Leita í fréttum mbl.is

Sorgarblogg

Það er helmikið að gerast í kringum mig og ég segi ykkur nánar frá því seinna.

En eins og fram hefur komið þá hef ég verið að taka skápana í gegn, flokka, gefa og henda.

Ég er búin að skemmta mér stórkostlega í allri vitleysunni eins og þið vitið sem lesið bloggið mitt.

En það eru ekki allir hlutir skemmtilegir.

Á þessum árstíma, fram til 17. september er ég alltaf dálítið meyr. 

Aron Örn sonur hennar Mayu minnar fæddist þennan dag en lést svo 3. desember sama ár.

Tíminn hefur tekið burtu sársaukann að mestu en það stingur af og til í hjartað.

Þegar ég fór í gegnum skápana áðan fann ég teppið hans og gallann sem hann fór heim í af fæðingardeildinni.

Í sorginni var allt látið í burtu, skiljanlega en amman stakk þessu undan. 

Þegar ég hélt á þessum smáhlutum hentist ég ellefu ár til baka í tíma í smá stund.

Auðvitað er það sárt en oftast er minningin um þennan yndislega litla dreng bara eins og lítið ljós sem lýsir í hjartanu.

Nú á hann bróður, litla Oliver sem nú er með mömmu sinni í Hong Kong þar sem hún er að vinna í augnablikinu og lífið heldur áfram.

Það þýðir ekki að dvelja í sorginni en það má ekki afneita henni heldur.

Ég elska Emilíönu Torrini.  Hún er frábær listakona auðvitað og ég hvet alla til að kaupa nýju plötuna hennar.

En þegar Aron dó hafði þessi bráðunga stúlka nýlega sungið þetta dásamlega lag inn á disk.

Við Maya og reyndar öll fjölskyldan fundum huggun í þessu fallega lagi.  Emilíana treysti sér ekki til að flytja það sjálf í jarðaförinni, hún var svo ung og tilefnið svo sorglegt að hún treysti sér ekki. En lagið var til og hér er það.

Og nú held ég áfram að taka til.

Love you


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þröstur Unnar

Þröstur Unnar, 9.9.2008 kl. 14:11

2 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Love you too

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 9.9.2008 kl. 14:22

3 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Hér sit ég hágrátandi og get ekki annað...það að missa barnið sitt er eitt það erfiðasta sem fólk gengur í gegnum....og lagið hennar Emilíönu er yndislegt.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 9.9.2008 kl. 14:26

4 identicon

Gott að þú hélst þesu eftir.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 14:29

5 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Þetta er erfitt. Það reynir víst enginn að neita því. Svona lítið korn hlýtur alltaf að eiga sinn sess í hjartanu þótt viðveran hafi verið stutt.

Helga Magnúsdóttir, 9.9.2008 kl. 14:32

6 Smámynd: Sunna Dóra Möller

.....vildi ég ætti einhver orð til að létta sorgina...læt hjörtun duga !

Sunna Dóra Möller, 9.9.2008 kl. 14:38

7 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Ía Jóhannsdóttir, 9.9.2008 kl. 14:43

8 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

 

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 9.9.2008 kl. 14:50

9 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 9.9.2008 kl. 14:51

10 Smámynd: M

Færð mig til að gráta líka

M, 9.9.2008 kl. 15:05

11 Smámynd: Hulla Dan


Hulla Dan, 9.9.2008 kl. 15:32

12 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Sigrún Jónsdóttir, 9.9.2008 kl. 15:47

13 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 9.9.2008 kl. 15:59

14 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk kæra fólk.  Nú er ég að jafna mig.

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.9.2008 kl. 16:22

15 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Hæ krúsalús - var að koma heim fer aftur á fund  í skólanum á eftir -  aldrei friður.

Dagurinn er um margt öðruvísi í dag, það er margt að gerast og sorgin ber víðar á dyr.

Sendi þér hitastraum og ímyndað steinanudd.

Edda Agnarsdóttir, 9.9.2008 kl. 16:32

16 Smámynd: Sigríður Þórarinsdóttir

Sigríður Þórarinsdóttir, 9.9.2008 kl. 16:59

17 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 9.9.2008 kl. 17:36

18 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Elsku elsku Jenný mín, stundum getur maður ekkert sagt.  En mikið er þetta falleg færsla.  Ég þekki dálítið til sorgarinnar, því ég missti bróður minn sjö mánaða gamlan, úr krabbameini í nýra.  Hann og sonur minn voru þá báðir 7 mánaða gamlir.  Sorgin var ólýsanleg, og afneitunin meðan á veikindum hans stóð.  Það kom ekki til greina annað en honum batnaði.  Því var áfallið svo rosalegt þegar allt var búið.  Mig langar svo til að knúsa þig fast og innilega, og gefa þér þann kærleika sem í mér býr. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.9.2008 kl. 18:14

19 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Einar Örn Einarsson, 9.9.2008 kl. 20:04

20 Smámynd: Sólveig Kristín Gunnarsdóttir

Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 9.9.2008 kl. 20:43

21 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

have I told you lately...?

Leyfðu þessum áþreifanlegu minningum að fylgja þér snúllan mín.

Ég man svo vel eftir þessu lagi með Emiliönu. Ég skil að hún hafi ekki treyst sér í verkefnið. Og gott hjá henni að meta það svo.

Jóna Á. Gísladóttir, 9.9.2008 kl. 22:49

22 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk krúslurnar mínar, þið eruð yndisleg.

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.9.2008 kl. 23:56

23 identicon

Sæl. Ég stóð í svona sporum einu sinni. Síðasta sunnudag voru liðin 9 ár síðan sonur minn fæddist, andvana.

Ég hlustaði á þetta lag í tíma og ótíma og fann í því huggun:

http://www.youtube.com/watch?v=d_XxUcRSpTc

Nú á hann stóran, ábyrgan 8 ára bróður sem hefur valið bróður sínum nafn og kveikir á kerti honum til heiðurs á tyllidögum.

Langaði bara að segja þér þetta.

Hildur Lilliendahl (IP-tala skráð) 10.9.2008 kl. 09:10

24 Smámynd: Laufey B Waage

.

Laufey B Waage, 10.9.2008 kl. 10:17

25 Smámynd: Elísabet  Sigurðardóttir

Úff hvað ég samhryggist ykkur.  Það er ekkert erfiðara en missa litla barnið sitt skal ég trúa.  Minningarnar eru svo yndislegar eins og þær geta verið sárar. 

Risaknús

Elísabet Sigurðardóttir, 10.9.2008 kl. 11:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband