Leita í fréttum mbl.is

Til að bruðla - til að spara

Ég bloggaði um það um daginn að ég ætlaði að spara.

Fyrsta mál á dagskrá var að segja upp Stöð 2 og þeim pakka ásamt netmogganum.

Ég klikkaði á hvorutveggja.  Ekki byrjar það vel.

En það eru ástæður fyrir öllu.  Réttlætingarnar eru fyrir hendi þó þær séu ömurlega leim og laus við hippið og kúlið.

Stöð 2 er inni vegna einnar ástæðu.

TUDOR´S á sunnudagskvöldum.  Ég hef ekki sjálfsagann í að sleppa þeim þætti.

Ég veit, veiklunduð er ég og stútfull af brestum.

Netmogginn kostar svo lítið að það býttar ekki.  Hann fær að lafa, mér þykir gott að les´ann.

Beisíklí má segja að ég hafi aldrei skilið að margt smátt geri eitt stórt.

Fyrir mér er það merkingarlaust hjal eða var þangað til frábær kona sýndi mér hvað þetta marga örsmáa vindur svakalega upp á sig.

Nú er ég að koma mér upp frystiaðstöðu, í þessum töluðu orðum er verið að flytja ísblokkir inn í geymslu hjá mér beint úr Vatnajökli.

Reynum aftur.  Frystiaðstaðan er að bresta á þannig að nú verður keypt til að spara.

Jájá.

En merkilegt samt - maður þarf alltaf að eyða peningum.

Til að bruðla og til að spara.

Hver er munurinn?  Ég næ því ekki.

Hm....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Huld S. Ringsted

Hvað segir ekki máltækið......................... það er dýrt að vera fátækur

Huld S. Ringsted, 7.9.2008 kl. 19:18

2 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Sagði líka upp stöð2 og mogganum. reyndar fyrr í sumar...... búin að fá mér bæði aftur, get ekki lifað á minningagreina og svo er Dagvaktin að byrja! Það er svo margt sem ekki er hægt að lifa án....!

Sunna Dóra Möller, 7.9.2008 kl. 19:34

3 Smámynd: Þröstur Unnar

It takes money to make money.http://weblogs.jomc.unc.edu/talkingbiznews/?cat=49

Þröstur Unnar, 7.9.2008 kl. 19:45

4 identicon

Óttalega er þetta hænulegt.....

kristin fagra (IP-tala skráð) 7.9.2008 kl. 19:53

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Kristín: Er sniðugt að vera að nota netfang frá Kennaraháskólanum í svona fokk? 

Sunna: Góð.

Þröstur: Lélegt að senda manni mynd af peningum.

Huld: Hehe, ég er ekki fátæk.  Ekki í þeirri merkingu.

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.9.2008 kl. 20:33

6 identicon

Sæl,

Ætlaði aðeins að hjálpa þér að segja stöð 2 upp. Þú getur horft á tudors á þessum link http://www.watchtvsitcoms.com/tvshows.php

Vona að þetta hjálpi.

Kv. Tinna

Tinna Hrund (IP-tala skráð) 7.9.2008 kl. 21:15

7 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

7_5_137

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 7.9.2008 kl. 22:09

8 identicon

Engin blöð eða sjónvarpsrásir eru í áskrift á mínu heimili.Er hætt að horfa á sjónvarp,(að mestu).Ekkert tóbak heldur.Nei ég á samt ekki leiðinlegt líf

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 7.9.2008 kl. 23:17

9 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Snýst ekki málið um að kaupa alltaf magnpakkningar af klósettpappír í Bónus og láta Nóatúnspakkana með fjórum rúllum eiga sig...... Nú og svo þurfa eldhúsrúllurnar ekki að vera í sama lit og eldhúsið - Bónus aftur og hana nú......

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 7.9.2008 kl. 23:17

10 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Sammála Lísu. Bónus er málið. Enda eruð þið Jóhannes perluvinir ekki satt.

Þú ERT stútfull af brestum og elskuð vegna þess en ekki þrátt fyrir það.

heldurðu að við náum saman í kaffibolla eða coke zero bráðlega nú þegar ég get farið að slaka aðeins. Ertu komin heim addna?

Jóna Á. Gísladóttir, 7.9.2008 kl. 23:37

11 Smámynd: Linda litla

Spara ??? Til hvers að spara ?? Ef að maður sparar eithvað eitt þá eyðir maður bara peningunum sínum í eitthvað annað.

Linda litla, 8.9.2008 kl. 00:45

12 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Líst vel á þig, stelpa. Það er byrjun á sparnaði að ætla kannski mögulega jafnvel að segja Stöð 2 upp. Ég tími því ekki, svo margt skemmtilegt þar í vetur. Hætti bara að kaupa humar ofan í kettina og "sérlega innflutt með flugi fyrir mig"-styrjuhrogn borða ég bara á sunnudögum núorðið. Ótrúlegt hvað hefur sparast!

Guðríður Haraldsdóttir, 8.9.2008 kl. 00:53

13 Smámynd: Tína

Ég er haldin valkvíða á háu plani varðandi stöð 2. Gunnar borgaði af stöð 2 fyrir mig þegar ég var sem veikust (í byrjun sumars), en svo sagði ég honum að sleppa því þar sem mér fannst ég aldrei horfa á það. Hef svo alltaf séð eftir því vegna þess að það er svo margt sem mig langar að horfa á. Svona þegar ég hugsa um það þá er nokkuð ljóst að hér ríkir eymdarástand.

Farðu vel með þig frábæra kona

Tína, 8.9.2008 kl. 06:39

14 identicon

Þú sparar kr. 71.880.-  á ári ef þú segir upp stöð 2 ??

( 5.990 pr. mán.  X 12 =  kr. 71.880.- )

Finnst þér það ekki dágóð summa.

P

Palli (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 08:39

15 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Palli: Vá, það er peningur.  Segi upp frá og með næsta mán.

Tinna Hrund: Takk kærlega fyrir þetta.  Búin að horfa til enda.  Hehe.

Takk öll.

Jenný Anna Baldursdóttir, 8.9.2008 kl. 09:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 51
  • Frá upphafi: 2985882

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband