Leita í fréttum mbl.is

Hendingadagur

Ég rak upp stór augu þegar ég sá þessa frétt núna áðan þar sem ég vafraði um í rólegheitunum með kaffibollan minn nývöknuð.

Vá hugsaði ég, hvert er þetta þjóðfélag að fara eiginlega?  Núna eru dagmæðurnar farnar að týna börnum í stórum stíl. 

Nei, nei, fréttin fjallar um samdrátt í greininnni sem hlýtur að þýða að það er auðveldara að fá leikskólapláss nú um stundir eða það vona ég.

Ef þið vinir mínir lítið út um gluggann á þessum mánudagsmorgni þá sjáið þið væntanlega og sannfærist um að haustið er komið.  Eða hvað?

Ég ætla að eyða deginum í hendingar.

Það þýðir einfaldlega að ég ætla að losa mig við alla þá hluti sem ég er löngu hætt að nota.

Ég er eins og laumusankari ég sver það.  Sífellt geymandi allskonar - ef ég mögulega þyrfti á því að halda.

Mér hefur verið sagt að það þurfi að grisja í kringum sig reglulega, til að hleypa að nýju stöffi sko, hvort sem það er marktæk speki eður ei.

Því mun ég búa til tvær hrúgur (í huganum) og setja hendingar í aðra og dýrgripi í hina.

Ég held að þetta sé nauðsynleg grisjun.

Nokkurs konar rýmingarsala á andlegu nótunum með áþreifanlegu ívafi.

Þetta verður merkileg upplifun hjá mér skal ég segja ykkur.

En í dag eru enn hundraðogeitthvað dagar til jóla.

Góð.

Later.

 


mbl.is Dagforeldrar lýsa eftir börnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Yndislegt að henda dóti sem maður hefur ekki not fyrir. Það er talið sérlega sálarhjálpandi í Feng Shui fræðum.

Ef þú hendir úr kjallaranum þá er það sérlega gott - því að í honum býr víst fortíðin. Sel þetta ekki dýrarara en ég keypti.

Las bók sem heitir: "Clear your Clutter" ... Clutter=óþarfa hlutir held ég!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 8.9.2008 kl. 10:00

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ég er alltaf að bíða eftir að "hendingarandinn" komi yfir mig, og ég bíð og ég bíð......

Sigrún Jónsdóttir, 8.9.2008 kl. 10:10

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ég er nýbúin að henda alveg helling af drasli, gerði það þegar ég flutti í vor, það var svo gamanSvo er ég alltaf annað slagið að henda út hinu og þessu rusli úr sjálfri mér sem ég hef ekkert með að gera og þvælist bara fyrir... en það er önnur saga

Eigðu góðan dag

Jónína Dúadóttir, 8.9.2008 kl. 10:17

4 Smámynd: Þröstur Unnar

Nú, ég bjóst við sjálfshendingum í veggi.

Þröstur Unnar, 8.9.2008 kl. 10:23

5 Smámynd: M

Finnst líka vont að henda. Gæti þurft að nota þennan hlut sem ég hef ekki snert á í áraraði akkúrat aftur eftir hendingu.

Gangi þér vel í dag

M, 8.9.2008 kl. 10:23

6 identicon

Veraldlegt dót sem ekki er not fyrir má koma með í búðina "mína".Nytjamarkaðinn á Eyjaslóð.Takk fyrir.En andlegt dót á ég nóg af.Takk samt.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 10:25

7 Smámynd: María Guðmundsdóttir

gangi thér vel med andlegu rýmingarsøluna

María Guðmundsdóttir, 8.9.2008 kl. 10:43

8 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

máttir nú alveg sleppa að minnast á jólin

Brjánn Guðjónsson, 8.9.2008 kl. 11:02

9 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Oh hér væri gott að komast í svona hreinsistuð.  Það er bara alltaf þessi sama spurning hvar á að byrja?  Gangi þér vel í þessu kasti í dag Jenný mín.   

Ía Jóhannsdóttir, 8.9.2008 kl. 11:12

10 Smámynd: Hulla Dan

Er að hugsa um að taka þig til fyrirmyndar... á morgunn, segir sá lati. Og ég ER löt í húð og hár.

Hulla Dan, 8.9.2008 kl. 11:32

11 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Brjánn: Þú náðir pointinu.  Hehe.

Ía og Hulla: Komasho.

María: Takksí.

Birna: Kem með allt fatarkynns en svo er spurningin um allt hitt.  Þarf að tala við þig í vikunni.

Takk öll og Jóga: Geymslan verður tæmd þakka þér fyrir.  Örugglega gott fyrir sálina.

Jenný Anna Baldursdóttir, 8.9.2008 kl. 11:35

12 Smámynd: Tína

Nauðsynlegt að taka til í hausnum annað slagið. Have fun darling.

Tína, 8.9.2008 kl. 11:42

13 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Ef þú átt þremum hlutum of mikið ,EIGA HLUTIRNIR ÞIG

Anna Ragna Alexandersdóttir, 8.9.2008 kl. 11:56

14 Smámynd: Gulli litli

bráðum komablessuð jólin.....hvern hlakkar aftur til?

Gulli litli, 8.9.2008 kl. 11:59

15 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Tína: Right.

Anna Ragna: Svo satt, svo rétt.

Jenný Anna Baldursdóttir, 8.9.2008 kl. 11:59

16 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

107 dagar til jóla - er með teljara á síðunni hjá mér. Jólin eru bland af gleði og veseni.  ... misjafnt eftir árum, hjúskaparstöðu og andlegu ástandi hvort vegur þyngra.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 8.9.2008 kl. 12:05

17 identicon

Tiltekt í tölvunni bíður mín. Þar, eða öllu hér, er alltof mikið af drasli sem ég hef enga þörf fyrir.

Katrín (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 13:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.