Föstudagur, 29. ágúst 2008
Nútímalist á krepputímum
Ég sit hér við kertaljós og bjarmann af tölvuskjánum og blogga. Ég elska að sitja í kyrrðinni og heyra í veðrinu úti sem mér heyrist vera að færast í aukana í þessum skrifuðu orðum.
En þegar ég sá þessa frétt um konuna á flæðiskerinu þá snarbrá mér.
Það er ekki klukkutími síðan ég sagði stundarhátt við hinn meðlim kærleiksheimilisins; Einar ég er á flæðiskeri stödd.
Hann: Nú afhverju segirðu það?
Ég: Það er kreppa maður minn og við eigum enga frystikystu.
Og hann náði ekki samhenginu á milli krísu í efnahagsmálum og frystikistuskorti.
Þannig að ég leiddi hann í allan sannleika um nauðsyn þess að eiga svoleiðis þarfaþing.
Og hér með bið ég ykkur að láta mig vita ef þið vitið um slíkt appírat til sölu.
Bara svo það sé á hreinu þá ætla ég ekki að geyma í henni slátur og svoleiðis viðbjóð.
Nei, í hana fer lambakjöt sem ég ætla að kaupa hjá austurlambi, brauð sem ég ætla að baka og fleiri ætem sem ég ætla að viða að mér í þeim tilgangi að spara peninga.
Þarna var sem sagt komin ástæðan fyrir flæðiskerstalinu og þess vegna brá mér smá þegar ég sá þessa frétt.
Ég og Mogginn göngum í takt.
En af því að nú þarf maður að herða hina ömurlegu sultaról þá verður maður enn pirraðri á flottræflishættinum og firringunni á stjórnmálamönnunum.
En ég ætla að taka þetta sparsemisátak alla leið.
Ég er nefnilega ógeðslega góð í hlutum sem ég tek mér fyrir hendur þegar þeir meika sens.
Ég ætla að taka sparsemishugtakið upp á æðra plan.
Ég ætla að gera það að friggings listrein.
Hugmyndir um sparnað í heimilisrekstri óskast.
En engan innmat eða kattarfisk úr fiskbúðinni takk.
Það eru takmörk fyrir öllu.
Farin að lúlla.
Kona á flæðiskeri stödd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Matur og drykkur, Viðskipti og fjármál | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 2986898
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Grótta getur nú seint talist sker!! Grótta er eyja, og þangað er hægt að ganga á fjöru. Sparnaðarráð Jónu er það að fara sjaldnar í búðina og versla bara hjá Jóa í Bónus. Þannig græði ég fullt af peningum
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 29.8.2008 kl. 01:48
Jamm, elda stærri skammta en venjulega.. og frysta afganginn (jafnvel í fleirum en einum skammti) .. og muna að merkja hvert innihaldið er!!
Eins og þú sjálf kemur inn á, versla stórt - helst milliliðalaust!!
Muna eftir að skipta um allar ljósaperur - bara að kaupa orkusparandi perur (náttlega fyrir utan aðal leslampann)!!
Safna þvotti í fulla vél - ekki vera að þvo hálf fullar vélar! Það sama gildir auðvitað með uppþvottavélar (ef þú ert það mikið "lúxusdýr" að eiga svoleiðis) ..... annars að hálffylla vaskinn með vatni ... og alls ekki vaska upp undir rennandi vatni!!
Það er alveg örugglega e-ð meira sem frændur okkar danir hafa kennt mér... en ég læt þetta nægja í bili - og veit að þú munt spara alveg heilmikið ef þú ferð eftir þessu
Edda (IP-tala skráð) 29.8.2008 kl. 02:07
Edda virðist hafa þetta á hreinu en eitt skal ég segja þér svona undir fjögur hérna yfir morgunsopanum. Ég á forláta frystiskáp hér einhvers staðar úr í geymslu og svei mér ef ég hef opnað hann í marga mánuði, hef ekki hugmynd hvað hann hefur að geyma. Síðast þegar ég leit inn í hann var hann að mig minnir hálf tómur og það er víst ekki alveg það besta fyrir svona græjur, ólygin sagði mér að þeir skemmast ef þeir eru ekki stútfullir af matvælum. Og eitthvað kostar það, eins og tengdó sagði alltaf.
Farin að athuga málið. Eigðu góðan dag.
Ía Jóhannsdóttir, 29.8.2008 kl. 07:35
Spara já það hefur flögrað að mér líka, að það sé best að fara að herða þessa sultaról. Allavega um eitt gat, eða jafnvel tvö. Vona að þú verðir leidd af flæðiskerinu eins og þessi kona í gær
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.8.2008 kl. 08:00
Ég hef alltaf átt frystikistu og stóran frystiskáp og svo er líka frystir öðrum megin í stóra ljóta ameríska ísskápnum okkar Borðar þú ekki fisk ?
Jónína Dúadóttir, 29.8.2008 kl. 08:02
Fáðu þér brauðvél og eldaðu nóg af súpu
En ég veit um lambakjöt fyrir þig alva@torg.is ef þú vilt nánari uppýsingar.
alva (IP-tala skráð) 29.8.2008 kl. 08:57
Ég er að hugsa um að fara í Kringluna núna í morgunsárið og segja kreppunni stríð á hendur ! Þannig að það verður grjónagrautur í matinn frá 15. sept........! Síðan ætla ég að bregða mér í tvær ferðir til Kína, skella mér í laxveiði í Miðfjarðará og gista á góðu hóteli við Elliðavatn....mér finnst ég eiga það eitthvað svo skilið, sérstaklega í þessum stormi !
Sunna Dóra Möller, 29.8.2008 kl. 09:07
Fara sem sjaldnast í búð og éta sem minnst, engar neglur eða augnháralitanir, sauma upp úr gömlum fötum.
Pjúff, ég er að reyna að komst í gírinn. Kílóin verða allavega ekki að trufla mann.
Elísabet Sigurðardóttir, 29.8.2008 kl. 09:16
Núðlur Jenný núðlur.... þá þarftu enga frystikistu
Linda litla, 29.8.2008 kl. 09:34
Ég fékk kast þegar ég las um sparnaðarráð í einhverju dönsku konublaði. Þar sagði kona frá sínu uppáhalds sparnaðarráði.
Hún fer alltaf í sturtu með 3 skrúingarfötur og í þær safnast vatn svo hún getur sturað niður í allavega 3-6 skipti.
Farin að spara.
Hulla Dan, 29.8.2008 kl. 11:09
Guðlaugur: Já auðvitað er það leið til sparnaðar að borða af og til, hehe, en ég er með sykursýki og fyrir mig dugar engin léttúð í matarvenjum.
Kjöt, fiskur, grænmeti og ávextir. Allur pakkinn.
Linda: Núðlur eru ágætar tvisvar á ári, hehe, og pasta, nónónó, er ekki af þeirri kynslóð.
Edda: Takk og þið sem komið með uppástungur.
Hulla: Er líka í kasti, en svona fólk á varla tilverurétt, þarna er þetta ekki lengur spurningin um sparnað heldur geðveikislega nísku.
Alva: Takk, skoða þetta.
Takk öll.
Jenný Anna Baldursdóttir, 29.8.2008 kl. 11:20
ég er síðasta manneskjan til að gefa sparnaðarráð. Enda ekki rétta manneskjan heldur. En við vorum svo heppin að fá gefins frystikistu og án hennar vildi ég ekki vera. Hún sparar ferðir í búðina sem þó eru allt allt of margar fyrir.
Jóna Á. Gísladóttir, 30.8.2008 kl. 00:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.