst mér oftast umræðan vera þannig, að það er ekki hægt að ræða þau af skynsemi. Og af hverju er alltaf verið að hengja rasisma á Frjálslynda flokkinn, þegar ljóst er að stjórnvöld eru svo sannarlega að mismuna fólki eftir uppruna. Eða vilja menn ekki horfast í augu við að landið er LOKAÐ fyrir öðrum þjóðum en evrópubúum í dag. Og ekki er til sóma aðbúnaður, eða hraði á málsmeðferð stjórnvalda á hælisleitendum. Ég er hrædd um að eitthvað hefði nú verið sagt, ef það væri Frjálslyndi flokkurinn sem að þeim málum stæði. Nú eða hræsnin í útlendingastofu. Nei, þetta mál má ekki ræða nema sem svart og hvítt.
Og þeir sem vilja óheft innflæði erlendra aðilja, eru engu betri en þeir sem hatast út í múslima og aðra, því þeir ráðast af þvílíku hatri á samlanda sína, ef þeir voga sér að opna munn um þeirra upplifun af erlendu fólki. Það er bannað að hafa aðra skoðun á þessum málum en þeir sjálfir.
Ég vil stuðla að því að fólk geti flutt hingað, ég vil að við verðum fleiri og að hagur okkar allra vænkist. En það þjónar ekki þeim tilgangi, að menn fái að flytja óheft inn fólk frá austurevrópu, til að vinna fyrir lægri laun en aðrir sem hér hafa þegar fengið réttindi og skyldur, þar með talið fólk sem hingað hefur flust.
Það sem þarf er skynsöm innflytjendastefna, sem laðar að fólk frá öllum heimshornum, og það þarf að fá upplýsingar um hvort það fólk sé á sakarskrá, eða í einhverjum glæðaklíkum, eða sér hingað komið í þeim tilgangi einum að rupla og ræna saklaust fólk. Það er óþarfa viðkvæmni og eiginlega hallærislegt að hafa á móti því að fólk sé krafið um skilríki, þar með talin heilbrigðisvottorð og sakarvottorð.
Einhvernveginn þurfum við að vernda fólk fyrir þessum glæpaklíkum, sem sífellt gerast grimmari og ásæknari. Einhverskonar mafíósar sem við viljum ekki fá hingað inn. Að setja leppa fyrir augun og vilja ekki sjá að hér er að verða til vandamál, kemur okkur í koll, fyrr eða síðar.
Hins vegar hlýtur það að vera fagnaðarefni ef við getum hjálpað fólki að komast hingað sem hvergi á höfði sínu að halla, eða vill af einhverjum ástæðum flytja hingað og eiga hér heima.
Og nú er ég búin að setja hér inn heila færslu Jenný mín hehehehe....
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.9.2008 kl. 12:30
Ég held að Púkinn sé eitthvað á villigötum. Eiga úlendingar að fá lægri laun á meðan þeir læra íslensku? Ég held ekki. Maður fær hroll af svona rugli.
Finnst þér semsagt eðlilegt að fólk sem vinnur við sama starf hafi sömu laun, óháð því hvort það skilar starfi sínu vel eða illa?
Málið er einfaldlega það að sum störf, t.d. umönnunarstörf og afgreiðslustörf eru þess eðlis að þau krefjast samskipta við aðra. Ef fólk í þannig störfum getur ekki talað íslensku er það einfaldlega annars flokks starfskraftur.
Er eðlilegt að fólk með sama starfstilil hafi sömu laun, óháð því hversu vel það getur sinnt starfinu? Ég er ekki þeirrar skoðunar.
Síðan eru margvísleg önnur störf þar sem samskipta á íslensku er ekki krafist og í þeim störfum ættu launakjör að sjálfsögðu að engu leyti að ráðast af þjóðerni eða tungumálakunnáttu.
Púkinn, 22.9.2008 kl. 15:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.