Fimmtudagur, 18. september 2008
"Flóttamannavandinn" - vandi hvers?
Eitt stykki hælisleitandi kostar sexþúsundogfimmhundruð krónur á dag.
Menntamálaráðherra kostaði fimm milljónir minnst vegna dvalar í Kína í x daga.
Smekklegar fyrirsagnir eða hvað?
Væri ekki ráð að reyna að hraða afgreiðslu á málum flóttafólks? Það myndi valda töluvert minni vanlíðan hjá því og í leiðinni lækka kostnað íslenska ríkisins þar vegna styttri biðtíma.
Flestir hælisleitendur vilja auðvitað komast í vinnu og fara að lifa eðlilegu lífi eins fljótt og kostur er.
Ég hef orðið vör við það eins og sjá má í athugasemdakerfinu mínu við þessa færslu að það kallar á heitar tilfinngar margra ef maður sýnir af sér samúð með því fólki sem hingað leitar vegna þess að því er ekki líft í eigin landi.
En mér er svo nákvæmlega sama um það því ég er á því að við eigum að taka á móti fleiri flóttamönnum hér en við höfum gert enda erum við eftirbátar þeirra þjóða sem við berum okkur saman við.
Ég finn verulega fyrir aukinni andúð á útlendingum í þjóðfélaginu.
Oft er reynt að fela þessa andúðina og fórdómana (óttann) á bak við umhyggju fyrir "vesalings" manneskjunum sem hljóti að eiga svo skelfilega erfitt með að aðlagast. Jájá. Mun betra að deyja úr hungri eða vera hreinlega drepinn heima hjá sér í langburtistan heldur en að komast í var í ókunnu og framandi landi eins og hér hjá okkur. Á Íslandi er svo helvíti kalt og svo er íslenskan svo fjandi erfið og maturinn tormeltur fyrir "aumingjans" fólkið.
Þá er auðveldara að kljást við þá sem sýna óbeit sína á útlendingum eins og hún kemur fyrir af skepnunni, jafnvel þó að sendi ískaldan hroll niður eftir bakinu á mér.
Skoðun mín á "flóttamannavandanum" sem er auðvitað vandi Íslendingsins sem fær harðlífi af tilhugsuninni um nýja Íslendinga, er kölluð ýmsum nöfnum í athugasemdakerfinu.
Ég er til dæmis kölluð naívisti og femínisti sem eiga að vera skelfileg skammaryrði en hljóma eins og ljúf músík í mínum eyrum.
Ef það er einfeldni að trúa á að fólk sé í eðli sínu gott þá só bí it.
Ég er reyndar ekki enn búin að tengja femínisma inn í þessa umræðu en það er í góðu lagi.
Ég stend föst á minni skoðun.
Mér segir svo hugur um að ekki muni af veita.
Súmítúðebón.
Hælisleitandi kostar 6500 á dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Ferðalög, Menntun og skóli, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:59 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 2986898
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Þér líður greinilega vel á nýjum stað. Kannski þurfum við nýtt afl? Til hamingju með nýja hreiðrið
Hólmdís Hjartardóttir, 18.9.2008 kl. 02:17
Varla er nokkur maður á móti flóttafólki né útlendingum almennt?Er ekki fólk frekar á móti þeim sem eru með fölsuð vegabréf í búnkum og segja ekki satt orð. Ekki má rugla venjulegu flóttafólki saman við glæpamenn á flótta!
Birna Guðmundsdóttir, 18.9.2008 kl. 03:15
Ég er nú bara hissa að einhver hælisleitina grey vilji koma hingað yfir höfuð, því ekki er Ísland vænlegur kostur að búa á eins og staða er hér í dag!
En þeir sem koma hingað verða að vera með pappíra á hreinu annars einhenda þeim út úr landi. Og þá í framhaldinu myndast laus tími (sem annars fór í að ath hvort pappírar séu ok) fyrir ríkisapparatið að afgreiða þá heiðarlegu(sem koma með pappíra ok) miklu fyrr og ekkert vesen!!
Ragnheiður Arna Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 07:02
María Guðmundsdóttir, 18.9.2008 kl. 07:14
Tek hér undir orðin hennar Birnu. Þarna er hundurinn grafinn, það er nefnilega ekki það sama flóttamaður eða innflytjandi með alla pappíra ílagi og hinir sem koma inn á fölskum forsendum. Tala þar af eigin reynslu. Við vorum svo ,,græn" og aumingjagóð hjónin hér áður fyrr að við tókum þetta ,,aumingjans" fólk inn á okkur, gáfum því mat, húsaskjól, fatnað, og vinnu. Hvernig okkur var launað er löng saga en við börðumst við í mörg ár að reyna að hjálpa þessu fólki.
Ía Jóhannsdóttir, 18.9.2008 kl. 09:23
Gott að vita að ég er ekki ein um þann naívisma, að trúa því að fólk sé í eðli sínu gott.
