Miðvikudagur, 27. ágúst 2008
..og berin voru súr
Uppáhaldslykt Breta er af "fish and chips" og ég er ekki hissa.
Morgunmaturinn er það eina sem breskir kokkar fremja ekki kviðristu út af og matarsmekkur þjóðarinnar er í stíl við það.
Að þessu sögðu þá ætla ég að trúa ykkur fyrir því að ég fór að hugsa um lyktir. Að þessu sinni aðallega þær sem mér þykir bestar.
Lyktin af börnum, sérstaklega þessum glæ nýju. Jesús minn, ekkert sem toppar það.
Lyktin af uppáhaldsilmvatninu Famme sem auðvitað er hætt að framleiða, orðið svo gamalt, eins og ég.
Rjúpnalyktin á aðfangadag er sú öflugasta sem ég veit um. Hún er af lyngi, jólum, hátíð og gleði. Helvíti leiðinlegt að það skuli þurfa að taka veð í fasteign til að geta eignast fuglinn einu sinni á ári. Lífið er óréttlátt.
Ég fæ stundum kast á kartöflupoka og anda að mér moldarlyktinni upp úr þeim. Stundum hefur þetta lyktarblæti verið þannig að ég hef nánast sofið með friggings pokann upp að nefinu.
Og svo er það lyktin sem hendir mér tuttugu til þrjátíu ár aftur í tímann.
Patchoil - hippalyktin sú, fann hana fyrir nokkrum árum í mannmergð og hné nánast út af í nostalgíu, ég var komin í Tjarnarbúð, Glaumbæ og Sigtún bara þar sem ég stóð, hviss-púmm-bang.
Ákveðin meiklykt minnti mig á Inoxa litaða dagkremið sem ég sletti á andlitið á mér á gelgjunni og takmarkið var að glansa sem mest. Ég vona að ég hafi þroskast nokkuð.
En þá man ég eftir því. Sko í snyrtibuddu unglingsáranna var áðurnefnt Inoxa meik, House of Whestmore ógeðismaskari sem lengdi augnahárin eða hefði gert hefðu auglýsingar þess tíma verið marktækar, hvítur sanseraður eða mattur varalitur og mellubleikur líka á góðum degi.
Ég náði þeirri færni sem fátíð var og hefur enn ekki verið toppuð, að mála mig í strætó á fljúgandi ferð í hálku og sköflum, án spegils, eftir minni. Málið var að það var bannað að mála sig, þannig að neyðin kenndi ómálaðri stúlku að spinna.
Æi ég er að missa mig í eitthvað hérna. Löngu liðnir tímar, hvað er svona merkilegt við þá?
Ekki nokkur skapaður hlutur.
Og berin voru súr!
Uppáhladslykt einhver?
Uppáhaldslyktin er frá fish and chips" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Menning og listir | Breytt s.d. kl. 22:35 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 2986898
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Ég er sammála þessu með ungabörnin og jólarjúpurnar. Og mín persónulega pathouli-blanda er næstum eini ilmaukinn sem ég nota á sjálfa mig - og hef gert það í áratugi.
Laufey B Waage, 27.8.2008 kl. 22:38
Ó já - allar þessar yndislegu lyktir sem hreinlega bara taka mann aftur í tímann - bara ljúft .. en Jenný .. þú gleymir alveg "eplalyktinni" ... manstu ... þegar jólin nálguðust og kassi af eplum var keyptur ummm þvílík unaðslykt Í dag held ég að lyktin af nýþvegnum rúmfötum sem eru búin að hanga úti á snúru sé á topplistanum mínum, ásamt lyktinni af nýslegnu grasi
Edda (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 22:56
Ungabörn ilma yndislega
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 23:03
Ungbarna lykt... Ekki spurning.
Og lakkrís lykt er bara gód.
Knús á tig inn í nóttina
Hulla Dan, 27.8.2008 kl. 23:28
Ungabörn - jólaeplalyktin - lyktin af rúmfötum nýkomin af stnúrunni - lyktina f þvottinum heima hjá ömmu minni (besta lykt í heimi) - útilyktina þegar maður er í uppi í sumarbústað eða í tjaldi og það er ný búið að rigna - kertalyktin ( hrikalega var ég búin að sakna kertanna í sumar þegar ég kveikti á kerti í fyrrakvöld)
Guðrún, 28.8.2008 kl. 00:18
Ungabörn og ný slegið gras.
Knús á þig bestust og eigðu alveg yndislegan á vel ilmandi dag.
Tína, 28.8.2008 kl. 08:00
Ungbarnalykt, Þvottur af snúrunni, nýslegið gras, fersk fjörulykt (ekki úldinn þari), rök gróðurlykt, vöfflulykt, pípulykt, sundlaugarlykt, White musk og listinn getur verið endalaus. Ég held að ég hafi verið leitarhundur í fyrra lífi, með svakalegt lyktarskyn.
Elísabet Sigurðardóttir, 28.8.2008 kl. 08:06
Sammála flestu nema ef væri kartöflupokanum, færi ekki að sofa með hann við nefið á mér, nei held bara ekki.
Hvernig ferður að því að muna eftir nöfnunum á öllu þessu sem við klíndum á andlitin í denn, Inoxa, House of Whestmore, ég brjálast hehehhe....
Ía Jóhannsdóttir, 28.8.2008 kl. 08:12
ungbarnalykt, kaffilykt, kleinulykt, vanillulykt
en moldarlykt..ónó...ekki fyrir mig...
María Guðmundsdóttir, 28.8.2008 kl. 08:50
Lykt af pönnusteiktum Rauðmaga í bland við fjárhúsalykt.
Þröstur Unnar, 28.8.2008 kl. 08:59
Öll jólalykt ....kanill...negull....rjúpur...epli ...bara 118 dagar til jóla spurning um að fara í geymsluna og kanna hvort seríurnar virki !
Sunna Dóra Möller, 28.8.2008 kl. 09:13
Kaffi, vanillu, vöfflur ... ummmmm
Ó, ég man líka eftir LTD, litaða dagkreminu í gulu túpunni sem ég reyndi að "meika" mig með á unglingsárunum en með of þurra húð fyrir og endaði með brúna bletti víða um fésið. Ég vissi ekki hvernig ég gæti lagað það þannig að ég hef bara ekki meikað mig síðan.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 28.8.2008 kl. 10:58
Nýslegna grasið og sjávarlyktin, mmm. Ilmurinn af ekta ítalskri bolognese að malla í 1 1/2 tíma í eldhúsinu. Rauðkálið að sjóða á aðfangadag. Ungbörnin, ójú. Sunna, kíktu á þessa síðu...
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 29.8.2008 kl. 08:53
Fersk lykt af hafinu og vorlykt þegar gróðurinn er að vakna. Svo er eitthvað hlýlegt við lyktina í hesthúsinu. Kannast við þessar þungu lyktir sem maður úðaði á sig í denn, nú er það bara léttur úði af ávaxtailmi frá Leyndardómum Viktoríu sem blívur!
Fararstjórinn, 30.8.2008 kl. 13:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.