Laufey B Waage, 18.9.2008 kl. 09:32
Flott síðan þín. Hafðu það gott í dag !
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 18.9.2008 kl. 09:34
Gott að fá þessa skoðun þína á málinu Ía. Hér á Íslandi er aðeins ein skoðun leyfð í þessu máli. Það er slys sem helgast af ótta við einn stjórnmálaflokk. Eins og við vitum er óttinn versti óvinur dómgreindarinnar og hefur valdi mörgum slysum.
Ég held að þessi fyrirsögn (sem ég ber að sjálfsögðu ekki ábyrgð á) sé misskilin. Það er nefnilega brýnt fyrir bæði hælisleitendur og þjóðina að klára hvert mál af þessum toga sem fyrst.
Svo væri afar mikilvægt að þessi umræða fengi sem fyrst að komast á vitsmunalegra plan en nú er raunin. Það veit allt heilbrigt fólk að enginn er betri eða verri en annar af því einu að vera útlendingur. Það er þráfaldlega reynt að halda því fram að það sé pólitísk boðun Frjálslynda flokksins. Auðvitað er það ekki svo.
Árni Gunnarsson, 18.9.2008 kl. 09:41
Biirna og Ía: Ég held að þið séuð að misskilja. Flóttamenn eru á flótta, þeir fara ekki og biðja um vegabréf áður en þeir stinga af. Þess vegna er það eðli máls samkvæmt að stór hluti þeirra getur ekki framvísað skírteinum.
Við verðum að hoppa inn í nútímann. Vandinn væri varla til staðar ef allir gætu mætt með pappírana og slengt þeim á borðið.
Því miður.
Jenný Anna Baldursdóttir, 18.9.2008 kl. 09:42
Árni: Hvað meinar þú með að aðeins ein skoðun sé leyfð?
Ég veit ekki hvað þú ert að meina.
Það er hins vegar fullkomlega leyfilegt að vera ósammála stefnu FF að mínu mati og ég held ég haldi áfram að vera það.
Jenný Anna Baldursdóttir, 18.9.2008 kl. 09:43
"Flóttamannavandinn" er meira eða minna heimatilbúinn og sprottinn af fordómum og ótta eins og þú komst inn á.
Menn leyfa sér að hneykslast á hversu mikið það kostar að "geyma" þetta fólk á meðan verið er að rannsaka bakgrunn þess, en gleyma því að það erum við sem veljum að gera það að bagga á þjóðfélaginu meðan á rannsókn stendur. Það hlýtur að vera hægt að láta fólkið byrja að aðlagast aðstæðum meðan á rannsókn stendur.
Umræða í kring um þetta mál hefur spunnist út frá þessari færslu sem ég lagði inn hjá mér fyrir skömmu.
Eggert Ólafur Sigurðsson (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 10:01
Takk Eggert, góð færsla hjá þér og "right on the money".
Jenný Anna Baldursdóttir, 18.9.2008 kl. 10:07
Ég held nú að enginn sé eitthvað óttasleginn við einn stjórnmálaflokk, ég held að það sé nú munur á skoðunum annars vegar og flokknum sem heild svona almennt og yfirleitt og mér sýnist nú fullt af skoðunum í gang þegar kemur að innflytjendum, líka innan meints flokks.
Ég held að almenn skynsemi eigi að segja manni það og um leið dómgreindin að við komum fram við fólk af virðingu og af manngildishugsjón og eins og Jenný segir, ætti að reyna að flýta afgreiðslu málefna hælisleitenda til að fólk þurfi ekki að bíða milli vonar og ótta lengi eftir því í hvaða farveg mál þeirra fara.
Sunna Dóra Möller, 18.9.2008 kl. 10:09
Mjög góðir pistlar hjá þér Jenný, báðir tveir og vitrænir. Ég get tekið undir allt sem þú skrifar og sú múgsefjun, sem á sér stað í þjóðfélaginu gegn flóttamönnum með reglulegu millibili er alveg skelfileg og þessi múgsefjun á eftir að versna með verra efnahagsástandi í þjóðarbúinu. Að .það skuli vera til stjórnmálaafl, sem gerir út á þessi mið er náttúrulega alvegömurlegt.
Við gefum okkur út fyrir að vilja taka þátt í alþjóðasamfélaginu, þ.m.t með móttöku flóttamanna, en það virðist aðeins vera vandað til verks, þegar "hælisleitendur" eru valdir fyrirfram af stjórnvöldum.
Mér skilst að BBC verði á Akranesi í dag og taki þar viðtöl við "viðurkennda" hælisleitendur. Kannski einhver ætti að benda þeim á "flóttamannabúðirnar" suður með sjó, þar sem fólk bíður jafnvel lengur eftir úrlausn sinna mála en flóttamenn fyrir botni Miðjarðarhafs.
Knús á þig í nýja húsnæðinu
Sigrún Jónsdóttir, 18.9.2008 kl. 10:18
Nei ég er ekkert að misskilja, kom þessu e.t.v. ekki nógu vel frá mér. Það er til fólk sem flýr undan réttvísinni og kemur sér upp fölsuðum skilríkjum, sækir um hælisvist og kemur svo vel fram að engin trúir öðru en allt sé með felldu. Sumir hverjir eru með falsaða pappíra um skólagöngu og menntun. ,,Bláeygðir og ljóshærðir" og við þessi aumingjagóðu trúum þeim. Það er þetta fólk sem ég er á móti. En það er ekki auðvelt að tína úr svörtu sauðina, það veit ég vel af eigin reynslu.
Ía Jóhannsdóttir, 18.9.2008 kl. 10:31
Heyr, heyr sagði konan á naíviskan og feminiskan hátt.
Rut Sumarliðadóttir, 18.9.2008 kl. 12:07
Vitiði hvað orðið fordómar þýðir. Eru það fordómar að dæma fólk fyrir skjalafalsanir? Eru það fordómar að vera á móti því að hælisleitendur fái hærri fjárhæð í uppihald heldur en atvinnulausir? Eru það fórdómar að vilja ekki fá múslimahópa til íslands?
Nei þetta eru ekki fórdómar. Skjalafals er glæpur. Auðvitað eiga átvinnuleysingjar að hafa það betra en flóttafólk. Og múslimar vilja gera alla menn heims múslima, með valdi(hriðjuverkum og hótunum). Þetta eru því ekki fordómar heldur vel ígrundaðar skoðanir byggðar á staðreyndum. Hættið að kalla allt fórdóma sem þið eruð ekki sammála.
Óli (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 12:58
Jenný Anna: Mér er skylt að svara spurningu þinni. Það sem ég átti við er einfaldlega það að ábendingar Frjálslynda fl. þess efnis að innflytjendur geti skapað vandamál sem við höfum ekki burði til að leysa hefur verið túlkað sem rasismi. Sumt af þessu fólki sem svona talar um okkur hefur sjálft tekið djúpt í árinni þegar upp koma mál þar sem ofbeldisglæpir innflytjenda hafa orðið fréttaefni. Enginn úr umr. stjórnmálaflokki hefur svo ég þekki til rætt um að stimpla fólk af erlendu þjóðerni sem óæskilegt enda væri það fásinna og óliklegt að nokkurt stjórnmálafl geri slíkt rugl að pólitískri stefnu. Við höfum hvatt til varkárni og sú stefna okkar er öllum til góðs. Nú hefur komið í ljós-illu heilli að aðvaranir um fordóma í garð innflytjenda meðal almennings eru mjög að aukast. Það er slæmt og það er slys fyrir allt samfélagið. Austur-evrópskir innflytjendur og starfsmenn hafa af því áhyggjur að hingað leiti glæpagengi af þeirra eigin þjóðerni og telja að við því þurfi að setja skorður.
En þú þarft greinilega ekki að hafa áhyggjur af því þó andúð á útlendingum aukist. Þú hefur rétta skoðun sem er sú að hingað eigi öllum að vera frjálst að koma óg það jafnt þeir sem valið hafa Ísland til að stunda glæpaverk sín í friði, eins og þeir sem hyggjast dvelja hér og vinna í sátt við samfélagið. Sem betur fer eru þeir margfalt fleiri ennþá.
Árni Gunnarsson, 18.9.2008 kl. 18:00
Árni: Ég hef hvergi sagt a ég vilji að ÖLLUM sé frjálst að koma hingað.
Ég vil hins vegar að fleiri flóttamönnum verði veitt hæli og ég vil að við gerum það með reisn.
Svo vil ég að fólk verði ekki geymt eins og skepnur árum saman á meðan embættismenn skoða mál þeirra.
Það er okkur ekki sæmandi.
Og svona í lokin þá er ég komin með upp í kok af þeim háværa hópi í FF sem fer um eins og eldur í sinu og kyndir undir fordómum og ótta.
Jenný Anna Baldursdóttir, 18.9.2008 kl. 19:49
Jenný, Hvaðan koma þessir hælisleitendur og hvað eru þeir að flýja? Veistu það? Ég veit það allavega ekki?
marco (IP-tala skráð) 20.9.2008 kl. 00:25
Sæl Jenný
Ég er líka komin með uppí kok af þessari þvælu í allt of mörgum bloggurum um meint lúxuslíf hælisleitenda. Ef fréttin er lesin þá kemur í ljós að þeir fá 3000 kr. á viku í vasapeninga þ.e. um 430 kr. á dag. Hræddur er ég um að mörgum unglingnum þætti það lélegur vasapeningur.
Jón Bragi (IP-tala skráð) 21.9.2008 kl. 19:49
Marco: Hvaða andskotans máli skiptir hvaðan fólkið kemur? Ég skil ekki spurninguna.
Jón Bragi: Takk fyrir þetta. Að fólk skuli sjá ofsjónum yfir þessum fáu krónum.
Jenný Anna Baldursdóttir, 21.9.2008 kl. 21:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.